Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐ1D& VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. MMMUWBMmm fijálst, aháá daghlað Útgófufólag: Frjáb fjölmlökin hf. Stjórnarformaöur og útgófu*tjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. FramkvaamdastjóH og útgAfustjóri: Höróur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjónsson og Ellort B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. ; Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingótfur P. Stainsson. Ritstjórn: Sfflumúla 12—14. Auglýsíngar: Sfflumúia 8. Afgreiflsla, óskrtftir, smóauglýsingar, akrifstofa: Þverholti 11. Sfmi 27022. Sfmi rftstjómar 88611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfflumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Askriftarverfl á mónufli 100 kr. Verfl f lausasöiu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Einokun á undanhaldi Á þessu ári hefur dregið til verulegra tíðinda í fjöl- miðlaheiminum. Fyrst má telja tilraun Vilmundar Gylfasonar til að gefa út sjálfstætt vikublað. Þing- maðurinn vildi ekki una forskrift flokksagans í mál- gagni flokks síns, Alþýðublaðinu, og braust til sjálf- stæðis í Nýju landi. Enda þótt virðingarverð viðleitni hans hafi beðið skipbrot eftir sex vikna útgáfu, sýndi sú uppákoma glögglega, hversu höllum fæti flokks- málgögn á borð við Alþýðublað, Tímann og Þjóðvilj- ann standa. Jafnvel menn í innsta hring finna til þess ófrelsis, sem flokkslínan setur þeim. Lesendur, allur al- menningur, hafa ekki síður orðið fráhverfir slíkum málgögnum, sem líta alla atburði, menn og málefni, með flokkspólitískum gleraugum. Sameining síðdegisblaðanna tveggja veldur meiri straumhvörfum heldur en útgáfa Nýs lands. Lengi hefur verið viðurkennt, að dagblöð á íslandi væru of mörg fyrir ekki stærri markað. Aðstandendur Vísis og Dagblaðsins hafa horfst í augu við þessa stað- reynd og telja réttilega að eitt blað standi sterkar að vígi í samkeppni fjölmiðlanna heldur en tvö. Nýtt og stórt eftirmiðdagsblað býður upp á meiri þjónustu, aukið aðhald gagnvart valdhöfum og aukin áhrif frjálsra fjölmiðla. Fjölmiðlar gegna svo þýðingarmiklu hlutverki í þjóðfélaginu, að sjálfstæði þeirra og sterk staða gagn- vart opinberum afskiptum eða flokkslegum fyrir- mælum er grundvallaratriði lýðræðis og mannréttinda. Þriðji atburðurinn, þegar rætt er um breytingar í heimi fjölmiðlanna, er myndbandavæðingin. Kapal- sjónvörp í fjölmennum hverfum og byggðarlögum hafa á svipstundu gerbreytt viðhorfum til útvarps- og sjónvarpsreksturs. Deila má um lögmæti þeirrar þró- unar, og tæplega verður sagt að hinar nýju sjónvarps- útsendingar séu vandað efni í háum gæðaflokki. En þær eru fyrsti vísir að því sem koma skal, og engum vafa undirorpið, að ef slíkar sjónvarpsstöðvar fá að þróast og eflast, eru þeir einstaklingar sem að þeim standa fullfærir um að bjóða fram það efni sem stenst kröfur menningar jafnt sem afþreyingar. Kapalsjónvörpin og vinsældir þeirra hafa gert það að verkum, að nú má heita fullvíst að einkaréttur ríkis- ins á útvarpi og sjónvarpi verði afnuminn. Afturhaldsmenn og menningarvitar, sem ætíð þykjast geta haft vit fyrir öðrum, streitast vitaskuld á móti og mæla einokuninni og ríkisforsjánni bót. Frelsi fólksins til sjálfsákvörðunar, sjálfsögð mannréttindi, hefur ávallt verið fótum troðið af mönnum sem tileinka sér þann hugsunarhátt, að þeir einir viti allt best. Einokun er þeirra ær og kýr. í Noregi hefur skrefið þegar verið stigið. Fjölmargar útvarpsstöðvar hafa verið opnaðar og það sama mun gerast hér. í kjölfarið fylgir bylting í fjölmiðlaheimin- um. Sjálfsagt munu spretta upp margar smáar stöðvar, sumar misheppnaðar og andvana fæddar. En alveg eins og í blaðaheiminum munu þau öfl að lokum ná saman, sem höfða til hlustenda og áheyrenda með góðri þjónustu, sjálfstæðu efnisvali og heilbrigðu að- haldi. gagnvart langstærsta fjölmiðlinum, Ríkisút- varpinu. Ríkisútvarpið á ekki að óttast þá samkeppni, heldur fagna henni. Allir heiðarlegir fréttamenn og skyni bornir íslendingar skilja og skynja að máttur frjálsra fjölmiðla verður áhrifameiri með sterkum óháðum dagblöðum og afnámi einkaréttar ríkisins. Einokun á sviði fjölmiðlunar heyrir fortíðinni til. ebs. Á laugardegi Á laugardegi Jolakveðja fra Hallormsstaö Héðan berast ekki jólakveðjur í formi bjölluhljóms því kirkja fyrir- finnst engin á þessum stað. Okkar jólakveðja verður hljóðiát og hógvaer eins og hæfir landsbyggðarlýð, sem kominn er upp á Aðalheiði í Reykjavík. Að Hallormsstað í Skógum var frá gamalli tíð kirkja helguð Pétri postula og þar var prestssetur til 1880. Eftir það var sókninni þjónað frá Þingmúla og Vallanesi til ársins 1895 en þá var kirkjan lögð niður. Eina sýnilega vísbendingin um sérstaka sókn hér er gamli kirkjugarðurinn. Þar hvílir margt mætra manna og kvenna og enn er stöku sinnum greftrað í honum. Þessum fornhelga reit hefur Jón Loftsson, núverandi skógar- vörður, sýnt mikinn sóma og auk annars látið gera um hann snoturlega hlaðinn vegg. Að vera á Hallorms- stað í desember er eins og að búa í jólakorti að minnsta kosti var sannkallað jólakortaveður þegar ég kvöld nokkurt fyrir skömmu rölti stefnulaust út í kyrrðina. Voð- felldur snjórinn hékk í stórum flygsum á greinum trjánna rétt eins og Huldan úr töfraveröld þeirra Grimms bræðra hefði burstað dúnsængina sípa venju fremur. Fullt tungl setti silfuirönd á fljótið og sveipaði um trén ævintýrabirtu. Frá arineldum húsanna fetuðu reykjar- strókar lóðrétt upp í fjarskann og báru með sér seiðandi lykt af brennandi birki. Þar með voru öll skilningarvit innvígð í hina rómantisku kvöldstemmningu. Fyrr en varði stóð ég í kirkjugarðinum gamla og við mér blasti myndarlegur legsteinn með áletruninni: Hér hvílir Sigurður Gunnarsson prófastur, riddari af Dannebrog við hlið konu og dóttur. F. 10. okt. 1812. D. 22. nóv. 1878. Blessuð sé minning þessa merka og góða manns. Árið 1830 kom austur á Firði ungur maður norðan af Langanesi. Hann hét Sigurður Gunnarsson og hafði í hyggju að nema gullsmíði. En for- lögin ætluðu honum annað hlutskipti og fyrir tilstuðlan góðra manna lagði hann út á braut þá sem nefnd hefur verið æðri menntun og lærði undir skóla hjáGuttormi prófasti Pálssyni í Vallanesi. Síðan fór hann í Bessa- staðaskóla og útskrifaðist þaðan árið 1839. Eftir skólanámið gerðist Sigurður fylgdarmaður • Björns Gunnlaugssonar yfirkennara á land- mælingaferðum hans um hálendið og einnig fór hann um öræFin ásamt danska náttúrufræðingnum Schytte. Vorið 1841 kvæntist Sigurður Bergljótu elstu dóttur Guttorms í Vallanesi og stofnaði heimili eystra. Árið 1861 fékk hann veitingu fyrir Hallormsstað eftir að hafa verið prestur að Desjarmýri í 17 ár. Að Hallormsstað byggði séra Sigurður nýja kirkju og endurreisti öll hús staðarins. Af samsýslungum sínum var hann kjörinn til að sitja þjóðfundinn 1851 og upp frá því var hann þingmaður til dauðadags. Eftir þjóðfundinn stóð hann í per- sónulegu bréfasambandi við Jón for- seta meðan báðir lifðu.Sigurður var fræðimaður, fékkst við ritstörf og hóf að gefa út Iðunni. Á þessum tím- um þorði almenningurvarla út fyrir túngarð heima hjá sér sökum ótta við útilegumenn og stóð hjátrúin ýmsum framförum hreinlega fyrir þrifum. Sigurður átti drýgstan þátt í að kveða niður útilegumannatrú og mátti djarft úr flokki tala, hann sem fórVonarskarð fyrstur manna á síðari tímum. Maður sem svo fjölþættum gáfum var gæddur hlýtur að hafa verið frábær kennimaður en ekki nægði það séra Sigurði og var honum ekki síður annt um líkams- en sálar- heill sóknarbarna sinna. Hann hafði lækningaleyfi og var um tíma eini læknirinn á öllu Austurlandi. Hann dó fyrir aldur fram úr lungnabólgu, nýkominn heim úr sjúkravitjun og var til moldar borinn í kyrru og köldu veðri fyrir 103 árum. Sigurður Gunnarsson var harmdauði öllum Austlendingum og fylgdu þeir margir til grafar þessum mesta höfðingja sínum. Ég reika út úr kirkjugarðinum eftir að hafa um stund gleymt mér við leiði þessa merkilega manns. Elísabet var ein þriggja dætra séra Sigurðar er upp komust. Giftist hún Páli stúdent Vigfússyni og bjuggu þau að Hallormsstað. Þeirra börn voru Guttormur Pálsson skógar- vörður og stjórnandi Húsmæðra- skólans á Hallormsstað. Sonur Sigrúnar er Sigurður Blöndal, skóg- ræktarstjóri ríkisins. Hvað sem öðru líður er nú Hallormsstaður frægari fyrir skóginn en Guðskristni þó hér hafi setið góðir klerkar. Þegar Sigurður Gunnarsson kom að Hallormsstað hafði verið gengið nærri þeim skógi sem í dag skapar jólakortaumhverfið. Sigurður varð til þess fyrstur manna að láta sér apnt um skóginn. Hann hætti að mestu kolagerð, notaði við aðeins til heimilis og hann hélt ekki geitur svo sem áður hafði tíðkast,en þær eru vá- gestir í skóglendi. Niðjar séra Sigurðar sáðu ekki miklu guðsorði opinberlega, en lögðu þeim mun meiri rækt við skóginn. Án þess að rýra þátt nokkurs manns má fullyrða að skógurinn í dag sé þeirra verk að mestu og nægir í því sambandi að nefna Guttorm Pálsson og Sigurð Blöndal, sem voru skógarverðir hér hvor á eftir öðrum í sex eða sjö áratugi. Þó héðan úr skóginum berist hvorki helgir söngvar né bjölluhljómur erum við hér alls ekki farin að trúa á trunt, trunt og tröllin í fjöllunum. Fáir staðir islenskir leggja meira af mörkum til að gera heimili jólaleg og umhverft allt en einmitt Hallormsstaður. Um þessi jól fara héðan rauðgrenitré inn á nálega 1300 heimili en þau eru hin einu sönnu jólatré og fyrir nokkrum dögum lét Jón Loftsson skógarvörður fella 11 metra hátt sitkagrenitré sem nú logar í ljósum við aðaldyr Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Og í höfuðstaðinn halda bílar hlaðnir arinviði svo hitaveitufólk geti kastað birkikubbi á eldinn og lífgað upp á tilveruna. Tunglið yfir Hallormsstaðahálsi er eins og ostur og ég rölti heimleiðis. Einar Georg Hallormsstað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.