Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Side 8
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. J ANÚAR 1982r Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd KveiktíHilton Samgöngumálaráðherra Frakka, Charles Fiterman, hefur nú ráðizt út í aðgerðir sem hin fráfarandi og hægrisinnaða ríkisstjórn þorði ekki að gera á meðan hún fór með völd í Frakklandi. Eftir 11 ára baráttu flugfélagsins Air France fyrir kaupum á 12 Boeing 737 þotum hefur Fiterman, sem situr i stjórninni fyrir hönd kommúnista, nú veitt því leyfi til kaupanna. Áður strandaði allt vegna mótmæla flugvirkja sem líta á þau sem hættuleg atvinnu sinni. Boeing 737 gerir nefnilega flug- virkja óþarfan. En Fiterman tók sem sé af skarið án þess að taka tillit til atvinnu- missis flugvirkja sem svöruðu auð- vitað með verkfalli. Ódýrtbensfn fráKína Bandarisk olíufélög hafa fengið óvæntan keppinaut þar sem Kín- verjar eru, en þeir selja nú ódýrt bensín í æ meira mæli á Banda- ríkjamarkað. Ástæðan fyrir því að alþýðulýðveldið er svo mjög aflögufært í þeim efnum er sú, að þar eru afar fáir bílar. Á fyrstu níu mánuðum ársins 1981 seldu Kínverjar bensín á Bandaríkjamarkað fyrir 165 millj- ónir dala. Er það tvöfalt meiri sala en árið áður og næstum því átta sinnum meiri sala en árið 1979. Afleiðingin er t.d. sú að bensín- stöðvar í Kaliforníu hafa getað lækkað bensínverðið um 12 aura lítrann á síðustu tveimur mánuðum og kostar lítrinn þar nú rúmlega 3 krónur. Hins vegar selja Kínverjar bensínlítranná 2.50. Brúin yfir Potomac-ána I Washington þar sem flugvélin kom niður áður en hún hrapaði i ána og sópaöi með sér vegfarendum af brúnni. Leita enn að f lug- rita vélarinnar Björgunarsveitir náðu upp úr Potomac-ánni í Washing- ton í gœr flugstjórnarklefa vélarinnar sem hrapaði í ána síðasta miðvikudag. Með farþegavélinni fórust 78 manns. Ekki hefur þeim enn tekizt að finna fugritana tvo sem eiga að vera í fakinu. — En þeim tókst að ná upp þrem líkum til viðbótar úr ísilagðri ánni við brúna sem vélin rakst á. Lögreglan segir að enn séu ófundin lík átján manna sem fórust í slysinu. Hugsanlegt þykir að þau muni aldrei fnnast. hóteli Dauðadöms er nú krafizt yfir þjóni nokkrum sem kveikti í næst- stærsta hóteli heims, Hilton hótel- inu í Las Vegas, fyrir ári. Átta manns fórust í eldsvoða þessum en um 200 manns slösuðust alvarlega. Það var einmitt þessi þjónn sem gerði slökkviliðinu aðvart um eld- inn en hann er nú ákærður fyrir að hafa hellt eldfimum vökva yfir gluggatjöld og kveikt í þeim. Charles Fiterman: Hvergi banginn við flugvirkja. Flugvélakaup íFrakklandi Olíufurstarnir Norðmenn Svo mikið fannst af olíu og gasi á nýjum svæðum innan norskrar landhelgi í Norðursjónum á árinu 1981, að fjöldi nýrra funda sam- svarar þeim er önnur lönd gerðu utan hennar á sama tíma. Það sem gerir staðreynd þessa þó enn athyglisverðari er það að hin löndin lögðu þrefalt meiri áherzlu á leitin að þessum dýrmætu auðlind- um en Norðmenn. Biskupar Póllands á fundi Samhæfa aðgerðir kirkjunnar gegn herlagayfirvöldum Hinir kaþólsku biskupar Póllands, sem gagnrýnt hafa mjög in' leiðingu herlaganna í landið, komu saman til fundar í Varsjá í gær undir forsæti Jozef Glemps erkibiskups. Urðu kirkjuhöfðingjarnir ásáttir um að boða kaþólikkum landsins nýtt erindi og senda um leið allir samt bréf til Jaruzelski hershöfðingja. Ekki var látið uppi við frétteunenn hvað í bréfinu stendur, sem biskuparnir senda æðstráðanda landsins, en vikið mun þar að afstöðu kirkjunnar til herlaganna og hugsanlegra viðræðna við stjórnvöld. Glemp erkibiskup hefur gagnrýnt mjög gildistöku herlaganna og yfirvöld fyrir að hneppa þúsundir manna i varðhald, afnema mannréttindi og neyða fólk til eiða. Eins hefur hann gagnrýnt að yfirvöld knýi fólk til þess að velja á milli þess að halda vinnu sinni eða vera áfram félagar i Einingu og missa þá atvinnuna. Frétzt hefur að erkibiskupinn hafi á fundi með Jaruzelski hershöfðingja, fyrr í þessum mánuði, tjáð honum að tilgangslausar væru hverjar þær viðræður þar sem kjörnir leiðtogar Einingar væru fjærri. JOLAKVEDJUR FRA BEINA- GRINDINNIMED UÁINN Naprar jólakveðjur bárust nokkrum þeim sem gæta þess að ekki falli alveg í gleymsku allir þeir er horfið hafa spor- lítið í Argentínu á síðustu fimm árum, á meðan herforingjastjórnin hefur verið við völd. Var þeim hótað lífláti. Mannréttindasamtök, sem halda legujólal’ uppi spurnum um hina horfnu og póli- tiska fanga, segja að jólakveðjurnar hafi borizt fólki eins og ættingjum hinna horfnu. Báru bréfin myndir af beinagrind sveiflandi ljá, en áletrunin var: „Njóttu þinna síðustu ánægju- Þúsundir manna hafa horfið í að- gerðum sem her landsins hefur haldið uppi gegn vinstrisinna skæruliðum frá því að herinn kom til valda í Argentínu 1976.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.