Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 7
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. '7 idur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhald 1982 — Bók f rá Pennanum — Það er hagur þinn og fjölskyldunnar að hafa gott yfirlit -yfir fjárhag heimilisins. Heimilisbókhaldið er því kjarabót. — Þessi orð Penna- manna eru eins og töluð beint úr sálum okkar hér, umsjónarmanna neytenda- mála. Við tökum líka fyllilega undir það nú á síðustu og verstu tímum kvarta allir undan háum vöxtum, flóknum lánskjörum, skuldabyrði, dýr- tíð og verðbólgu. „Heimilisbókhald” Pennans er einmitt hannað til að auð- velda fólki að hafa eftirlit með tekjum og gjöldum heimilisins. Einnig til að auðvelda heimilunum að búa sig undir að mæta stórum afborgunum, skött- um, fasteignagjöldum og heimilis- útgjöldum. Gerir líka heimilismönnum kleift að gera skipulegar greiðslu- áætlanir, skrá útgjöldin skipulega niður og fylgjast með skuldum og vöxtum. Bókin „Heimilisbókhald” er hin ágætasta að öllum frágangi og fæst að sjálfsögðu i öllum verzlunum Penn- ans í Reykjavík. Kostar hún 42 krónur. -ÞG. Daglega erljósritaö á 500þúsundXerox vélarí 80 löndum. AfköstXerox véla eru 10-120 Ijósritá mínútu. Fullkomin þjónusta. Vélartilafgreiöslustrax. 5 ára ábyrgðarviöhald. SKRIFSTOFUTÆKNI HF ARMÚLA 38,105 REYKJAVlK, SlMI 85455, PO. BOX 272. Framtíðarspár sérverzlunar: Mjóddin bezt að tuttugu árum liðnum íisád XEROX' Leiðandi merki í Ijósritun Myndin sýnir ÁSTAND 1979 ásamt tveimur þróunarmöguleikum. K 1998 sýnir hugsanlegt ástand að tuttugu árum liðnum ef uppbygging nýrra og sumra af núver- andi verzlunarhverfum yrði hæg eða miðlungi hröð, en það myndi hafa einhverja hnignun sumra núverandi verziunarhverfa í för með sér. E 1998 sýnir sömuleiðis hugs- anlegt ástand tuttugu árum síðar en nú ef staðið yrði við áætlanir um uppbyggingu nýrra verzlunarhverfa að miklu eða öllu leyti. NÚMER VERZLUNARHVERFA Á MYNDUM: (1) Gamli miðbærinn í Reykjavfk. (2) Seltjarnarnes. (3) Borgartún. (4) Ármúli/Skeifan. (5) Glæsibær. (6) Nýr Miðbær í Reykjavík. (7) Miðbær Kópavogs. (8) Skemmuvegur Kópavogi. (9) Mjóddin, Breiðholti. (10) Reykjavikurvegur i Hafnarfirði. (11) Miðbær Hafnarfjarðar. (12) Miðbær Garðabæjar. (13) Áustursvæði (Grafarvogur). (14) Skipholt. (15) Mosfellssveit. Reykjavíkur, en einnig var samband haft við aðra skipulagsaðila á svæðinu og Kaupmannasamtök íslands. Könnun þessi er grundvölluð á svo- kölluðu þyngdarafls-reiknilíkani. Er- lendis eru slík reiknilíkön algeng hjálpartæki við skipulag verzlunar. Hægt er að nota þessi líkön meðal ann- ars til að spá um fjölda verzlunarferða milli einstakra íbúðar- og verzlunar- hverfa. Er þá oft talað um að ákveðið verzl- unarhverfi hafi mismunandi mikið að- dráttarafl og er hverfið talið því sterk- ara sem aðdráttaraflið er meira. Hér skiptir miklu hversu aðgengilegt verzlunarhverfið er og fjarlægð þess frá íbúðarhverfum. Einnig skipta verzlunarhættir fólks miklu máli. Þórarinn Hjaltason verkfræðingur, einn þeirra sem unnið hefur að þessari könnun, tjáði okkur að niðurstöðurnar væru ekki réttari en þær grundvallar- forsendur sem gefnar eru. Hjálpartæk- ið sem stuðzt er við, þyngdarafls- reiknilíkanið, væri tiltölulega gróft hjálpartæki. Til grundvallar er tekið mið af veltu í valvöru í einstökum verzlunarhverfum og íbúafjölda i ein- stökum íbúðarhverfum og fjarlægðin á milli þyngdarpunkta í verzlunarhverfi og íbúðarhverfi. Til einföldunar á mál- inu og frekari skýringar nefndi Þórar- inn einfalt lögmál og tók sem dæmi stórt baðker fullt af vatni. Á baðkerinu væru tvö niðurföll, mismunandi sver. Litið vatn færi niður um mjórra niður- fallið en aftur á móti leitaði vatnið frekar niður um svera niðurfallið og bezt væri að sverara niðurfallið væri í miðjum baðkersbotninum. Sem sagt aðdráttaraflið. Hvað er valvara? Verzlunarkannanir hafa sýnt að velta valvöru sýnir góða fylgni við aðdráttar- afl verzlunarhverfa og var því ákveðið að könnunin næði eingöngu til val- vöruverzlunar. Hvað er átt við með heitinu valvara? Þar er átt við vöru sem neyta/nota má oftar en einu sinni. Svo dæmi séu nefnd eru hér um að ræða fatnað, heimilistæki, húsgögn o.fl., öðru nafni sérvöru. Þessi könnun náði því ekki til matvöru og hreinsiefna. Þó væri unnt að nota útvíkkað það reiknilíkan sem byggt var upp á Skipu- lagsstofunni, til þess að gera hliðstæða könnun á dagvöruverzlun. Sjö kostir valdir Reiknilíkanið var notað til að reikna út rúmlega 70 framtíðarmöguleika á stærðarhlutföllum milli verzlunar- hverfa á svæðinu. Þegar þessir mögu- leikar höfðu verið vegnir og metnir m.a. með hliðsjón af byggingaráform- um sveitarfélaganna næstu 20 árin voru 7 kostir valdir til frekari úrvinnslu, 2 fyrir 1986 og 5 fyrir 1998. Könnunin leiddi margt athyglisvert i Ijós sem þó verður ekki rakið hér i ein- stökum atriðum. Vert er samt að geta þess að nokkur verzlunarhverfi, til dæmis miðbær Kópavogs, Ár- múli/Síðumúli, Glæsibær og Mjóddin í Breiðholti reyndust öflug í þeim skiln- ingi að niðurstöður urðu þeim ávallt i hag. Af þessum verzlunarhverfum reyndist Mjóddin öflugust, enda vel staðsett gagnvart gatnakerfi og í miðju fjölmennrar íbúðarbyggðar. Gamli miðbærinn í Reykjavik kom ekki sér- lega vel út, miðað við þær forsendur sem gefnar voru. Þvi virðist mega gera ráð fyrir að gamla miðbænum muni hnigna talsvert ef ekkert verður að gert og þvi heldur fram sem horftr. A undangengnum árum hefur staðið til að byggja nýjan miðbæ i Kringlu- mýri. Niðurstöður könnunarinnar sýndu svo ekki varð um villzt, að upp- bygging mikils verzlunarrýmis þar myndi draga mikið frá aðliggjandi verzlunarhverfum. Verzlunarhverfi i randbyggðum höf- uðborgarsvæðisins virtust samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki ná nægjanlegri veltu til sin ef gert var ráð fyrir mikilli aukningu i verzlunarrými fyrir valvöru annarstaðar á svæðinu. Lesendum til frekari glöggvunar birt- um við meðfylgjandi mynd sem sýnir ástand sem var árið 1979 og siðan tvo þróunarmöguleika að tuttugu árum liðnum. Því má svo bæta við að í þess- ari könnun var gert ráð fyrir óbreyttri neyzlu valvöru pr. ibúa næstu tvo ára- tugina. -ÞG. Stærðarhlutföll milli vcrzlunarhvcrfa Gamla miðbænum mun hnigna töluvert Síðastliðinn október var gefin út á vegum Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins sérrit er hefur að geyma nið- urstöður könnunar á valvöruverzlun á höfuðborgarsvæðinu. Þessi könnun var unnin í samráði við Borgarskipulag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.