Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. „íslendingar hafa ekki vaxið í áliti hjá mér eftir að ég kynntist öðrum þjóðum. Það er einhver lágkúra sem einkennir íslendinga. Þeir eru mjög innhverfir, skemmta sér óeðlilega og þjóðfélagsumræðan er ákaflega yflrborðskennd. En ég held þó að þetta sé smám saman að færast í betra horf. Tilflnningin fyrir náttúru landsins hefur vaknað og menn gera sér betur grein fyrir hver tengslin eru á milli lífsstílsins og líkamlegrar og andlegrar velferðar. ” Maðurinn sem þessi orð mælir er séra Gunnar Kristjánsson prestur á Reynivöllum í Kjós. Gunnar er í helgarviðtal- inu að þessu sinni en hann hefur látið að sér kveða íþjóðmálaumrœðunni á undan- förnum vikum. Við spyrjum hann fyrst hvað hafl komið til að hann valdi guðfræð- ina sem námsgrein. ,,Ég hafði lengi haft mikinn áhuga á guðfræði, bókmenntum og humanisk- um fögum. Mér fannst þaðeinnig mjöp alhliða nám um manninn og allan han- veruleika. Ég var alinn upp í Laugarneshverfmu, á Sundlaugaveginum. KFUM var mjög sterkt í því hverfi. Bókstallega allir krakkar svæðisins voru í því. Þar að auki var mikið um að vera á ýmsum öðrum sviðum. Sundlaugarnar voru miðpunktur hverfisins og íþróttalíf var mikið. Svoleiðis að hugurinn hvarflaði aldrei að því að hanga á sjoppum eða öðru iðjuleysi. Þetta var vinsæll og virkur félagsskapur, hann hafði einnig áhrif á mig í átt til guðfræðináms.” — Séra Gunnar lauk guðfræðiprófi 1970 og fór þá til Bandarikjanna og var þar við framhaldSnám i eitt ár. Þar lagði hann stund á guðfræði Pauls Tiilich. Eftir fjögurra ára prestskap i Vallanesi á Héraði fór hann aftur í framhaldsnám til Þýskalands í brjú ár og skrifaði þar doktorsritgerð titn Hall- dór Laxness og trúarleg hugtök og hugmyndirsem koma fyrir í Heimsljósi. „Þetta var óvenjulegt viðfangsefni miðað við íslenska guðfræði og íslenska kirkju en svona viðfangsefni eru langt frá þvi að þykja óvenjuleg í heimi guðfræðinnar. Menningin i heild hefur alltaf verið viðfangsefni guð- fræðinnar hvort sem það eru bók- menntir eða aðrar greinir lista. Mér fannst viðbrögðin frá almenn- ingi vera sérstaklega góð við þessu verki sem ég kynnti með nokkrum út- varpserindum. En bókmenntafræð- ingar og guðfræðingar hafa sýnt ákaf- lega lítil viðbrögð.” Sveftín forvitnHeg — Eftir þetta gerist séra Gunnar prestur að Reynivöllum i Kjós. Hvernig kann borgarbarnið við sig í sveit? „Þetta voru út af fyrir sig viðbrigði en ég stóð frammi fyrir þessu fyrst þegar ég var austur á Héraði. Mér fannst sveitin ákaflega forvitnileg. Mig langaði til að kynnast sveitinni og sveitarlífinu svo þetta var út af fyrir sig kærkomið tækifæri. Ég kom mér hér upp svolitlum bústofni, fyrst kindum og nú einnig hestum, og mér finnst geysilega skemmtilegt að fást við búskapinn. Ég hafði aldrei komið nálægt skepnum áður en ég held að þetta hafi allt gengið snurðulaust. Helstu kostirnir við að búa í sveit eru þessi nánu tengsl við náttúruna sem mér finnst ákafiega mikils virði. Hér er friður og ró sem gerir manni kleift að starfa að ýmsum áhugamálum utan embættisstarfa. Ókostirnir eru þeir að mér finnst ég stundum fulllangt frá borginni þar sem margt er að gerast á ýmsum sviðum. ” — Trúmálin aftur. Hvaða erindi á trúin einmitt til nútímans? „Þetta er alltaf í sjálfu sér hin stóra spurning. Afstaða manna til trúar hefur verið með ýrr~ttm hætti. Stundum hefur trúin haft mikinn meðbyr og stundum hefur hún búið við mikla andstöðu. Trúin hefur meðbyr núna. Ég held að það stafi af því að menn spyrji um merkingu þessa lífs; menn spyrja um lífstilgang og lífsinnihald. Og það er spurt um gildismat í þessu lífi sem eitt- hvert mark sé á takandi á þessum miklu auglýsingatímum þar sem allir eru að skara eld að sinni köku. Mönnum finnst þeir ekki lengur geta treyst og trúað neinum. Það er spurt um lífs- skoðun en spuming um lífsskoðun er alltaf spurning um trú. Þá held ég að fólk spyrji um það sem er ekta og það sem gefur einhver raunveruleg svör við spurningum manna til dæmis um til- gang eða innihald lífsins. Ég held að á þessu sviði eigi trúin erindi. Kirkjan þarf einmitt að átta sig á því hvaða spurningum hún eigi að svara á hverjum tíma.” Prestakirkjet — Staða og hlutverk prestsins? „Staða prest--ins hefur náttúrlega breyst gífurlega mikið hér á íslandi og um allan hinn veslræna heim á síðustu áratugum. Þetta helst í hendur við þjóðfélagsbreytinguna. Vegur hans hefur á ýmsan hátt minnkað og hann er ekki eins áberandi í þjóðlífinu þótt hlutverk hans hafi ekkert breyst í eðli sínu. Ég held hins vegar að prestar séu að öðlast sterkari sjálfsvitund aftur. Á hinum miklu uppgangstímum þjóð- félagsins á síðustu áratugum hafa hug- myndir presta um hlutverk sitt og tilgang í samfélaginu kannski verið svolitið efablandnar. Þetta er að breyt- ast núna. Prestar finna að þeir eru eftirspurðir.” — Hlutverk leikmanna í kirkjunni? „Þetta er eitt af stóru málunum. Kirkja okkar hefur ekki tekið nógu skipulega á þessum málum ennþá. Kirkjan er í sjálfu sér ekkert annað en leikmannahreyfing. En því miður hefur kirkjan hérna fyrst og fremst verið prestakirkja i vitund fólksins. Við getum með miklum sanni sagt að kirkjan á (slandi sé prestakirkja. Það er mjög slæmt og raunar hennar stærsti galli og alvarlegasti feill.” Aukaþarfáhríf leikmanna „Flestallar kirkjur í heiminum, meira að segja kaþólska kirkjan, hafa gert mjög mikið að því á undanförn- um árum og áratugum að virkja leik- mennina á allan mögulegan hátt. Bæði í sambandi við guðsþjónustuna og við ýmislegt starf sem unnið er á vegum safnaðarins. Til þess að virkja leik- manninn þarf að gera ýmislegt, það þarf að koma honum inn i stjórnkerfi kirkjunnar, það þarf að virkja hann miklu meira í hinni guðfræðilegu umræðu. Þetta höfum við aðeins verið að reyna í Kirkjuritinu með þvi að auka hlut leikmanna í umræðunni. Ef kirkjan á að skipta sér af þjóð- félagsmálum á einhvern kerfisbundinn hátt getur hún aldrei gert það nema hún taki leikmennina gilda. Við sjáum þetta í kirkjum erlendis til dæmis i Þýska- landi. Þar eru leikmenn um það bil tveir af hverjum þrem í öllu stjórnkerfi kirkjunnar. Þarna koma saman fag- menn á ýmsum sviðum. Þegar kirkjan ræðir um frið, vigbúnað og afvopnun eru það ekki aðeins guðfræðingar sem um þau mál fjalla heldur eru það fær- ustu menn á þessu sviði í þjóð- félaginu sem eru jafnframt leikmenn í kirkjunni. Þeir eru líka kirkjan. Þetta eiga islendingar erfitt með að skilja vegna þess að þeir þekkja aðeins prestakirkju, embættismannastofnun. Ég held að skilningur presta hér á iandi sé vaxandi á því að auka þurfi áhrif leikmanna innan kirkjunnar. En það er ennþá langt i land. Því miður. Það sem um er að ræða er endur- skoðun á sjálfsskilningi kirkjunnar og öllum starfsháttum hennar. — Séra Gunnar hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við. Hann rit- stýrir Kirkjuritinu, er í stjórn Lífs og lands, stofnandi Lúthersfélagsins á íslandi og mikill áhugamaður um trúarlega myndlist. „Ég hef áhuga á myndlist og mér hefur fundist myndlist i íslenskum kirkjum ákaflega bágborinn. Maður hefur það á tilfinningunni að kirkjan sé löngu hætt að vera vettvangur fyrir skapandi menningarlíf eins og hún hefur þó oftast um allar aldir verið. Allt í einu vöknum við upp við það á íslandi að kirkjan er löngu hætt að vera skapandi. Öll skapandi myndlist fer fram fyrir utan kirkjuna og ekki í hennar þágu. Mikill hluti af altaris- töflum er hálfgerð miðlungsverk þó innan um séu fleiri meistaraverk íslenskra listamanna en flesta grunar. Kirkjan mikill starfs vettvangur Mér finnst þetta vera ákaflega mikið mál þvi þetta snertir líka sjálfsskilning kirkjunnar. Aftur spurning um stöðu leikmannsins. Hvort henni sé óhætt að taka listamanninn gildan. Hvort henni sé óhætt að sleppa listamanninum laus- um innan sinna veggja. Ég held að ef hún tekur ekki þessa áhættu, þá vill hún alls ekki vera skapandi, þá vill hún vera íhaldssöm og halda sér við troðnar slóðir. Þess vegna hef ég sett mig i samband við guðfræðinga erlendis sem sinna þessum málum og reynt að skapa svolitla umræðu um þessa hluti hérna bæði meðal guðfræðinga, myndlistar- manna og safnaðarins. Og mér finnst viðbrögð myndlistarmanna hafa verið góð. Þeir sjá að kirkjan er ekki siður nú en alltaf áður í sögunni mjög spennandi starfsvettvangur. Þar að auki er hún mikill starfsvettvangur. Aðeins á Reykjavíkursvæðinu eru tíu kirkjur annaðhvort á teikniborðinu eða í byggingu og það er ekkert smáverk- efni sem býður myndlistarmannanna.” Misskilningur um Lúther veður uppi — Lúthersfélagið? „Það er nú svo að þekking á Lúther er af býsna skornum skammti á íslandi. Og það hefur komið í ljós að engin af helstu ritum Lúthers eru til á íslandi og hafa aldrei verið. Svo að íslendingar hafa allt frá siðbótinni haft ákaflega takmarkaða möguleika til að kynna sér Lúther. Enda sér maður að það veður uppi misskilningur og rangtúlkun hér á iandi á bókstaflega öllu sem Lúther snertir. Núna hefur vaknað mikill áhugi á Lúther um allan hinn lútherska heim og tengist hann 500 ára afmæli Lúthers sem er 1983. Mér fannst vanta sérstakan félags- skap manna sem hefðu áhuga á Lúther, en þeir eru álíka margir úr ýmsum stéttum. Guðfræði Lúthers er spennandi, hún er byltingarkennd og olli á sínum tíma miklu umróti í þjóðfélaginu og kirkjunni. Ég held að við höfum þörf á svona umróti; ekki á yfirborðskenndan hátt, heldur á yfir- vegaðan og vel undirbúinn hátt.” Nú, starfið í Lífi og landi byggist á skilningi mínum á guðfræði og kirkju. Guðfræðingurinn á að vera heima í hinni þjóðfélagslegu umræðu. Ekki síst I þeirri umræðu sem Líf og land hefur reynt að beita sér fyrir, það er að segja um umhverfismál í víðtækum skilningi. Hvaða þættir eru það sem móta mann- inn og að hve miklu leyti mótar maðurinn umhverfi sitt? Þetta er allt viðfangsefni guðfræðinnar og hefur alltaf verið? Hvernig maðurinn umgengst sköpunarverkið? Hvaða gildismat ræður gerðum mannsins? Hver mótar þetta gildismat? Hvers vegna fer maðurinn illa með nátt- úruna? Hvers vegna nýtur hann ekki samvistar við náttúruna? Einnig er umhverfi mannsins i víðari skilningi viðfangsefni guðfræðinnar. Umhverfi er ekki aðeins náttúran og skipulagið, það felur einnig i sér andlegt umhverfi mannsins, það er listin í þjóðfélaginu, það er arkitektúrinn í þjóðfélaginu, fjölmiðlar, skólar og það er ýmislegt í hinni þjóðfélagslegu umræðu sem skapar þennan heim sem við búum við. Ég held að ég hafi lært að tengja þessar spurningar við guðfræðina og kirkj- una.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.