Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Síða 1
Sniff-faraldurinnhægirekkertásér: Fjórtán ára á gjör gæzlu eftir sniff —„ Verðurað sýna unglingunum fram á að þetta er stórhættuleg iðja," segir borgarlæknir „Fyrir utan það að vera eitur í orðsins fyllstu merkingu veldur lím- sniff og sniff af öðrum lífrænum upplausnarefnum alvarlegum lifrar- skemmdum. Efnin éta upp fituna i miðtaugakerfinu og þá er einnig hætta á heilaskemmdum af þessum völdum,” sagði Skúli Johnsen, borgarlæknir, er DV ræddi við hann í morgun. Fjórtán ára unglingur liggur nú þungt haldinn á gjörgæzludeild Borgarsjúkrahússins eftir að hafa misst meðvitund við sniff. Ekki er vitað hvaða efni pilturinn hafði í fórum sínum en talið er líklegast að þaðhafiveriðlím. Lítið lát virðist ætla að verða á snifffaraldrinum, sem gengið hefur yfir borgina undanfarið ár og jafn- vel lengur. Nota unglingar ýmis efni til að komast í vimu; bensín, frostlög, kveikjaragas, lím, þynni og mörg fleiri efni. „Þetta er ákaflega erfitt vanda- mál,” sagði borgarlæknir í morgun. „Efnin eru svo mörg að það er ói erningur að gripa inn í útbreiðslu þeirra með bönnum. Sniff-æði hefur skotið upp kollinum af og til en dett- ur upp fyrir eins og önnur tízkufyrir- bæri. Það eina sem hægt er að gera er að auka fræðsluna í þessunt efnum og sýna unglingunum fram á að þetta er stórhættuleg iðja,” sagði Skúli Johnsen borgarlæknir. —SSv. Efnahags- áætlunin erað fæðast — drög að yf irlýsingu tekinfyrirá aukafundi ríkis- stjórnarinnar „Útlínurnar eru komnar. Drög að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um efnahagsáætlun voru lögð fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Yfirlýsingin er unnin af efnahags- og ráðherranefndinni,” sagði þingmaður I stjórnarliðinu i við- tali við DV í morgun. Þingmaðurinn sagði, að nokk- ur ágreiningur væri enn um, hvernig niðurskurður ríkisút- gjalda yröi útfærður. Annar for- ystumaður í stjórnarliðinu sagði í morgun, að yfirlýsingin væri ekki „nógu skörp” að ýmsu leyti og þyrfti lagfæringar við. í henni væri ekki minnzt á vísitöluna. Hann sagði, að óliklegt væri, aö pakkinn kæmist saman i dag og tæplega á morgun. Ríkisstjórnarfundur hófst klukkan 9 I morgun, þar sem sér- staklega verður reynt að koma efnahagsáætluninni i höfn. Ríkis- stjórnarfundir eru annars ekki haldnir á miðvikudögum. Fyrr I morgun hafði ráðherra- nefndin um efnahagsaðgerðir komið saman til fundar. Gert var ráð fyrir i morgun, að samkomulag mundi byggjast á þeim atriöum, sem DV greindi frá í gær, Framsókn mundi bakka með kröfur um skerðingu vísitölu og Alþýðubandalagið með ýmsar kröfur um aukna skattlagningu. __________— HH/HIRB Enginn heyrði örvæntingar- hrópgömlu hjónanna — sjábls. 14 Stórgos íGeysi Geysisgosið sem DV-menn fremköH- uðu í gœr. Viöstaddir töldu gos- stróklnn hafa náö 40—50 metra hæð. Sumir heimamenn höfðu 6 orði að þeir hefðu ekki sóð stórkostlegra gos í marga áratugi. Sjá frétt á baksiðu. DV-mynd: Friðþjófur. — veitir menningar- verðlaunog viðheldurþriggja áragamalli hefð Dagblaðið og Visir mun á næst- unni heiðra listamenn með ntenn- ingarverðlaunum fyrir frammistöðu á liðnu ári. DV mun þannig viðhalda þriggja ára gamalli hefð. Verðlaun verða veilt fyrir cflir- taldar greinar: lciklist, bókmenntir, tónlist, myndlisl, arkiteklúr og kvik- myndir. Verðlaunaveiting Dagblaðsins mæltist jafnan vel fyrir meðal lista manna. Aðalsteinn Ingólfsson lislfræð- ingur mun hafa yfirumsjón með þessu starfi á vegunt DV. Nefndirnar sem velja vcrðlauna- hafana eru ýmist fullbúnar eða í þann veginnaðverðaþað. —HH Lausn bátakjaradeil- unnarísjónmáli? „Ræðst á fundinum ídag” — segir Guðmundur HaHvarðsson. Greiðslurúrverk- fallssjóði að hefjast „Ég á von á að það fari að ganga saman i bátakjarasamningunum. Annars ræðst þetta á fundinum i dag,” sagði Guðmundur Hallvarðs- son, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, í viðtali við DV í morgun. Sagði Guðnmndur að á sátta- fundi samningai.einda útvegsnianna og sjómanna I gær hefði koniið upp nýr flötur á málinu sem vonazl væri til að gæli orðið til lausnar dcilu bátasjómanna. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig unt á hvaða grundvelli samningatnenn ræddu máiið nú cn framhaldið réðist væntanlega á fundi sem boðaður hefur vcrið kl. I 5 í dag. „En það hefur ekkert gerzt í deilu stærri togara i Hafnarfirði sagði Guðmundur. „Næsti fundur í henni hefurekki verið ákvcðinn.” Aðspurður um hvort grciðslur væru hafnar úr vcrkfallssjóði sjó- manna kvað Guðniundur svo citki vera. Þessi sjóður væri, eins og aðrir slíkir innatt vcrkalýðsfélaganna, mjög veikur. „En það er alls ckki ællunin að komast hjá þvi að greiða úr honum,” sagði Guðniundur. „Venjan hefur vcrið sú að hclja greiösltir þrem vikum eftir að verk- fall hefst. Þvl ntun úthlutunarnefnd koma saman I hádcginu I dag, Svo vcrður væntanlega farið að greiða úr sjóðnum.”____ —JSS Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambandsins „Verðum líklegast aðsökkvaþeim...” „Það er engin lausn að fækka á stóru togurunum, það er svo ólik vinnuaðstaða á þeint og þeim ntinni. Ef ekki er hægt að greiða mannsænt- andi laun á þessum skipum með öðru móti en að auka vinnuálagið, verðum við likiegast að sökkva þeim úti | hafsauga,” sagði Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambandsins í sam- tali við DV I morgun. „Ef þessi fækkun I áhöfnum væri lausnin værum við löngu búnlr að santþykkja það. Þcssir stóru togarar eru einfaldlega þannig búnir, að það er ekki hægt nenta stórauka vínnu- álagiðá þeint sem eftir yrðu.”HERB,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.