Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. 26 ^Sirnpí l snyrt e not perfumed not coloured just kind Sápa Handáburður Hreinsimjólk Rakamjólk Andlitsvatn Næturkrem Talkúmpúður Hárþvottalögur snyrti- og hreinlætisvörur Mildar og hreinar vörur án allra óþarfa aukaefna fram- leiddar úr hreinustu fáan- legum efnum og sérstaklega hannaðar fyrir viðkvæmustu húð. Án ilmefna án litarefna afar mildar Útsöiustaðir eru: Vesturbæjar Apótek Glæsibær, snyrtiv. Lyfab. Breiðhoits Árbæjar Apótek Hafnarborg Laugarnesapótek Ócúlus, snyrtiv. Háaleitis Apótek Garös Apótek Holts Apótek Laugavegs Apótek Borgar Apótek MIKIÐ ÚRVAL AF PEYSUM STÆRÐIR: S-M-L.Verð kr. 220 Litir: biátt/rautt ijósbiátt/drappi. brúnt/drappi. VÖRUHÚSIÐ Trönuhrauni 6, viö hliðina á Fjaröarkaup Hafnarfiröi. Sími51070. Menning Menning Menning FUÚGANDIMYRKUR, Ijóð Helgafell, Reykjavík 1981.80 bls. í nýjum Ijóðum Kristjáns frá Djúpalæk, Fljúgandi myrkur, er talað inn í myrkrið. Skáldið sem orti sögu sálarinnar, ættaðrar úr heimi birtu, í síðustu Ijóðabók sinni, Punktur í mynd, er nú með allan hugann við hin svörtu djúp framtíðarinnar. Við því er ekkert að segja. Hugar- ástand skáldsins endurspeglast í ljóð- unum — annað væri fals. Hrafninn hefur löngum verið Kristjáni hugleikinn, vitur fugl og dul- úðugur. TALAÐ VIÐ HRAFN hljóð- ar svo: Utan úr mjallhvítri auðn árdegis kemurþú, skuggi dökkur, flöktir með húsum um hlöð, hverfur á brott undir rökkur. Nákominn mönnum, alla þó einhvers dylur. Enginn í hugþér veit eða söng þinn skilur. Ótta þú vaktir hjátrúarfulium heimi. Hvar sem dauði fór yfir varst þú á sveimi. Hvort ert þú holdtekin vá eða varnaðarboði, vanmáttur guðs eða styrkur? Hvort ert þú svarturfugl eða fljúgandi myrkur? (7) Bleikir hestar, dökkir fugl- ar, jökulvatnið kalt Getur það verið að Kristján sé að spá heimsendi?Aðsíendurtekin ferða- lok kvæðanna séu ekki persónuleg leiðarlok eingöngu heldur sé hér höfð- aðtil víðari skilnings?Auðvitaðer það aðall góðra kvæða að hafa marga fleti til skoðunar ólíkum lesendum. Bleikir hestar, dökkir fuglar, jökul- vatnið kalt — þetta eru allt myndir í Ijóðum Kristjáns sem gefa hugboð um feigð. ELLIMÖRK heitir eitt þessara ljóða, en þar yrkir skáldið um harm- kvæli ellinnar, og segir m.a.: Þó hart sé að missa handanna forna styrk sker hitt þó sárar að andanum daprast flug. Smátt verður um versagjörð. Ogþjón vorn, huga, langar að leggjast i kör og lífsvökvinn heiti um œðarnar seinkar för og hoid okkar heimtar jörð. (27) Þetta er snilldarlega ort og spaklega mælt og ættu allir læknar að læra vel og hafa sífellt í huga þegar gamalt fólk Að lokum langar mig að tilfæra lítið1 ástarkvæði, SÓLEYJAN HEIMAj (42). I látleysi sínu eykur þetta ljóð| skilning á ævafornum sannindum' sem alltaf þurfa að endurtúlkast af| hverri kynslóð, sannindum, semi annað íslenskt skáld túlkaði eitthvað á þá leið að það væri ólán manns að lenda í ferðalögum. Hér vaknar þú er hlœr i lofti Harpa, til helgireits þíns ber ég ást í meinum. Slíkt lán að fá að vaxa í þessum varpa og vera ekki hrakin burt af neinum. Vist liggur, sóley, fyrir þér að fölna er fœkka tekur sumars blíðuhótum. En harmur vor er ekki sá að sölna, nei, sá að vera siitinn upp með rótum. Ég hef líka frétt að Kristján væri kominn suður. Kannski unir hann sér ekki eins vel og skyldi? Að minnsta kosti túlka nýju Ijóðin hans sáran trega og við enn á leið inn í langan vetur. Versagjörð Kristjáns frá Djúpalæk verður okkur þá velkomin upplyfting. Krístján frá Djúpalæk á sjúkrabeði vili deyja: „Hold okkar heimtar jörð” — og hver sú aðgerð með hnífum eða lyfjum sem tefur hamskiptin er ofbeldi. Hvílíkur munur væri ekki að fá að leggja aftur augun eins og lýst er í þessu ljóði: DAGSETUR 1 dal niðri, þó dultfari, eru mórendar voðir myrkurs ofnar. Dagur hallar sér dauðþreyttur að svœfli kvölds ogsofnar. Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir Sóleyjan heima En Ijóðskáldið er ekki enn flæktur í „neti hins ókunna fiskimanns” (27), en hann er ennþá í dulargervi spámanns- ins, — sér alla hluti fyrir, því hvernig mætti hann annars mæla ef hann væri lagstur í kör? Það er gott fyrir okkkur, sem lesum ljóðin hans, að svo er ekki enn um sinn. Bætt fyrir tómlæti Hóskólatónleikar f Norræna húsinu 4. desembor. Halldór Haraldsson leikur Svftu op. 14 (Rúmenska þjóðdansa og Sónötu (frá 1926) eftir Bela Bartok. ( Margt hefur verið skrafað um frammistöðu „Háskólalýðsins” i tónleikasókn og verður víst ekki annað sagt en að liðið hafi skítfallið utan fáeinir óforbetranlegir tónlistar- unnendur. Háskólatónleikar eru ekki séríslenzkt fyrirbæri og dræm aðsókn stofnunarinnar manna að þeim er heldur ekki einkennandi fyrir ísland eitt. í grannlöndum okkar i austri og á meginlandi Evrópu er meira og minna nákvæmlega sömu sögu að segja. I Vesturheimi þrífást fyrirbæri af þessu tagi hins vegar dável. Munurinn liggur í því, að minni hyggju, að i gamla heiminum eru músíkakademíurnar slitnar víðast hvar úr tengslum við aðra hluti há- skólans, en vestra fer tónlistarnám á æðra stigi fram innan háskójanna Fyrirbærinu Háskólatónleikum verður hins vegar forðað frá því að véslast upp með því tvennu að Tónleikanefnd háskólans býður upp á sérdeilis góða tónleikaröð og að hún opnar tónleikana almenningi. Hún telst þannig í fremstu röð tónleikahaldara hér og aðeins Sinfóníuhljómsveitin fer fram úr henni í tónleikafjölda á misserinu. Ég vænti þess því að Tónleikanefndin haldi áfram ótrauð á næsta misseri. Tónlist EyjóKur Melsted Aðverja tónlistar- heiður landsins Síðustu tónleika þessa misseris lék Halldór Haraldsson. Með þessum tónleikum sínum varði Halldór tónlistarheiður landsins á Bartok-ári. Það má heita merkilegur andskoti að aldarminning Bartoks skuli hafa far- ið fyrir ofan garð og neðan í okkar annars fjöruga tónlistarlífi. Rúmensku dansarnir, úr suðausturhéruðum Ungverjalands, eru líklega vinsælasta píanóverk,, Bartoks. Þrungnir spennu og fjöri, þar til allt leysist upp i töfrandi fjar- rænu í síðasta þættinum. Ekki gefur sónatan eftir hvað spennu snertir og að auki hefur hlustandinn það aldrei á hreinu, hvort slagharpan sé melódíu- eða púra ásláttarhljóðfæri. Ég vil kenna ástandi hljóðfærisins um að Halldór virtist, aldrei þessu' vant, taka á í leik sínum, en þrátt fyrir það var leikur lians iðandi af lífi, heilsteyptur og hnitmiðaður að vanda. Með leik sínum bætti Halldór eins vel og hægt var fyrir það tómlæti sem við höfum sýnt aldarminningu Bartoks. -EM. INN í MYRKRID

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.