Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. 17 Sjónvarp HELGARDAGBÓK Sjónvarp Laugardagur 12. desember 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Þriðji þáttur. Spænskur teikni- myndaflokkur um flökkuriddar- ann Don Quijote og Sancho Panza, skósvein hans. Þýðandi: Sonja Diego. 18.55 Enska knattspyrnan. Umsjón: Bjarni Felixson. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Ættarsetrið. Þriðji þáttur. breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 21.20 Loks er spurt. Spurninga- keppni í sjónvarpssal. Sjöundi þáttur. Úrslit. í þessum úrslita- þætti spurningakeppninnar keppa lið Guðna Guðmundssonar, en með honum í sveit eru þeir Stefán Benediktsson og Magnús Torfl Ólafsson, og lið Guðmundar Gunnarssonar, en með honum keppa Gísli Jónsson og Sigurpáll Vilhjálmsson. Spyrjendur: Trausti Jónsson og Guðni Kolbeinsson. Dómarar: Ornólfur Thorlacius og Sigurður H. Richter. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 22.05 Daisy. (Inside Daisy Clover). Bandarísk biómynd frá 1965. Leikstjóri: Robert Mulligan. Aðal- hlutverk: Natalie Wood, Robert Redford, Ruth Gordon, Christ- opher Plummer og Roddy Mac- Dowall. Myndin gerist i Holly- wood á þriðja áratugnum. Hún fjallar um unga stúlku og fallvalt- an frama hennar sem Teikkonu. Stúlkan heitir Daisy og er leikin af Natalie Wood, sem lést fyrir skemmstu. Þýðandi: Dóra Haf- steinsdóttir. 00.05 Dagskrárlok. Sunnudagur 13. desember 16.00 Sunnudagshugvekja.Séra Agnes Sigurðardóttir, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, flytur. 16.10 Húsið á sléttunni. Sjöundi þáttur. Samviskubit læknisins. Þýðandi: Óskar Ingimarsson. 17.10 Saga sjóferðanna. Sjöundi þáttur. Maðurinn og hafið. Þýð- andi og þulur: Friðrik Páll Jóns- son. 18.00 Stundin okkar. Umsjón: Bryndís Schram. Upptökustjórn: Elín Þóra Friðfinnsdóttir. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 SJóiivarp næstu viku. Umsjón: Magnús Bjarnfreðsson. 20.50 Stiklur. Fimmti þáttur. Þeir segja það i Selárdal. Fyrri þáttur af tveimur, þar sem stiklað er um á vestustu nesjum landsins, einkum þó í Ketildalahreppi í Arnarfirði. Þar eru feðgarnir Hannibal Valdi- marsson og Ólafur, sonur hans, sóttir heim á hinu foma höfuðbóli, Selárdal. Myndataka: Páll Reynis- son. Hljóð: Sverrir Kr.. Bjarnason. Umsjón: Ómar Ragnarsson. 21.30 Eldtrén í Þika. Annar þáttur. Hýenur éta hvað sem er. Breskur framhaldsmyndaflokkur um fjöl- skyldu sem sest að á austur-afríska. verndarsvæðinu snemma á öidinni. Þættirnir byggja á æskuminning- um Elspeth Huxley. Aðalhlutverk: Hayiey Mills, David Robb, Holly Aird. Þýðandi: Heba Júlíusdóttir. 22.30 Spáð f stjörnurnar. Stjörnu- speki nýtur mikiila vinsælda á okkar tímum, og er talið að um 15 milljónir manna lesi stjörnuspána sína dag hvern. Vísindamenn hafa fordæmt stjörnuspekina og kalia hana hjátrú. Málið er kannað í 1 þessum þætti frá BBC. Þýðandi: Bogi Arnar Finnbogason. 23.20 Dagskrárlok. 20.40 Tommiog Jenni. 20.55 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 21.35 Dætur striðsins. Danskt sjónvarpsleikrit eftir Kirsten Thorup og Li Vilstrup. Aðalhlut- verk: Camilla Stockmarr, Lonnie Hansen, Anne Mette LUtzhöft, Maiken Helring-Nielsen og Charlotte Fjordvig. Leikritið fjallar um fimm stúlkur, sem .eru saman í bekk, og búa sig undir að taka fullnaðarpróf. í leikritinu kynnumst við stúlkunum, einkum þegar kemur að prófi um vorið. Þýðandi: Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 15. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Robbi og Kobbi.Tékkneskur teiknimyndaflokkur. 20.45 Vikingarnir. Níundi þáttur. Stórveldi í norðurhöfum. Hvað eftir annað munaði minnstu, að víkingarnir næðu undir sig Bretlandseyjum. Fyrir u.þ.b. 1000 Jóki bjfim heldur áfram mefi jót»- undirbúninflinn é mifivikudaginn. um i jólabókaflóðinu. Kynntar verða nýútkomnar bækur og rætt við höfunda. Umsjónarmenn: Egill Helgason og Illugi Jökulsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. Nalalie Wood sem Daisy Clover, fátæk stúlka sem aðeins fimmtán ára gömul verður stórsljarna. Daisy—sjónvarp laugardag kl. 22,05: Að verða stjama í Hollywood Þessi mynd er tekin árið 1966, en er látin byrja 24. ágúst 1936 rétt hjá Hollywood. Að sögn eru lýsingarnar á kvikmyndaverinu á þessum tima nokkuð nákvæmar. 24. ágúst er fimmtán ára afmælis- dagur Daisy Clover. Hún er leikin af Natalie Wood, sem nýlega er látin á sviplegan hátt. Daisy hefur gaman af að syrtgja. Hún er annars bláfátæk og býr i hús- vagni með móður sinni. Sú er ágæt- lega leikin af Ruth Gordon. Faðirinn er löngu stunginn af. Um afmælisveislu er ekki að ræða, en Daisy eyðir kvöldinu með jafnaldra sinum og aðdáanda. (Peter Helm). í Hollywood er verið að leita að táningastjörnu. Daisy er prófuð og gerir lukku. Hún fær samning við kvikmyndafélagið. Eftir það kynnist hún Wade Lewis, ungunt og fögrum manni, sem leikur í kvikmyndum og hún hefur lengi dáð. Sem sagt, allt virðist ganga henni i hag. En svo einfalt er lifið samt ekki. Hún kemst að raun um að bak við rósirnar leynast þyrnar. „Myndin er einstæð að því leyti, að hún er full af hlýju, en dregur þó upp kaldhæðnislega mynd af því hvað Hollywood-frægðin kostar þá sem verða hennar aðanjótandi” skrifaði einn gagnrýnandi um hana. Mánudagur 14. desember I9.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréltir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. Dsstur strfflains nefnist mánudags- leikritið. árum fór Sveinn tjúguskeggur yfir Norðursjó til þess að hefna fyrir fjöldamorð á Dönum, sem bjuggu á Suður-Englandi/ Með honum í för var sonur hans, Knútur ríki, sem varð höfðingi stórveldis i norðurhöfum. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. Þulir: Guðmundur Ingi Kristjánsson og Guðni Kolbeinsson. Miðvikudagur 16. desember 18.00 Barbapabbi. Endursýning. Þýðandi: Ragna Ragnars. Sögumaður: Guðni Kolbeinsson. 18.05 Jólin hans Jóka. Bandariskur teiknimyndaflokkur um Jóka björn. Annar þáttur. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Fólk að leik. Tólfti þáttur. Eskimóar í Kanada. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. Þulur: Guðni Kolbeinsson. 18.50 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 209.40 Vaka. í þessum þætti verður fram haldið, þar sem frá var horfið í síðasta Vöku-þætti og skyggnst 21.20 Dallas. Tuttugasti og sjötti þáttur. Þýðandi: Kristmann Eiðsson. 22.15 Leiðin til lífs. Mynd frá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna um vanda flóttafólks í heiminum. Sjónvarpið fékk myndina til sýningar frá Rauða krossi íslands. í myndinni segir frá starfi Flóttamannahjálparinnar og þeim árangri, sem stofnunin hefur náð. Þýðandi og þulur: Halldór Halldórsson. 22.55 Dagskrárlok. Föstudagur 18. desember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Allt í gamni með Harold Lloyd s/h. Syrpa úr gömlum gamanmyndum. Nítjándi þáttur. 21.05 Á döfinni. Umsjón: Karl Sig- tryggsson. 21.25 Fréttaspegill. Umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 22.10 Viskutréð. (The Learning Tree). Bandarisk bíómynd frá Kari Sffltrygflaaon umsjónarmaður þáttarins A döfinni. 1969. Höfundur og leikstjóri: Gordon Parks. Aðalhlutverk: Kyle Johnson, Alex Clarke, Estelle Evans og Dana Elcar. Myndin segir sögu Newt Wingers, 14 ára gamals blökkudrengs, sem kynnist kynþáttahatri og fordómum. Newt býr í Kansas-ríki í Bandarikjunum á þriðja áratugnum. Þýðandi: Jón O. Edwald. 23.50 Dagskrárlok. Laugardagur 19. desember 16.30 íþróttir. Umsjón: Bjarni Felixson. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Fjórði þáttur. Spænskur teikni- myndaflokkur um flökkuriddar- ann Don Quijote og Sancho Panza, skósvein hans. Þýðandi: Sonja Diego. I8.55 Enska knatlspyrnan. Umsjón: Bjarni Felison. I9.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Augiýsingarog dagskrá. 20.40 Ættarsetrið. Fjórði þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson. 2I.10 THX 1138 (TXH 1138). Bandarisk biómynd frá 1970. Leikstjóri: George Lucas. Aðalhlutverk: Robert Duvall, Donald Pleasance. Framtíðarsaga um samfélag manna í iðrum jarðar, þar sem íbúarnir eru nánast vélmenni ofurseld lyfjum. Ást og tilfinningar eru ekki til. Tölvur sjá um að velja til 'sambýlis konur og karla. Ein „hjónanna” uppgötva ástina og það hefur alvarjegar afleiðingar í för með sér. Þýðandi: Björn Baldursson. Ertdurtekna myndin é laugardaginn er doktor Strangolove. 22.30 Dr. Strangelove s/h. ENDURSÝNING. Bandarisk bíó- mynd frá árinu 1964 byggð á skáld- sögunni „Red Alert” eftir Peter George. Leikstjóri: Stanley Kubrick. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Sterling Hayden og George C. Scott. Geðbilaður yfirmaður i bandarískri herstöð g'etur tlug- sveit sinni skipun um að gera kjarnorkuárás á Sóvétríkin. For- seti Bandaríkjanna og allir æðstu menn landsins reyna allt hvað þeir geta til þess að snúa flugsveitinni við, en kerfið lætur ekki að sér hæða. Þýðandi: Dóra Hafsteins-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.