Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Síða 18
 JB0>' . r I t'/ -'HK ýSM AGUR 5. DESEMBER 1981. Abba nfunda áratugaríns er komin fram Hún leikur i svuntuþeysa ogheitir: DV — HELG r Nýrómantiskar hljómsveitir verða æ meira áberandi i dægurtónlislinni og svo virðist sem tónlist þeirra leysi aö einhverju leyti af hóimi þá vél- rænu diskótóniist sem haldið hefur uppi fótmennt á skemmtistöðum síðastliðin ár. Nýrómantiska tónlist- in, eða svuntuþeysarokkið, á sér ekki langa sögu og þaö’er tæpast fyrr en á árinu 1977 sem verulegur kippur kemur i þessa stefnu, þá með Gary Numan, Taiking Heads, Ultravox, — og Human League. Fyrst i stað var rafeindapoppið litt danshæft, tónlist- in var fjarræn, kuldaieg og söngurinn tilfinníngasnauður, — og þó þessir póstar hafi allir haldið sér og ein- kenni að mörgu leyli þessa tegund (ónlistar, hefur þróunin orðið sú að margar nýrómantiskar hljómsveltir hafa færst nær popptónlistinni. lögin orðin melódiskari og hinu þunglama- lega yfirbragð hefur mestanpart verið kastað fyrir róða. Klofningur ífyrra Gleggsta dæmið, um einmitt þessa þróun, er Human League, hljómsveit frá Sheffield í Bretlandi, sem stofnuð var að sumarlagi árið 1977 af fjórum piltbörnum: lan Marsh, Martyn Ware, Philip Oakey og Adrian Wright. Á síðasta ári slitn- aði uppúr samstarfinu, Philip og Adrian héldu nafninu en hinir tveir settu á laggirnar B.E.F. (British Elec- tric Foundation) og hljómsveitina Heaven 17. Þá töldu víst flestir að Human League heyrði sögunni til þegar aðeins stæðu eftir Philip og Adrian, annar einungis söngvari og hinn nánast aukameðlimur; stjórn- andi skuggamynda á hljómleikum. En hvernig lifði hljómsveitin af? „Við héldum bara aö við værum búnir að vera,” segir Phii. ,,En ákveðin samkeppni við hina tvo rak okkur áfram í fyrstu. Viðskilnaður- inn einkenndist ekki af miklu bróöerni og við vildum sýna þeim aði okkur tækist að halda áfram. Við héldum okkur við sömu aðferðir, áttum í hatrammri deilu við Virgin útgáfuna um það að halda áfram með svuntuþeysana. Þeir vildu aö við næðum okkur I almennilegan trymbil, en við vildum sanna að hægt væri að notast einvörðungu við svuntuþeysa. Það var frumhug- myndin hjá Human League og við höfum haldið okkur við hana. Við kunnum ekki við einfaldar iausnir.” Ástarsorg hvatinn að stofnun Human League Og áður en framhald verður á þess- ari sögu um lifshlaup Human League er rétt aö fá Phil til að lýsa þvf hvernig hljómsveitin varð til. Sltkar spurningar eru jú einu sinni ómiss- andi í svona frásögn. „Það eru ákveðnar manngerðir, — þú getur ævinlega bent á þær í skóla — sem alltaf komast fyrr eða síðar í rokkhljómsveit. Við hötuðum þá. Við hófum samstarf i hijómsveit bara vegna þess að einn vina minna átti I ástarsorg og var dálítiö niðurdreginn. Hann vantaði eitthvað til þess að hressa sig við og sá þá svuntuþeysi í búðarglugga. Hann átti bágt með að trúa því hversu ódýr hann var, — svo hann festi kaup á honum. Enginn okkar hefur nokkru sinni gengið með þá ósk i maganum að vera í rokk- hljómsveit. Snortar laglfnur og snotrar stúlkur Svuntuþeysar gefa ótal möguleika og Adrian Wright heldur þvl fram að ailir geti leikið á þetta hljóðfæri, ekki þurfi annað en kveikja á apparatinu og þreifa sig áfram í tónaflóðinu. ,,En við höfum aldrei verið átta- villt framúrstefnuhljómsveit eins og Throbbing Gristle. Human League hefuralltaf samið melódíur.” Og það eru einmitt laglínurnar sem fieytt hafa Human League þangað sem hún er nú; í fremstu röð hljóm- sveita á Bretlanldseyjum. En ekki bara laglínur og snotur lög, — líka snotrar stúlkur, glys og dans, eitthvað bæði fyrir eyruogaugu. „Égákvað,” segir Phil, ,,að okkur skorti freklega bakraddir og þyrftum þvi að verða okkur úti um fólk til þess arna. Kvöld eitt stormuðum við á diskótek og konan min tók eftir þessum tveimur stúlkum sem þar dönsuðu saman. Ég fór til þeirra og innti þær eftir því hvort þær væru til i að koma með okkur í hljómleika- ferð.” „Human League hefur ætíð gert það sem enginn hefur vænst af henni, raunar einlægt tekið gagnstæðan pól í hæðina. Þegar Martin og Ian tóku pokann sinn, var nánast sjálfgefið að í þeirra stað kæmu hljóðfæraieikarar þvi allir þeir sem áður kunnu á hljóð- færi höfðu hætt, ekki satt? En við fórum þveröfugt að, — við fcngum til liðs við okkur tvær námsmeyiar sem aldrei hafa sungið nótu áður. „Okkur langar til að verða eins og Abba eða Donna Summer eða eitthvað i þá veru,” segir Phil. Eins og afgreiðslu- stúlkur Og Humao League tók hamskipt- um. Nú eru þau sex. Auk Phil og Adrain, eru tveir svuntuþeysaleikarar komnir um borö, þeir lan Burden og Jo Callis, svo og stúlkurnar tvær, Joanne Catherall og Susanne Sulley. öll eru þau ákaflega vel til höfð, eins og sagt er á fínu máli, þau mála sig, nota maskara, kohl, vara- og kinna- lit, eyeliner, og hvað þetta nú heitir allt saman! „} fyrstu gerðu allir lítið úr okkur,” útskýrir Joanne. „Og pabba minum er ekkert um strákana gefið, „hann segir að þeir líti út eins og af- greiðslustúlkur.” En hver var ástæöan fyrir þvi að stúlkurnar voru teknar inní hljóm- sveitina, þær syngja litið, enn er komiö er að minnsta kosti, dansa þess meira en lokka trúlega aðdá- endur að hljómsveitinni. En er það ástæðan? Phil svarar: ,,Ég held að konur eigi eftir að taka völdin alls staðar um þaö ieyti sem þessi öld rennur skeið sitt á enda. Ég held að þetta sé ekki lengur neinn karlmannaheimur. Um stund mun hann vera það, en komið er að leiðar- lokum, erekki svo?” Þá vitum við það. Að lokum nokkurvelvalin: „Við hötum öll það fólk sem dá- Iæti hefur á tónlist hinna „útvöldu”. Fólk , sem finnst sú tónlist ein góð sem enginn hefur heyrt eins og sjálf- stæöu listarnir eru gott dæmi um. Þaö eru svo margir, sem aðeins þykir eitthvað koma til hluta sem annað fólk getur ekki skilið. Það er fólk í Sheffield sem vill ekki tala við okkur af þvl við eigum lag á vinsældalistan- um. Það segir að þar með séum við ekki áhugaverð lengur.” Og miðað við þá skoðun ætti Human League ekki að vera áhuga- verð hljómsveit, því hvert lagið á fætur öðru hefur verið á vinsældalist- um i Bretlandi síðustu vikurnar. Fyrst „Sound Of The Crowd”, þá „Love Action (I Believe In Love)”, „Often Your Heart” — og þess mun vart lengi að bíða að lagið „Don’t You Want Me” fari sömu leið uppí efstu sæti breska listans. Abba níunda áratugarins er komin fram. Hún leikur á svuntuþeysa og heitir Human League. -Gsal. Human League

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.