Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 5
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
5
BARNA- OG UNGUNGABÆKUR
HAFA BATNAÐ SÍDUSTU ÁR
—segir Jón Sævar Baldvinsson, bókavörður í Mosfellssveit
Tvær fjöl-
þjóðaprent
BÚKOLLA
M*w*jN* Jdtatnneftttttn
þannig í sjónvarpinu að engan áhuga
vekur.”
„Hvernig bækur finnst þér vanta
mest?”
„Það er gífurlegur skortur á
fræðsluefni fyrir börn og unglinga.
Maður finnur það best þegar þau koma
úr skólunum, eiga að gera ritgerðir og
biðja um efni. Þá eru ekki til nema
níðþungar bækur. alltof erfiðar fyrir
þau.
Landabækur Bjöilunnar hafa reynzt
mjög nytsamlegar. Og bækur eins og
Fólk (frá lðunni), Svona er heimurinn
(frá Setbergi) og fleiri í slíkum dúr
koma að góðu gagni, en eins og ég
sagði, á þessum vettvangi þyrfti, að
gera mikið álak.”
Loks hristi Jón Sævar höfuðið yfir
myndasögubókunum, sem hann sagði
að færu skelfilega í taugarnar á sér.
„Það þarf að minnsta kosti að vanda
óskaplega vel til þýðinganna,” sagði
hann,” því margir unglingar hafa allan
sinn orðaforða úr þeim.”
Hins vegar var hann afar ánægður
með nýju fjölþjóðaprentin tvö, sem
íslendingar senda nú út í víða veröld,
Tröllin í fjöllunum og Búkollu.
„Þetta eru í hæsta máta vandaðar
bækur og mjög vinsælar af krökkun-
um,” sagði Jón Sævar. „Vonandi
verður framhald á útgáfu af slíku
tagi.”
-ihh.
<C
Jón Sævar Baldvinsson bókavörður.
„Börn og unglingar eru allt að 50—
60% lánþega hjá okkur. Það er ekki
nóg með að þetta er langstærsti aldurs-
hópurinn, sem notfærir sér safnið. Þau
'lesa líka flestar bækur hvert. Og svo
eru þau skilvísust,” sagði Jón Sævar
bókavörður, þegar DV sló á þráðinn til
hans til að forvitnast um börn og
bækur.
Jón Sævar er forstöðumaður bóka-
safnsins í Mosfellssveit.
„Hvað eru krakkarnir gamlir. þegar
þeir fara að velja sér bækur sjálfir?”
„Þeir koma labbandi hingað einir
alveg frá fimm ára aldri.”
Hann sagði að nýjar barnabækur,
innlendar sem erlendar, væru mjög
eftirsóttar og stönzuðu ekki inni. Þær
eru ekki lánaðar út nema eina viku
hver. Það eru alltaf svo margir sent
bíða.
fyrir stelpur og stráka. Gott dæmi er
kápan á „Einn í stríði”, með unglingi
sem greinilega er á leið i svaðilför”.
Jón sagði að kápur með friðsælum
gamaldags sveitalífsmyndum virtust
ekki höfða til krakkanna. Hins vegar
hefðu þau oft gaman af sögum í þeim
stil — ef þeir einu sinni fengjust til að
lesa þær.
Skortur á fræðslubók-
um fyrir skólakrakka
„Hafa sjónvarpsauglýsingar áhrif?”
„Já, ef krökkunum finnst þær
skemmtilegar þá örva þær eftirspum.
Vel heppnaðar auglýsingar hafa greini-
lega mikil áhrif en ég gæti líka nefnt
þér dæmi um bækur sem eru kynntar
Útlit bókanna hefur
mikið að segja
Svo sagði Jón að sér fyndist barna-
og unglingabækur hafa batnað stórlega
síðustu ár, bæði hvað snerti útlit og
innihald.
„Það gildir jafnt um erlendar sem
innlendar bækur,” sagði hann „Nú
koma fleiri og fleiri bækur, sem lýsa
umhverfí krakkanna sjálfra og vanda-
málum, sem líklegt er að þeir þurfi að
takast á við.”
Hann ságði að þessar bækur væru
mikið lesnar.
„Útlitið hefur þó mikið að segja.
Það getur alveg ráðið úrslitum um
viiisældir bókar að kápan séa girni-
leg.”
„Hvernig á bókarkápa að vera svo
hún höfði til ungra lesenda?”
„Helzt þarf að vera mikið að ske á
henni. Hún á að vera „töff”. Bæði
BÚKOLLA
Ævintýrið gamla sem allir þekkja,
með nýjum litntyndum eflir Hring
.lóhannesson listmálara.
Verðkr. 74,10
ÁSTARSAGA ÚR
FJÖLLUIUUM
Stuttur og snaggaralegur texti með
tröllafjölskyldu eftir Guðrúnu Helga-
dóttur og litmyndir eftir Brian Pilking-
ton. Verðkr. 98,80
JOLA
VERÐA í
JLHÚSINU
IDAG KL.
2-3
VEGGSAMSTÆDUR NYKOMNAR
NYJAR
VORUR
í ÖLLUM
DEILDUM
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆDU
GREIÐSLUSKILMÁLA
OPIÐIOLLUM
DEILDUM
TIL KL.6.
íKVÖLD
HUSGÖGN - TEPPI
RAFTÆKI - BYGGINGARVÖRUR
FATNAÐUR
MATVÖRUMARKAÐUR
JIS
A
□
MUNIÐ OKKAR VINSÆLU
GJAFAKORT
ER GILDA í ÖLLUM
DEILDUM
!__________________________I
lJ
a
Jon Loftsson hf.
Hringbraut 121 Simi 10600