Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Blaðsíða 31
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 31 Menning Menning HVERT VAR MESTA SPELL- VIRKH)? Jón Dan: SPELLVIRKI Almenna bókafólagifl 1981 Þessi saga virðist beinlínis skrifuð til þess að sýna fólki framan í sjálft sig og samfélag sitt. Það er auðvitað gott og gilt skáldsöguefni. Önnur umbótaaðferð er varla líklegri til árangurs. Hér eru dregnar upp útlínur kunnuglegs vandamáls, sem kennt hefur verið við unglinga með vafasömum rétti. Söguhetjan sem birtist okkur er viðkvæmur drengur milli tektar og tvítugs, fórnarlamb lifsupplausnarinnar sem gerjaðist á stríðsárunum og eftirstríðsárunum. Bölvaldurinn er drykkfeldur og samviskubilaður faðir, auðnusnautt rekald frá stórflóðatíma. Siðdrukkn- un hans verður hið illa sæði sög- unnar. Móðirin er fulltrúi hinna kúguðu lífsgilda, fulltrúi þeirrar að sjálfsögðu sálarháskinn sem unglingurinn lendir í og lýsing þess hvilíkt þrekvirki það er að klífa þrituga hamra Ijónagryfjunnar miklu sem almenningsálitið, vopnað fjöl- miðlum varpar hinum fordæmda í. Hér er reynt að brjóta til mergjar daglegt vandamál í nútima samfélagi, og höfundur er að benda á að björg- unarnetið, sem á að vera fléttað úr lagaboðum, réttlæti og siðgæði, sé ekki haldbært. Þar verður meira að koma til og um framt allt mannleg ástúð eins og birtist i fari hjónanna sem pilturinn flýr til að heiman, og mannleg beiting refsivandar með þeim hætti sem fram kemur hjá full- trúa fógetans. Höfundur er að benda á hættur og leiðir. Fjölmiðlunin i allri sinni uppmálun og útvarpi eykur vá „unglingavandamálanna” með geigvænlegum hætti og eina bjarg- ráðið til mótvægis er efling og beiting gamalkunnra mannlegra dyggða — ástúðar, drenglundar, umburðar- lyndis, skapstillingar og dómvægðar — og um fram allt persónulegrar samkenndar. Hversu rammlega sem við víggirðum virki samfélagsins er sú vörn óyndisúrræði ef mannlegt hjálp- ræði brestur. Boðorð þess verða að vera lagagreinum og refsivendi ofar. Mér finnst að það sé þetta sem Jón Dan er að segja okkur með sögu sinni — og talar skýru máli. Sagan fellur öll að þessum ósi og ekki verður annað sagt en hún skili skilmerkilega boðskap sínum. Hún er hraðstreym og einföld í línum, fjörlega skrifuð og tæpitungulaus. Framrás hennar heldur eftirvæntingu vakandi, og hún er spennandi eins og reyfari. Ef til vill má segja að hún sé óþarflega reyfara- kennd, sumar úrlausnir með nokkrum himnasaendingarbrag. Og lokataflið er óneitanlega töluvert í ætt við gestaþraut. Samt sem áður kemur flest sem þarna gerist manni ótrúlega kunnuglega fyrir sjónir. Þetta er engin ýkjusaga og sögð af raunsæi og glöggskyggni á kjarna þess vanda sem fjallað er um, þetta er í senn harmsaga spillingar og sigur- ljóð mannleikans. Hvert er mesta spellvirki þessarar sögu? Því er kannski örðugt að svara, er. í sögulok er Ijóst að það er ekki aðför unglingsins að bílgarminum. Andrés Kristjánsson mannlegu samkenndar sem bjargað verður á því heimili. Hins vegar býr uppgjöfin ranglætinu þama bústað. Fyrsti kafli sögunnar heitir Glæpurinn svo sem vera ber. Frá honum verður að greina fyrst. Glæpurinn er viðbragð piltsins gegn svikum föðurins, sem gengur á bak orða sinna um aðláta drengnum eftir bílgarm með viðráðanlegu verði. Sú brigð særir hann djúpt og varanlega og hann ræðst á bilinn með hamri og offorsi. Annar kafli nefnist Iðrunin — umbrot í spennitreyju eftirkast- anna. Þá tekur vonleysið við, upp- gjöf fyrir vægðarlausu almennings- álifi. sársaukafull niðurlæging persónuleikans í greipum óttans. Loks kemur tími hugrekkisins, sem blundar djúpt í vitund sem lífsneisti þrátt fyrir allt. Endurhæfingin, björgunin, hefst, og bjargvætturinn kemur fram á sögusviðið í líki full- trúa lögregluvaldsins sem vinnur taflið með mannskilningi en ekki lögregluaðferðum. Sú glíma er löng og hörð og leiðin liggur hvað eftir annað um tæpan stig. En það er ekki annað að sjá í sögulokin en sigur hafi unnist. Að þvi leyti er sagan góð kennslubók, hafi inntak hennar og úrlausnir raungildi sem treysta má til fyrirmyndar. Þó má varla líta á söguna þeim augum. Hún veitir aðeins umhugsunarefni þeim sem þurfa á því að halda. Kja.ni og birting þessarar sögu er KINA- KVÖLD í KAFFl VAGNINUM A MATSEÐUNUM ER M.A.: _ Kjúklinga- súpa Súrsœtt, grísakjöt... nammi namm Nautakjöt í ostrusósu Pönnusteiktur kjúklingur m/bambussprotum (bambusshoots) Vorrúliur Gufusoðinn fiskur í ostrusósu KAFFI VAGNINUM Grandagarði sími 15932 : HITAVEITA REYKJAVÍKUR óskar eftir að ráða taekniteiknara til starfa nú þegar. ’ Vélritunar- og enskukunnátta æskileg. Upplýsingar um starfið gefur Örn Jensson í bækistöð Hitaveitu Reykjavíkur að Grensásvegi 1. * Spilar hvaða lag sem er meö aöeins einum fingri. • Engin sérstök þjálfiin eöa hæfileiki nauösynlegur Bankastræti 8 — Sími 27510 SÖGUR TIL NÆSTA BÆJAR eftir Steinunni Sigurðardóttur, er eitt skemmtilegasta smá- sagnasafn sem hér hefur lengi sést. Steinunu Sigurðardóttir sýnir okkur hér aÖ hún er gædd dýrmætum höfundareiginleika: lifandi og gáskafullum húmor. Bragðmikill, hressandi kokkteill Jafnvel grafalvarlegt efni sem ótal siöa- postular hafa velt sér upp úr, hlutgervingin, ofurást fólks á dauöum hlutum, veröur í meö- förum Steinunnar drepfyndin og dillandi saga, án þess aö broddurinn slævist nokkuö viö þaö. Ekki má gleyma óborganlegum frásögnum af ástalífi menntaskólanema. AÖrar sögur hafa dýpri undirtón, eins og „Draumur í dós“. Þar tekst Steinunni aÖ fjalla á áhrifamikinn hátt um átakanlega reynslu, alveg væmnislaust. SÖGUR TIL NÆSTA BÆJAR er bragÖ- mikill, hressandi kokkteill sem neyta má í einu lagi eða smærri skömmtum eftir smekk. „.... veröur maöur kátur viÖ aÖ fá í hendur reglu- lega skemmtilegt safn smásagna á borö viö þetta...“ (A.I./Dagbl.) Bræðraborgarstíg 16 Simi 12923-19156

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.