Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. Jóla- sveinar r a Strigapoki fyrir jólapóstinn Jólapósturinn fer að berast inn um bréfalúguna næstu daga. Þeir sem halda þeim sið að opna ekki jólapóst- inn fyrr en á aðfangadagskvöld hljóta að safna póstinum saman á einum stað. Þá eru pokar úr striga- efni fyrir jólapóstinn vinsælir. Auk þess sem póstpokinn hefur notagildi er líka skemmtilegt að setjast niður og dunda við að sníða, klippa og líma. Jólaföndrið er ágætis fjöl- skylduskemmtun. Börnin, sem eru oftast dálítið óþreyjufull þessa síð- ustu viku fyrir jól, kunna vel að meta stund með fullorðnum við jóla- föndur. Efnið sem þarf að hafa við höndina, til að búa til póstpoka er strigi, skábönd, filt og lím. Á skýring- armyndum, sem fylgja hér með, sjáið þið að það þarf eina sex liti af filti, rautt, hvítt, grænt, svart, brúnt, biátt og húðlit í andlit litla jólasveinsins. Teikningarnar lét okkur i té Selma Jónsdóttir, auglýsingateiknari og húsmóðir i Fossvoginum. Hún sagði okkur einnig að verkið ætti ekki að taka nema eina og hálfa klukku- stund. Striga og filt er víða hægt að kaupa, til dæmis í Skiltagerðinni á Skólavörðustíg. -ÞG. CSmit huröir Nú ef poki undir jólapóstinn er þegar fyrir hendi á heimilinu, fengum við fleiri hugmyndir að jólaföndri hjá Selmu Jónsdóttur. Til dæmis jóla- sveinastrák og stelpu úr filti, sem sett eru á rauðan silkiborða og hengd eru á hurðir eða veggi til skrauts. Grænt filt er neðst, en fyrst byrjið þið á því að sníða jólasveinastakkinn (rautt filt) og klippið svo græna filtið eftir honum. Teikningarnar skýra sig annars sjálfar. Það sem þið þurfið til að útbúa þessa jólasveina er filt, fimm litir, skæri, lím, rauður silki- borði og góður tússpenni. Þá er ykkur ekkert að vanbúnaði til að hefjast handa. Við óskum ykkur góðrar skemmtunar við jólaföndrið. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.