Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 27
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 27 sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sé Við skoðun á hjólbarðanum fannst örlítið gat eins og eftir prjón og eigin- konan staðhæðfi að ekkert hefði verið athugavert við barðann á leiðinni til brúðkaupsins. Því virtist augljóst að hann hafði verið sprengdur á meðan Fiore hjónin voru í veislunni. Einhvern aðdraganda hafði morðið greinilega átt. Þegar birta tók af degi kom fleira i Ijós. í almenningsgarði skammt frá morðstaðnum fundu lögreglumenn skammbyssu sömu gerðar og Fiore hafði verið myrtur með. í henni voru þrjú tóm skothylki. Fundur byssunar olli lögreglunni nokkrum heilabrotum. Staðreyndin var nefnilega sú að hinir ungu ræningjar sem tröllriðu borginni voru yfirleitt heldur tregir til þess að varpa frá sérverkfærum sínum ef þau voru í nothæfu ástandi. Þessi vinnu- brögð ásamt sprungna hjólbarðanum bentu til þess að um atvinnumann hefði verið að ræða. Rannsókn á byssunni leiddi í ljós að hún var morðvopnið og það sem meira var á henni fannst fingrafar þumal- fingurs hægri handar. Yfirmaður morðdeildar rannsóknar- lögreglunnar á Manhattan Jack Doyle lét þegar renna fingrafarinu í gegnum tölvuskrá lögreglunnar í von um að takast mætti að finna það þar. En leitin bar engan árangur. Þá var leitað til alríkislögreglunnar en án árangurs. bankamanna. Á flestum baranna á East Side könnuðust barþjónarnir við hann. Og aðspurðir um með hverjum hann hefði oftast verið, var svarið að hann hefði sjaldan verið með þeirri sömu. Nú var Jack Doyle heldur betur kominn í klípu. Hann hafði verið að leita að manni sem gat haft góða og gilda ástæðu til þess að vilja Fiore feigan, en nú stóð hann frammi fyrir því að þurfa að reyna að útiloka menn af þeim langa lista sem streymdi út úr því gnægtarhorni grunaðra sem skyndi- lega hafði opnast. Þar var i flestum til- fellum afbrýði gildust ástæðna. í þeirri veiku von að þeir gætu komist á snoðir um eitthvert eitt ástarævintýri öðrum alvarlegra héJdu menn Jack Doyles á fund ekkjunar. Þeir fóru eins varlega að henni og unnt var til þess að ýfa ekki sárin um of. Það kom þó fljótlega í ljós að henni var vel kunnugt um að maður hennar hafði ekki verið við eina fjölina felldur. Hún hafði meira að segja komist að því að hann hafði oftar en einu sinni sett sér stefnu- mót við kærustur úti í bæ með því að hringja að heiman frá þeim hjónunum. Það var greinilegt að henni hafði, vægt til orða tekið, gramist þetta athæfi eiginmannsins. Lögreglumennirnir komust einnig að því að fjölskyldu frúarinnar var kunnugt um framferði Fiores og voru ættingjamir lítt hrifnir. gamall verkamaður og James Conway tvítugur vörubifreiðarstjóri hjá fyrir- tækjunum. Pri og Conway bjuggu skammt hvor frá öðrum á Brooklyn og voru góðir vinir. Einu sérkenni komust lögreglumennirnir að í fari Pris. Hann Irtafði þann leiða vana að nenna ekki að iraka sig svo dögum skipti. Meðan að á rannsókninni stóð komust lögreglumennirnir að því að Arnold var með áfbrigðum vinsæll bæði meðal starfsmanna sinna og viðskiptavina og mjög vinmargur. Hann var glöggur og gætinn í viðskipt- um og hafði á sér orð fyrir að vera vandaður til orðs og æðis. Þrátt fyrir þessa góðu einkunn gerðist Jack Doyle sífellt sannfærðari um að hann væri á réttri braut. Eftir að hafa haft gætur á Pri og Conway í nokkra daga ákvað Doyle að láta til skarar skríða. Pri varð fyrst fyrir valinu, réði þar eiginlega mestu sagna um skeggið. Hann var spurður hvort vinnuveitandi hans hefði nokkurntíma rætt við hann um fjöl- skylduvandamál sín eða hvort hann hefði einhvem tíma heyrt hann hafa horn í síðu mágs síns Fiore. Pri svaraði báðum spurningunum neitandi og þá báðu lögreglumennirnir hann um að láta það sem þeim hafði farið á milli ekki fara lengra. Pri játti því en greini- legt var aö hann varð mjög tauga- óstyrkur við yfirheyrslumar. til þess að vilja Antlíony fíore feigan. Aðeins varað hafa upp á honum. Eftirþvísem leitin varð víðtækari virtustþeir færrisem ekki hðfðu tilþess góða oggilda ástæðu. Hannyrðavörur eru hentugar Q ogþroskandi jólagjafir: MIKIÐ ÚRVAL AF útsaum, smyrna, prjónagarni, uppskrrftum. Ennfremur úrvai af tiibúnum dúkum — iöberum o.fi. Handavinnukassar og -körfur, i/m- fkertin vinsælu og ýmsar gjafavörur. Sjón er sögu ríkari. HOF INGÓLFSSTRÆT11 (GEGNT GAMLA BÍÓI) SÍM116764. Jack Doyle sneri sér nú að því að vinna út frá þeirri kenningu að um morð að yfirlögðu ráði hefði verið að ræða, en varpaði þó ekki algjörlega frá sér hugmyndinni um misheppnuðu ránstilraunina. Hann hóf nú að kynna sér feril Anthony Fiores, vinahóp hans og ættingja. Ef að um var að ræða morð að yfirlögðu ráði þá hlaut eitt- hvað í fortíð Fiores að vera ástæða til þess. Rannsóknarlögreglumaður var meðal annars sendur á skrifstofur Citi- bank á Manhattan til þess að ræða við samstarfsmenn Fiores. Rannsókn hans Leiddi í Ijós að Fiore hafði á sér fleiri hliðar en komið höfðu í ljós við yfir- heyrslur yfir nágrönnum hans. Það virtist svo sem að Fiore hefði verið með afbrigðum veikur fyrir veikara kyninu og eiginlega ekki getað séð neitt pils í friði þ.e.a.s. ef það sat sæmilega vel. Hann hafði farið á fjör- urnar við hvern þann kvenmann sem virtist sæmilega tilkippilegur, en alltaf gætt þess að láta það ekki fara hátt. Einn samstarfsmanna hans sagðist oftsinnis hafa orðið vitni að því að Fiore hringdi til eiginkonu sinnar og til- kynnti henni að hann yrði að vinna langt fram eftir nóttu, en ekki fyrr verið búinn að leggja á en hann var lagður af stað á uppáhalds veiðisvæði sitt, barina á East Side. Lögreglumennirnir lögðu nú leið sína á þessar slóðir. Fljótlega kom í ljós að Fiore var víðar þekktur en meðal Jack Doyle ákvað nú að lita ögn betur á fjölskyldu frúarinnar. í ljós kom mynd af samheldinni gamaldags amerískri fjölskyldu þar sem gömul gildi voru enn í hávegum höfð. Enn- fremur kom fram að bróður eiginkon- unnar og föður hafði snemma verið kunnugt um hvern mann Fiore hafði að geyma og að þeir höfðu krafist þess að hún yfirgæfi hann. Frú Fiore hafði þráast við augsýnilega í von um að ástandið myndi batna og fjölskyld- an hætti að hafa afskipti af þeirn hjón- unum. Síðan hafði útstáelsið á bónd- anúm heldur auklst elfilítt og reiði ættingjanna einnig í sama mæli. Sér í lagi angraði ástandið bróður frú Fiore, Arnold, sem var aðeins nokkrum árum yngri en hún. Arnold sá sjálfan sig í hlutverki föður og verndara fjölskyldunnar að hætti margra gamalla ítalskra fjöl- skyldna. Arnold bjó ásamt konu sinni og barni á Long Island og rak tvö smá- fyrirtæki í Brooklyn. Jack Doyle varpaði nú algerlega frá sér ránskenningunni og lýsti því yfir að ’héðan í frá ,,yrði miðað á máginn”. Fyrirtæki Arnolds sem voru kassagerð og vélaverkstæði voru nú könnuð niður í kjölinn. Skömmu eftir að könnunin hófst veittu menn Jack Doyles því athygli að tveir af starfsmönnum Arnoldr- komu alveg heim og saman viðlýsinguna á ódæðismönnunum. Mennirnir voru Michael Pri 19 ára Næst kom röðin að Conway og hann var spurður sömu spurninga og svörin urðu þau sömu. Við þessu höfðu lögreglumennirnir búist en þeim hafði tekist það sem til var ætlast þ.e. að koma mönnunum úr jafnvægi. Þeir tóku nú félagana til yfirheyrslu hvorn i sínu lagi og gáfu í skyn án þess að segja það beijum orðum að hinn aðilinn hefði játað á sig hlutdeild í morðinu á Fiore og jafnframt bent á félaga sinn sem þann sem hleypt hefði af skotun- um. Nokkurn veginn samtímis gáfust báðir mennirnir upp og játuðu. Þeim sagðist svo frá að Arnold hefði fengið þá til verksins og hefði verið um hefndaraftöku að ræða til þess að vernda fjölskylduheiður Arnolds. Þeim bar alveg saman um aðdraganda morðsins og öll atvik að því undan- skildu að hvor kenndi hinum um að hafa hleypt af skotunum. Þá voru tekin af þeim fingraför og komu fingraför Conways heim og saman við þau sem fundust á byssunni. Pri og Conway voru handteknir og ákærðir fyrir morðið á Fiore og nokkr- um dögum síðar var Arnold ákærður fyrir að hafa leigt þá til þess sem nefnt var í lögregluskýrslum að leysa fjöl- skylduvandamál. Þegar þetta er ritað hefur Arnold ekki enn játað að hafa átt hlut að verki og er ekki útséð hvort hann hlýtur dóm. BAKHUD Fæst aðeins hjá Jón og Óskar Laugavegi 70. Sími24910 AA og SAA bænin Hinar biöjandi hendur sem hálsmen með æðru/eysisbæninni. abecitaí^ Utsölustaðir á Austur- og Vesturlandi Ósk, Akranesi Elís Guðmundsson Eskifirði Þóra, Ólafsvík Kf. A-Skaftfellinga Hólmskjör, Stykkishólmi Höfn Kf. Hvammsfjarðar, Búðardal Kf. Fram, Neskaupstað Alltaf fyrirliggjandi Sölumenn: 83599 og 83889 SUNDABORG 9 REYKJAVÍK SÆNSK-ÍSLENSKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.