Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 13
12
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
Auður í hlutverki sínu í Hnotubrjótnum, ásamt Konrad Bukes, en
Konrad tók þátt í sýningunni „Blindingsleikur”, sem íslenski dans-
flokkurinn færði upp í fyrra.
EINHVI
KEMEi
tvö verk í einu, til að undirbúa þá sýn-
ingu, sem á kannski að sýna eftir tvo
daga. Það eru svo þrjú ný verk á
hverju leikári þar að auki. Einu sinni á
ári eru svo sett upp verk eftir óreynda
danshöfunda úr ballettflokknum, og er
mjög gaman að taka þátt í þeim sýning-
um.”
Fjarlægari
áhorfendur
— Hvernig fannst þér að sýna hér
heima?
„Mér finnst yndislegt að koma heim
til að dansa. Minn kærasti áhorfenda-
hópur er hér heima, og ég fann að ég
hafði eins sterkt samband við áhorf-
endur núna eins og áður, svo mig lang-
aði virkilega til að gera vel. Úti er þetta
öðruvísi, maður er fjarlægari áhorf-
endum, en hérna heima taka allir svo
hlýlega á móti mér. ’ ’
— Hefurðu ekkert hugsaö um að
koma heim?
„Jú, ég hef hugsað um að koma
heim, — einhvern tíma kem ég heim.
Það veitir manni þó á vissan hátt styrk
þarna úti, að ég get alltaf komið heim,
þegar ég vil, sem ekki er hægt að segja
um alla vini mína þar. Með mér dansar
t.d. stúlka frá Rúmeníu sem flúði frá
heimalandi sínu, og getur ekki snúið
aftur. Það er alltaf að færast meira og
Auður dansaði stórt hlutverk í Svanavatninu árið 1979 í Munchen.
Danmörku og Englandi, hefði ég hlotið
hér. Kennslan hér var blönduð úr ensk-
um og rússneskum skóla, og ég fékk
líka snemma reynslu á sviði hér heima.
Þegar ég kom út 1978, var það inni í
miðju leikári hjá þeim, en þeir voru
samt mjög jákvæðir gagnvart mér. Ég
var fyrst á hólf-sóló samningi, þ.e. ég
sýndi með hóp og var með lítil sóló-
númer, en núna er ég komin á sóló
samning, — ég er núna ein af sex kven-
sólóistum við óperuna.
— Varð þýskan þér ekkert til traf-
ala, þegar út var komið?
„Ég var alveg mállaus á þýska
tungu, þegar ég kom út. í Múnchen
óperuni eru dansarar frá öllum
löndum, þetta er svona alþjóðlegur
ballett og því mikil enska töluð þar. Ég
bjó með þýskri stúlku strax frá
upphafi, og hún var mjög þolinmóð við
mig, svo ég gat lært þýskuna, enda
kynntist ég þýsku fólki um leið og ég
kom út, og því eins gott að kunna
málið!”
Meiri íslandingur
erlendis
— Ætlaðirðu þér að verða svona
lengi úti?
„Nei, fyrst var skrekkur í mér, eftii
að ég hafði tekið þessa ákvörðun. Þá
ætlaöi ég mér að vera í hálft eða eitt ár
þama. í fyrstu var allt svo fjarlægt, svo
hætti maður að bera löndin saman, og
þegar ég kom heim eftir eins og hálfs
árs fjarveru, þá sá ég betur en áður það
jákvæða við ísland. Lét jafnvel hvarfla
að mér aðkoma aftur heim, en það var
nú meira út frá tilfinningunum. En ég
sé það betur og betur, að því lengur
sem ég er erlendis, því meiri íslendingur
er ég. Ég verð Íslendingur hvar sem ég
bý eða verð.
— Geturðu lýst fyrir okkur venju-
legum degi hjá þér við óperuna?
„Já, ég vakna klukkan 7.30 á
morgnana, og vinnudagurinn er 6
klukkustundir yfirleitt. Frá 10—11.30
er þjálfun og upphitun, sem er eins og
skóli. Síðan æfum við til kl. 13, það
verk, sem er í gangi, fáum frí síðdegis,
og æfum frá kl. 17—20. Stundum eru
þó sólóistar látnir æfa síðdegis, svo
þetta getur orðið allt að sjö stunda
æfing, þegar mest er að gera. Það er lít-
ið um frí, því þegar heim er komið er
klukkan yfirleitt orðin níu eða meira,
og þá tekur því ekki að fara neitt, og
einnig æfum við á laugardögum. Við
erum því mjög bundin I vinnunni en
ekki yfirkeyrð. Það er t.d. ekki hægt að
þiggja heimboð um helgi, nema með
dags fyrirvara, því við vitum svo lítið
frá degi til dags hversu lengi æfingar
geta orðið. Þarna renna klassísku verk-
in í gegn, Þyrnirós, Rómeó og Júlía,
Hnotubrjóturinn og Copelia, svo eitt-
hvað sé nefnt, og oft er það þannig, að
ekki hefur fundist tími til æfinga á ein-
hverju verkin, svo við verðum að æfa
„Fyrstu tvö árin hjá Íslenska dans-
flokknum voru eins og skóli fyrir marg-
ar okkar. Ég hafði alltaf haft góða
kennara, en það má segja, að það hafi
verið Alan Carter, sem gerði útslagið.
Hann var sérstaklega góður kennari. ”
Það er Auður Bjarnadóttir, listdans-
ari, sem hefur orðið. Auður hefur
dansað með Munchen óperunni í rúm-
lega þrjú og hálft ár, en hún kom til ís-
lands fyrir skömmu, og sýndi þá í
Þjóðleikhúsinu, ásamt dansherra
sínum, Dinko Bogdanic. Ummæli
blaða um þá sýningu og Dinkos, voru á
þá leið, að Auði hefði farið ótrúlega
mikið fram, frá því hún fór héðan. Eitt
blaðanna segir svo: „Fór héðan ung og
efnileg, en kemur nú heim þroskaðri og
sviðsvön. Tæknilega mjög góð og
túlkun hennar einlæg. ”
Eflaust er það vandalitið fyrir Auði
að sýna einlægni í dansi sinum, svo ein-
læg og elskuleg, sem hún er sjálf. Það
er jafn skemmtilegt, að hitta fyrir ís-
lending, sem hefur náð framförum er-
lendis og lætur það ekki stíga sér til
höfuðs, eins og það er hörmulegt að
hitta einhvern, sem telur sig vera of
góðan fyrir ísland, eftir að hafa náð
frama á erlendri grund. Auður er sama
„litla stúlkan”, sem fór héðan fyrir
tæpum fjórum árum, sama hlýlega
brosið einkennir hana, og það var sama
um hvað var talað, hún er hæversk og
eðlileg gagnvart frama sínum i Þýska-
landi og víðar.
Lærði hjá Eddu
„Ég fór fyrst að læra ballett hjá
Eddu Scheving þegar ég var átta ára,”
segir Auður. „Ári síðar fór ég svo til
náms við Þjóðleikhúsið, og byrjaði
með íslenska dansflokknum, þegar
hann tók til starfa árið 1973: Ég hafði
farið á námskeið í Kapmannahöfn þrjú
sumur, og til Englands fór ég um vetur-
inn 1976; og á þessum stöðum sá ég sýn
ingar, sem vöktu áhuga minn á að sjá
og kynnast ballettheiminum í öðrum
löndum. Ég skrifaði því konu, sem
hafði kennt mér í Kaupmannahöfn, og
var ballettmeistari við Múnchen óper-
una, því mér hafði verið-sagt að mestu
atvinnumöguleikarnir væru í Þýska-
landi.
„Það var eitt pláss laust við Múnch-
en óperuna, og þurfti ég að fara út, og
sýna þeim hvernig ég dansaði. Þetta var
um haustið 1977, og hefði ég þá getað
fengið vinnu þar strax, en þá var búið
að ákveða að sýna Hnotubrjótinn hér
heima, svo ég dvaldi í Múnchen í
nokkra daga, og fór svo heim. Til
Þýskalands fór ég svo aftur í febrúar
1978, og hef verið þar síðan.”
— Hvernig var þér tekið í fyrstu?
„Mér var strax tekið mjög vel, en
fólk var ákaflega hissa að heyra að ég
kæmi frá íslandi, og að einu menntun
mína, fyrir utan þessi tvö námskeið í
i >'
Rætt vid Auði Bjarna-
dóttur, listdansara
Texti: Anna Krístine Magnúsdóttir
13
...... ....
Engin heimþrá
— Færðu aldrei heimþrá?
„Heimþrá? Nei, ekki get ég sagt það,
en ég er alltaf spennt að koma heim. Ég
hef engan tíma til að láta mér leiðast,
það er alltaf svo mikið að gera. Auðvit-
að hugsa ég oft heim, og langar að sjá
fólkið mitt. Milli okkar eru sterk bönd,
og óneitanlega væri indælt að geta
skroppið heim eina kvöldstund, til að
hitta ættingja og vini. Mér finnst líka
gaman að sjá, hversu sterk bönd eru
innan íslenska Dansflokksins, og hvað
þau halda saman í baráttunni. Úti verð-
ur oft svo hörð samkeppni, og þar finn-
ur maður ekki þetta góða samband,
sem ríkir hér, á milli ballettfólksins.
Samkeppni er góð á vissan hátt, en hún
getur líka leiðst út á neikvæða braut”.
Og með þessum orðum kveður Auð-
ur bjarnadóttir. Hún átti að vera farin
úl Múnchen daginn, sem viðtalið var
tekið, til að dansa í Þyrnirósu, en hafði
fengið þriggja daga frí til að geta verið í
rólegheitum heima á íslandi með fjöl-
skyldu sinni. En hún er farin, þegar
bessar línur birtast á prenti, farin úl
pess að dansa fyrir erlenda áhorfendur,
sem meta litlu stúlkuna okkar úr ball-
ettflokknum hérna heima kannski ekki
alveg á sama hátt og við. En að sjálf-
sögðu hljótum við öll að gleðjast yfir
velgengni hennar á erlendri grund, og
vonum að hún komi aftur heim til að
dansa fyrir okkur, áður en langt um
' liður, og það sem meira er: Við vonum
Atriði úr „Paganini”, sem Auður sýndi hér heima, en það verk sýndi hún einnig á Norrænu keppninni fyrir unga dansara i Finnlandi
1979, og sigraði í þeirri keppni, og er þessi mynd tekin þar.
að við fáum aftur dansmeyna okkar al-
veg heim til íslands, með hlýja brosið
sitt, til þess að miðla þeim, sem yngri
ogóreyndari eruaf reynslu sinni. ______________
-AKM -■ »
Kodak
Ektralite400
myndavél sem
vekurathygli
meira í vöxt, að fólk frá Austantjalds-
löndunum flýi, þegar það er á sýningar-
ferð. — Ég hef hugsað mér að nota
næstu ár til að læra meira svo ég geú
miðlað af kunnáttu minni, þegar heim
kemur. Ég hef mjög gaman af kennslu,
og gæti vel hugsað mér að viða að mér
akademiskri menntun í kennslu, þvi
það er mikil ábyrgð að vera kcnnari.
Röng þjálfun getur valdið meiðslum,
sem koma ekki í ljós fyrr en löngu síij?.
ar. En ef ég kem heim, þá fer ég^glfki
svo auöveldlega aftur út”.
Falleg og stílhrein myndavél meó linsu f/6.8
— Ijósopi 24 mm. — Innbyggðu flassi —
Föstum fókus frá 1,2m til óendanlegt.
í fallegri gjafaöskju.
Háskólabolir:
Efni: 85% bómull 15% acryl
Utir: grátt m/rauðum og bláum
röndum Grótt m/svörtum og bláum
röndum Verö kr. 110—130
Körfuboltaskór:
Stærðir: 3 1/2—14
Verfl kr. 270-420
íþróttabolir
Verð fró kr. 68,- - 80,-
Buxur (tvöfaldar)
Verð kr. 80,-
Sokkar
Verð kr. 30,-
Körfuboltabolir
Verð kr. 60,- - 70,-
Velúrpeysur:
Allar stærðir
Margir litir
Verð kr. 135-247
Verð kr. 530,-
Æfingagallar
Mjúkt frotté: 90 % bómull, 10%
nælon. Margir litir.
Sportvöruverslun Verð kr- 360,—428,50.
Ingótfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Sími 11783
Fótboltar
Verð kr. 130-587.
Handboltar
Verðfró kr. 170-376
Körfuboltar
Verðfrókr. 158-670.
[M HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER Umboðsmenn
S: 20313 S: 82590 S: 36161 um allt land