Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Bandaríkjamenn kallaðir heim f rá Líbýu Reagan segir þeim stafa hætta af Ubýustjórn — FBI leitar 5 f lugumanna Líbýu í USA Gaddafi varfi æfur, þegar herþolur USA gröndufiu Iveim MIG-þolum hans. og hefur alifi á hefndarráðum sífian. Reagan Bandaríkjaforseti hefur hvatt landa sína í Líbýu tii þess að yfir- gefa landið hið bráðasta og bannað bandarískum ríkisborgurum að ferðast þangað. Segir hann að Bandaríkja- mönnum sé þar hætt. UMSJÓN: Guðmundur Pótursson, og Jóhanna Þráinsdóttir. Um 1500 bandarískir ríkisborgarar eru taldir vera i Libýu, flestir við olíu- slörf. Heldur Regan því fram að þeim standi öllum hætta af Líbýustjórn. — I l<mn hefur látið ógilda allar vegabréfs-' áritanir til Líbýu. Þessi viðbrögð koma í kjölfar frétta af sveit flugumanna, sem Líbýa er sögð hafa sent til Bandaríkjanna til þess að fyrirkoma Reagan eða einhverjum ráð- herra hans. telur leyniþjónusta Banda- ríkjanna sig hafa örugga vissu um hverjir morðsendimenn Gaddafts of- ursta eru og leitar þeirra dyrum og dyngjum. Allt frá því að Bandaríkjastjórn vís- aði í fyrra líbýskum erindrekum úr landi vegna gruns um að þeir sætu um líf pólitískra andstæðinga Gaddafts hefur verið grunnt á því góða í sambúð þessara rikja. Áður höfðu nokkrir líb- ýskir útlagar verið myrtir hér og hvar í Evrópu og lék grunur á því að það væri að undirlagi Líbýusljórnar. Enda hafði Gaddafi áður í opinberri ræðu svo gott sem hótað útlögum dauða ef þeir sneru ekki af sjálfsdáðum heim til Líbýu að svara til saka fyrir mótmæli við hann. Tólfunum kastaði síðasta sumar þegar tvær libýskar herþotur réðust á tvær bandarískar herþotur yfir Mið- jarðarhafi. Líbýsku vélarnar voru skotnar niður. — Síðan hefur verið &• kreiki sá kvittur að Gaddafi leiðtogi Líbýu æli á hefndarráðum. Fjandskapur Libýu við Bandarikin hefur verið ódulinn þótt Líbýustjórn hafi borið til baka allar fréttir um send- ingu flugumanna til Bandaríkjanna. Afturköllun bandarískra þegna frá Líbýu þykja væg viðbrögð við fjand- seminni og þykir ekki óbugsandi að þau séu í reyndinni undirbúningur að frekari refsiaðgerðum Reaganstjómar- innar. í Washington er þó borið á móti því að nokkrar hernaðaraðgerðir séu yfirvofandi. Missi Líbýa Bandaríkjamennina úr landi, eins og nú horfir við, þykir það líklegt til þess að koma niður á olíuiðn- aði þeirra fyrst og fremst. Skortur á tæknimenntuðum mönnum gerir Reagan segir Bandaríkjamönnum ekki óhætt f Libýu, en er hann að undirbúa frekari refsiafigerðir? Líbýu erfitt fyrir fyrst um sinn, en á því má ráða bót með því að fá slíka starfs- krafta annars staðar, t.d. frá öðrum OPEC-löndum. Útlönd „Hugleysingi og lygari’V Líbýustjórn skoraði í gærkvöidi á Reaganstjórnina að sanna fullyrðing- arnar um að Bandaríkjamönnum í Libýu væri hætt. Var Reagan forseti kallaður „hugleysingi og lygari”. Hin opinbera fréttastofa Líbýu kall- aði nýjustu aðgerðir Bandaríkjastjórn- ar „óaðgengilegt rugl”. Var sagt að Bandaríkjamenn að störfum í Líbýu byggju í friði og nytu betri lífskjara en Reagan sjálfur. — segir Ubýa um Reagan forseta „Þessir Bandaríkjamenn ættu að krefjast sannana af Reagan,” segir i frétt Jana-fréttastofunnar. „Það hefur rækilega verið staðfest að Reagan er hugleysingi og lygari. Og það hefur verið sannað að hann hirðir hvergi um hagsmuni bandarísku þjóð- arinnar eða bandarískra fyrirtækja i Líbýu. Hann setur sjálfs sin virðingu öllu ofar. Það er einræði af hæstu gráðu,” bætir fréttastofan við. Lokast Bandaríkja- markaður íslendingum vegna hvalanna? Skorað á Reagan að beita sér í hval verndunarmálum Hvalfriðunarmál bar á góma hjá leiðarahöfundum stórblaðsins Wash- ington Post á dögunum. Var í leiðara sagt að alþjóðahvalveiðiráðið sé í þann veginn að splundrast. Tvær ákvarðanir hvalveiðiráðsins frá síðasta sumri — önnur um bann við drápi búrhvala og hin um bann við notkun kaldra skutla — eru sagðar valda ágreiningi meðal aðildarþjóða ráðsins. Fyrir nokkrum vikum lögðu Japanir fram mótmæli við báðum þessum ákvörðunum. Norðmenn og ís- lendingar hafa mótmælt ákvörðuninni um nýja gerð á skutlum. Sovétmenn þykja líklegir til að fylgja í kjölfarið. Með því að bera upp formleg mót- mæli geta einstök aðildarríki hundsað settar reglur ráðsins. En í krafti alheimsálitsins og hótana um refsi- aðgerðir Bandaríkjanna hefur hval- veiðiþjóðum verið veitt aðhald. Banda- ríkjastjórn getur bannað innflutning ftskafurða ríkis sem brýtur gegn ákvæðum hvalveiðiráðsins og einnig takmarkað fískveiðiheimildir í banda- rískri lögsögu. í leiðara Washington Post er skorað á Reagan forseta að gleyma ekki tak- markinu um að stöðva alveg hvalveiðar í stórum stíl og sýna í reynd að hann hafi meint í alvöru hótanir sínar fyrir fund hvalveiðiráðsins síðasta sumar. magnarar - tónstillar l~m T°9 hátalarar JENSENi Gunnar Asgeirsson hf. M Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 • r% Kristján Karlsson: KVÆÐI 81 Snjöll og óvenjuleg kvæði frumlegs skálds Þetta er önnur kvæðabók Kristjáns Karlssonar bókmenntafræðings. Fyrri bók hans, Kvæði, vakti mikla athygli, enda margt í henni, sem talið var tii nýunga í skáldskap hér á landi. Svo er einnig um þessa bók hans. Hún skipt- ist í fimm sjálfstæða kafla, kvæðin eru nýstárleg að efni og formum og tök skáldsins á Ijóðlistinni persónuleg og sterk. Kvæði 81 er bók, sem Ijóðaunnendur munu fagna og þurfa að eignast. SKUGGSJA BÓKABÚO OUVERS EinarGuömundsson: ÞJÓÐSÖGUR OG ÞÆTTIR /1UNDS - . wCXJ TRÍ STEIfVS SE SKUGGSJÁ Vönduð og skemmtileg sagnabók Hér er að finna hið fjölbreyttasta úrval þjóðlegs fróðleiks í bundnu og óbundnu máli, sagnir og kveðskap, sem lifað hefur á vörum fólksins í land- inu, sumt lengur, annað skemur. Segja má að sagnir séu af hverju landshorni, en mest er þó af Vestfjörðum, úr Ár- nes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýsl- um. Einar Guðmundsson er orðhagur og málsnjall og einn afkastamesti sagnasafnari síðari tíma. BÓKABÚÐ OLIVERS STEIIVS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.