Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 12
12
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
Þyrlur ís
lendinga
dugaað
meðaltali
íþrjúár
áður en
þær
farast
Þyrlur eru hin gagnlegustu farar-
tæki, enda eru þær notaðar með góð-
um árangri vítt og breitt um heims-
byggðina, við björgunarstörf, leitar- og
eftirlitsflug, fólks- og vöruflutninga,
byggingarvinnu og fleira og fleira sem
of langt yrði upp að telja.
Við höfum líka séð mörg dæmi um
gagnsemi þyrlna hér á landi; það liður
varla svo mánuður að einhver af björg-
unarþyrlum varnarliðsins fari ekki í
sjúkra- eða leitarflug við erfið skilyrði.
Þau eru ófá mannsltfin sem þær hafa
bjargað.
íslendingum sjálfum virðist hinsveg-
ar ætla að ganga illa að nýta sér þennan
farkost. Þær þyrlur sem fslendingar
hafa eignast, hafa yfirleitt farist tiltölu-
lega fljótt eftir að þær komu til lands-
ins. Alls hafa, frá upphafi, verið skráð-
ar þrettán þyrlur hér á landi. Af þeim
hafa níu farist. Sú tíunda var hér aðeins
í þrjá mánuði og flaug örfáa tíma áður
en hún var endursend til Bandaríkj-
anna. Af þeim þrem sem eftir eru
komu tvær til landsins 1980 og ein i lok
síðastliðinsoktóber.
Sú þyrla sem lengst hefur lifað í eigu
íslendinga var TF-DIV, lítil þyrla af
Brantley gerð sem Andri Heiðberg átti.
Hún dugði í ein átta ár. Nú kunna átta
ár að virðast ekkert ægilega iítið. En
þess ber að gæta að þyrlum er yfirleitt
ekki fiogið nema þrjú til fimmhundruð
tíma á ári hér á iandi. Litlu þyrlunum
er jafnvel lagt alveg yfir veturinn, þótt
Landhelgisgæslan haldi sínum út allt
árið. Það þarf líka að muna að hér eru
til fjölmargar venjulegar flugvélar sem
hafa veriðá ferðinni f áratugi.
Slysasagan
Fyrsta þyrlan sem skráð var hér á
landi var smávél af gerðinni Bell-47.
Hún var skrásett 10. júní 1949, en skil-
að aftur til Bandaríkjanna í september
sama ár.
Númer tvö var einnig Bell-47. Það
var TF-EIR sem var i eigu Slysavarna-
félags íslands og Landhelgisgæslunnar.
Hún var skrásett 30. apríl 1965. TF-
EIR brotlenti á Rjúpnafelli 29. septem-
ber 1971 og gjöreyðilegðist. Um borð
voru flugmaður og einn farþegi sem
báðir sluppu ómeiddir. Líklegast var
talið að misvindar hefðu verið orsök
slyssins.
Númer þrjú var Brantley þyrlan TF-
DIV, í eigu Andra Heiðberg. Hún brot-
lenti eftir hreyfilbilun, í Fáskrúðsfirði,
Skilyrðin
eru ekkert
erfiðari en
víða ann-
arsstaðar
Texti:
Óli Tynes
TF-DIV dugði iengst allra
þyrlna á íslandi eða íátta ár.
Hún brotlenti eftir hreyfilbil-
un I Fáskrúðsflrði I septem-
ber 1975.
og slapp ómeiddur, en flak vélarinnar
var selt til Bretlands.
Númer sjö var TF-LKH. Það var
meðalstór Sikorsky þyrla, S-55, í eigu
Þyrluflugs hf. Hún var skrásett hér 6.
janúar 1975 og fórst við Hjarðarnes í
Hvalfirði aðeins 11 dögum síðar. Flug-
maður og sex farþegar biðu bana. Lik-
leg orsök er talin misvindi og röng
hleðsla vélarinnar.
Númer átta var Brantley þyrlan TF-
DEV, í eigu Andra Heiðberg. Hún var
skráð hér 3. febrúar 1975. TF-DEV
eyðilagðist í nauðlendingu eftir bilun
stélskrúfu, við Urðarhólmavatn sunn-
an Arnarvatnsheiðar, 31. janúar 1978.
Flugmaðurinn, sem var einn um borð,
slasaðist.
Númer níu var TF-GRO. Hún
var af gerðinni Hughes 369 og í eigu
Landhelgisgæslunnar. Hún var skráð
hér á landi 7. apríl 1976. Þessi þyrla
flaug á loftlínu, við Búrfellsvirkjun, og
eyðilagðist, 17. nóvember 1980. Flug-
maðurinn slapp ómeiddur, en farþegi
sem með honum var meiddist nokkuð.
Númer tíu var svo smáþyrla af gerð-
inni Hughes 269. Hún bar stafinu TF-
AGN og var í eigu Hitatækja hf. Vélin
ÚF HUFRIIIFÚRÚ QT
Jr%r 11 w£iU(# ■ AlflMwi
ALLAR ÞYRLURNAR?
29. september 1975. Flugmaðurinn,
sem var einn um borð, slapp ómeiddur
en þyrlan var ónýt.
Númer fjögur var TF-GNÁ, stór
Sikorsky þyria i eigu Landhelgisgæsl-
unnar. Hún var skrásett 21. febrúar
1972. TF-GNÁ eyðilagðist í nauðlend-
ingu á Skálafelli 3. október 1975 eftir
að drifkassi í stéli brotnaði. Flugmaður
og einn farþegi voru um borð og sluppu
báðir ómeiddir. Þyrlan var við vinnu
utan í fjallinu.
Númer fimm var TF-HUG sem var
af gerðinni BeIl-47 og í eigu Landhelg-
isgæslunnar. Hún var skrásett 29. mars
1973. Þessi þyrla skemmdist í nauð-
lendingu, eftir hreyfilbilun í grennd við
Kópavogshæli, 13. febrúar 1977. Flug-
naður og einn farþegi voru um borð og
sluppu báðir ómeiddir. Flakið af þyrl-
unni var selt til Bretlands.
Númer sex var TF-MUN. Hún var
einnig af gerðinni Bell-47 og einnig í
eigu Landhelgisgæslunnar. Hún
skemmdist i nauðlendingu, vegna
hreyfilbilunar, í grennd við Vogastapa
árið 1975. Flugmaður var einn um borð
var skrásett hér 19. nóvember 1976.
Hún flaug f jörðina og eyðilagðist, þeg-;
ar fiugmaðurinn reyndi sjónflug í
vondu veðri á Mælifellssandi norðan
Mýrdalsjökuls. Það var 25. apríl 1977.
Flugmaðurinn og einn farþegi urðu úti
á leiðinni til byggða.
Þynlur númer ellefu, tólf og þrettán
eru svo nýjar, sú „elsta” þeirra var
Níunda þyrlan sem kom til landsins var TF-GRO I aprU 1976. Þessi þyrla fíaug á ktftíínu við Búrfellsvirkjun og eyðMagðist í
nóvember 1980.