Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Síða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. 5 Aflanum úrþjóf- startinu fræga landað í Eyjum Eftirtitsmenn „úr landi” tóku á móti bátunum tíu þegar þeir komuað bryggju Þelta koslaði það að II Eyjabálar ruku út tiJ að vera á undan á miðin, og voru lætin svo mikil að menn gleymdu jafnvel að drepa á bilum sinum á bryggjunni og stukku um borð eins og þeir voru klæddir. Tíu bátar lögðu netin en f>á kom í Ijós að þetta var svo allt plat. Kostaði það mikil leiðindi sem iekki er enn búið að sjá fyrir endann á. Eftirlitsmenn úr Reykjavik voru mættir um borð í Vestmannaeyja- bátana tíu sem mesta fjaðrafokið hefur staðið um að undanförnu, þegar þeir komu að bryggju í Eyjum í fyrrakvöld. Vildu þeir fá að skoða fiskinn sem bátarnir komu með, og kanna hvort ekki væri allt með felldu um borð. Bátarnir fóru allir út aðfaranótt mánu- dagsins til að sækja netin sem þeir lögðu í hinu landsfræga „þjófstarti” i síðustu viku. Þá flaug sú frétt eins og eldur í sinu um allar Vestmannaeyjar, að sjó- mannaverkfallinu væri lokið og Þorlákshafnarbátarnir farnir á sjó. *>tefndu þeir austur og ætluðu áreiðan- lega að leggja netin á hinum fengsælu miðum í kantinum fyrir austan Eyjar. Hörður Jónsson skipstjórí á Álsey — tók engan séns á að leggja netin strax aftur I kantinn. DV -myndir GS V estmannaeyjum. Guðmundur Sigfússon Ijósmyndari okkar í Eyjum var á bryggjunni þegar bátarnir komu að með þessi lands- frægu net sín úr kantinum í fyrrakvöld. Hann spjallað þar stuttlega við Hörð Jónsson skipstjóra á Álsey VE 502 sem kom með um 17 tonn af fiski, mest ufsa. Aflanum landað úr Álsey en hann var 17 tonn I þessari ferð. ,,Það var ekki mikið af bátum þarna á kantinum,” sagði hann. ,,Við tókum það upp sem við áttum þarna og lögðum ekkert í staðinn. Maður tekur enga sénsa á þessu þegar svona cr ástall,” sagði Hörður og var ekki að æsa sig neitt l'rekar en fyrri daginn út af öllum þessum gauragangi. . . Kaupmenn mótmæla harðlega: Bílastæðum við „Okkur finnst óneitanlega skjóta skökku við, að á sama tima og bifreiða- eign eykst og umferð um miðborgina fer vaxandi, skuli bifreiðastæðum þar fækkað i stað þess að fjölga þeim,” sagði Magnús Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, í samtali við DV. Samtökin hafa boðað til fundar með kaupmönnum og fulltrúum allra flokka í borgarráði í dag, þar sem mót- mæla á þeirri ákvörðun að taka i burlu stöðumæla við Laugaveginn, frá Klapparstig og niðurúr. ,,Við þetta fækkar bilastæðum um tæplega tíu prósent, og þótti þó flestum nóg fyrir,” sagði Magnús. ,,Það er margbúið, án nokkurs árangurs, að benda á ótal möguleika til að fjölga bilastæðum, til dæmis með byggingu bilageymsluhúsa og nýtingu ýmissa auðra lóða. Má þar nefna port Eimskipafélagsins við Skúlagötu, sem lítið eða ekkert hefur verið notað undanfarin ár og þakið á vöruskemmu Hafskips á Kalkofnsvegi. Þar standa hundruð óseldra bifreiða, sem betur væru geymd annars staðar Ráðstefna um atvinnumál á Norðurlandi Norðlendittgar boða nú til ráðstcfnu unt atvinnumál í fjórðungi sinum dugana 5.-6. febrúar næst- komandi. Þaðer Fjórðungssamband þeirra Norðlcndinga scm að henni stendur og hefur valið Félagsmiðstöðina í Lundarskóla á Akureyri til fundar- halda. Til liðs við sig Itafa þeir fengið Alþýðusamband Norðurlands, Landssamband iðnaðarmanna, Vinnumálasamband Samvinnu- nianna, auk Vinnuveitendasam- bandsins. Er meiningin að gera útlekt á stöðu atvinnumála á Norðurlandi miðað við stöðuna um síðustu áramót. Mikil uppbygging hefur orðið í fjórð- ungnum síðasta áratuginn, en breytt- ar aðstæður og vaxandi atvinnuleysi kalla á nýja sókn í atvinnumálum, til tryggingar áframhaldandi byggða- jafnvægi. -JB SAMEIGNARFÉLAG UM STÓRMARKAÐ Holtagarðar er nafn á nýju sam- eignarfélagi sent á sér það markmið að reka stórrnarkað á samnefndu svæði í Reykjavík. Kron er stærsti eigandinn i þessu nýja lélagi, á 52%, en næst á eftir kemur Sambandið með 30% og síðan kaupfélög Kjalarnesþings, Hafnfirðinga og Suðurncsja með hvcrsínópróscntin. Stjórnarformaður hins nýja fyrir- tækiser Þröstur Ólafsson frá Kron. -JB Laugaveg fækkað svo nýta mætti þetta svæði sem bíla- stæði.” „Þelta er orðið gamalt deilumál og búið að vera stöðug barátta allt frá því að Austurstræti var gert að göngugötu og 20 bílastæðum kippt í burtu. For- sendurnar sem gefnar eru, skilur eng- inn nema ef til vill Strætisvagnar Reykjavikur, sem telja sig verða fyrir umtalsverðunt töfum vegna þrengsla og mikillar untferðar. Þeirra mælingar stangast alveg á við þær kannanir sem við höfum gert. Það breytir engu fyrir þá hvort stöðumælum verður kippt i Flugleiðir hf. bjóða Mexíkóferðir: NQJÁAÐ SLEIKJA KYRRA- HAFS- SÓLINA Nýjasta nýtt í sólarferðum er að Flugleiðir hf. bjóða nú tveggja vikna ferðalög til hins vinsæla ferðamanna- staðar Acapulco á Kyrrahafsströnd Mexícó. Kostar slík ferð 10.500 krónur á mann að ótöldum flugvallarskatti hérlendis, í Keflavik. Þessar ferðir verða farnar í gegn um New York, en þaðan má velja á milli flugs til Mexico City og bilferðar í gegn um Texco. En í Acapulco er dvalið i níu daga. Raunar er hægt að fljúga beint frá New York og dvelja allan tímann í Acapulco. Síðan má fara heim aftur i einni lotu eða með viðdvöl í New York. Töluverður áhugi er nú vaknaður hér á landi fyrir nýjum sólarstöðum, enda margir búnir að reyna llesta eða alla slika staði í Evrópu. Eru ferðirnar til Acapulco því vafalaust mörgum áhugaefni. Herb. burtu, því aðalþrengslin myndast vegna bifreiða sem lagt er ólöglega upp á gangstéttir. Það er að sjálfsögðu vegna þess að önnur afdrep finnast ekki, en verður ekki leyst nema með strangara eftirlili og meiri löggæ/lu á þessu svæði og svo fleiri bílastæðum,” sagði Magnús. .jb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.