Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. 3 Vigdís Finnbogadóttirforseti ts- lands eyðir jólunum með jjöl- skyldu sinni og dansar í kringum jólatré á aðfangadagskvöld með börnunum. D V-mynd Einar Ólason. Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands: ÁIÓL- UNUM ER|G ÞJONN BARN- ANNA — oggeriallt semþeimþykir skemmtilegast ogbezt ,,Á jólunum er ég fyrst og síðast þjónn barnanna í mínu umhverfi. Ég geri allt sem þeim þykir skemmtilegast og bezt, jafnvel spila ég rommí og það voðalega spil marías fram eftir kvöldum,” sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er við spjölluðum við hana um jólin á forsetaheimilinu. , ,Við förum alltaf í kirkju á aðfanga- dag og á eftir borðar fjölskyldan saman. Við höfum venjulega haft rjúpur eða reykt svínakjöt á aðfanga- dag,” sagði Vigdís. Síðar um kvöldið förum við í heimsókn til annarra í fjöl- skyldunni, þar sem eru yngri börn, og veitum þeim þá gleði að dansa í kringum jólatré. Það hefur verið hefð hjá mínu fólki í þrettán ár. Á jóladag fer ég alltaf i heimsókn til vinafólks i Mosfellssveit og dvel þar allan daginn. Hjá því er sundlaug og ef snjór verður er margt fyrir börnin að gera þar. Á annan dag jóla fer ég á frumsýn- ingu i Þjóðleikhúsinu. Það líður varla sá dagur að ég líti ekki eitthvað í bók og jólin eru þar engin undantekning. Auk þess finnst mér engin jól án tónlistar. Þá hef ég sérstakt yndi af barrokk-tón- list og flautukonsert finnst mér ein- hvern veginn alltaf tilheyra jólunum. Áramótin eru hefðbundin hjá mér. Ég eyði kvöldinu með fjölskyldunni. Við fylgjumst með brennu Leikfélags Reykjavíkur á Grímsstaðaholtinu og rennum síðan um bæinn ogskoðum aðrar brennur. Það er alltaf farið snemma að sofa hjá mér á nýársnótt. Mér þykir gott að njóta fyrsta dags árs- ins í hvíld og i góðu skapi,” sagði for- seti íslands. -ELA. ’ ' GUÐHÚN A. símonar BESSIBJARNASON segir sögur og syngur fyrir börnin Y“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.