Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSlR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981 Dœmigerður aóalsmannasleöifrá fyrri hluta síðustu aldar. Víkingasleðifrá því um 800. Einhvern veginn svona gœti hann hafa verið, Gullfugl greifans í Austurríki. IBT ER TILVALIN GJÖF Af öllum farartækjum mannsins á sleðinn ef til vill lengstu söguna. Þetta einfalda óbrotna tæki, sem nú er einkum hugsað handa börnum að leika sér við, var í eina tíð jafnmikilvægt og bifreiðir, skip og flugvélar eru nú. Einn elsti sleðinn sem fundist hefur í heilu lagi er þó ekki svo mjög gamall, talinn vera frá lokum 7. aldarinnar. Hann tilheyrði raunar forfeðrum okkar víkingunum og fannst í Noregi, nánar tiltekið í stefni farmskips víkinga. Eflaust hafa þeir notað sleðann fyrst og fremst til að flytja þyngri vörur en e.t.v. hefur einhverjum hugvitssömum víkingi líka dottið í hug, að setjast sjálfur á hlassið öðru hvoru til að hraða ferðinni niður brekkurnar. Fórdæmdsynd Löngu áður en hjólið var fundið upp voru sleðar notaðir til að flytja byggingarefni, húsdýr, lík — hitt og þetta sem flytja þurfti á þeim land- svæðum þar sem hægt var á annað borð að koma við sleðum. Langur tími leið þó áður en farið var að nota þá til skemmtunar. Það er ekki fyrr en á 14. öld að myndir sem sýna sleða- ferðir til ánægju-auka eingöngu fara að skjóta upp kollinum. Og þá fyrst sjást líka myndir af sleðum sem dregnir eru af hestum, uxum, hundum eða hreindýrum. Um það leyti kemst sleðinn í hátísku. Eins og oft vill verða með dægur- flugur og tískufyrirbæri voru ekki allir sammála um gæðin eða gildið. Sú saga er til um Jóhannes nokkurn Capestrano, prédikara í Vínarborg, að hann hafi árið 1452 ráðist gegn hinni nýju sleðatisku úr stól Stefáns- kirkjunnar þar i borg. Sleðaferðir, sagði sérann, eru ósiðlegar og hættulegar. Hann fordæmdi hraðann, fyrir óöryggið, sem skapaðist, og há- vaðann reyndar líka! En ekki síst fordæmdi klerkurinn sleðana fyrir þá „dónalegu nálægð Báðir þessir sleðar eru um 1000 ára gamlir. Þeir fundust í austur- rísku ölpunum. ts-gondóli! Myndin er frá aldamótum og tekin á Tegern See / Suður- Þýzkalandi. kynjanna sem nauðsynlegt væri að sleðanum”. Þegar predikun Jóhannes- ar lauk söfnuðust 72 bændur saman á torginu frammi fyrir kirkjunni og héldu sleðabrennu til að koma í veg fyrir freistingar og umhverfismengun. Ehhvoð umþað? HUOMPLATA MEÐLÖGUM ARNÞÓRS OG GÍSLA HELGASONA í útsetningum Helga E. Kristj DREIFING FÁLKINN En yfirstéttin lét orð kirkjunna eins og vind um eyru þjóta og ekkert gat nú lengur spomað við sleðadellunni í Mið- Evrópu. Sleðarnir urðu stærri og skrautlegri, dráttardýrin fleiri og fleiri. Sleðarnir voru skreyttir dýrindis út- skurði, sætin voru bólstruð og lögð verðmætum skinnum. Miklar fjár- upphæðir voru lagðar í suma sleðana, þeir urðu stöðutákn eigenda sinna og sumir eigendanna leyfðu sér jafnvel að hafa sérstakan sleða-mann á launun við það eitt að þvo og pússa gripinn. Þá voru s/eðar stööutákn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.