Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Brezkar jámbrautir stöðvaðar í verkfalli — Kolanámumenn greiða atkvæði gegn verkfallsheimild Waterloo-járnbrautarstöðin i London stendur með auða teinana á meðan lestarstjórar eru i verkfalli. Hinar ríkisreknu járnbrautir Breta voru lokaðar í gær, fjórða daginn á rúmri viku, vegna verkfalls 20 þúsund lestarstjóra sem leggja niður störf einn og tvo daga í senn til að knýja fram launahækkanir er þeim hafði verið lofað. Stjórn járnbrautanna segir að 3%- hækkunin, sem lestarstjórarnir væntu 1. janúar, hefði verið tengd samningum um að lestarstjórar tækju upp sveigjan- legri vaktir og legðu sitt af mörkum til þess að gera járnbrautarþjónustuna arðsamari. Það hefðu þeir þóekki gert. Viðræður stóðu í tólf stundir i gær. Eða öllu heldur tilraunir til viðræðna, því að sáttanefndir hvors aðila um sig héldu sig sín í hvoru fundarherberginu. Náðist ekki nein lausn. Á meðan berast óstaðfestar fréttir af því að annað öllu alvarlegra verkfall sem var yfirvofandi muni ekki koma til. Niðurstöður atkvæðagreiðslu 250 þúsund kolanámumanna um verkfalls- heimild til félagsstjórar sinnar liggja ekki fyrir, en kvisazt hefur að allt stefni í að námumenn muni að meirihluta greiða atkvæði gegn verkfalli. Þau úrslit munu koma mönnum á óvart, miðað við þann tón sem kveðið hefur við hjá hinum nýkjörna for- manni kolanámumanna Arthur „kóngi” Scargill, Gassprenging íbamaskóla Gassprengin varð fimm börnum og einum fullorðnum að bana í mötu- neyti barnaskóla eins í Oklahoma City í hádeginu í gær. Eyðilagðisí ein álma skólabyggingarinnar. Þrjátíu og fjórir slösuðust í sprengingunni. Flestir þeirra voru skólabörn. Björgunarsveit- ir leituðu í rústunum i allan gærdag til þess að ganga úr skugga um að ekki leyndust fleiri í brakinu. Kjamorkuandstæðingar grípa til eldflauga —Gerðu árás á eitt kjarnorkuver Frakka Franska lögreglan hefur hert leit sína að félögum • í friðar- og umhverfis- verndarsamtökum sem lýst hafa á sínar hendur eldflaugaárásinni er gerð var á kjarnorkuver skammt frá Lyons. Fimm sovétsmíðuðum eldflaugum, ætlaðar til að granda skriðdrekum, var skotið að áttatíu metra háum múrum kjarnorkuversins að Creys Malville á mánudagskvöld. Fjórar þeirra hæfðu skotmarkið en ollu litlum usla. Þessi árás þykir marka nýjan áfanga í andstöðunni við kjarnorkuvæðingu Frakklands. Einhver maður hringdi í eina af fréttastofum Parísar til þess að til- kynna að árásin væri verk friðar- hreyfingar sem hann væri félagi i. Sagði hann að hópurinn hefði gætt þess að enginn gæti meiðzt í árásinni og m.a. hefðu sprengjuhleðslurnar verið teknar úr eldflaugunum áður en þeim var skotið. Um tvö þúsund manns voru að störf- um í kjarnorkuverinu á mánudaginn en ekki nema um tuttugu um kvöldið þegar árásin var gerð. — ,,Allt var með ró og spekt, þegar við heyrðum lág- væra smelli,” sagði einn þeirra eftir á. „ Við héldum fyrst að skotið hefði verið upp flugeldum. Neistaflugið lýsti í myrkrinu. Viðvörunarbjöllum var hringt en við vissum ekkert hvað á seyði var.” Lögreglan setti upp vegatálma í ná- grenninu og fann tækjabúnaðinn sem notaður hafði verið til þess að skjóta eldflaugunum. Var þetta staðlaður búnaður sem Sovétmenn hafa framleitt fyrir her allt frá því 1963. Kjarnorkuverið, sem er af 1200 megawatta stærð, á að verða tilbúið til notkunar á árinu 1983. Það mun fram- leiða plútoníum, sem nota má aftur annaðhvort sem eldsneyti eða til kjarn- orkuvopnagerðar. Verið hefur mætt mikilli andstöðu meðal andstæðinga kjarnorkunnar. Til uppþota kom hjá verinu 1977 og í átökum við lögregluna lét vestur-þýzkur kjarnorkuand- stæðingur lífið. Síðan stjórn sósíalista kom til valda i Frakklandi eftir kosningarnar í maí í fyrra hefur hún ákveðið að fækka hinum fyrirhuguðu níu kjarnorku- verum Frakka niður í sex. Var það umhverfisverndarsinnum mikil von- brigði en þeir höfðu búizt við því að sósíalistar mundu leggja alveg á hilluna allar ráðagerðir um smíði kjarnorku- vera. — Frakkland hefur um 30 kjarnaofna í notkun og framleiða þeir um 40% af öllu rafmagni sem Frakkar nota. Franskt kjarnorkuver. 30 kjarnorkuver sjá fyrir 40% af raforkuþörf Frakka. Christina Onassis: Fékk þokkaleg- an arf afl föfiur sínum látnum. Christinaístjóm útátonnin Christina Onassis var nýlega kos- in í stjórn Félags grískra skipaeig- enda og er hún fyrsta konan sem tekur sæti í stjórninni. Ekki er þó talið að auðmenn þeir er að félag- inu standa hafi kosið Christinu til i að sýna samhug sinn með kven- 1 réttindakonum, heldur var það þyngra á metunum að hún erfði 46 skip að föður sínum látnum sem til samans vega rúmlega 5 milljónir tonna. Réttur félagsmanna til að kjósa í ■ stjórnína er nefnilega metinn sam- kvæmt fjölda tonna og samsvarar 500 tonna skipaeign einu atkvæði. Hins vegar hefur hver félags- maður aðeins eitt atkvæði í kosningum um formann félagsins og í það embætti valdist kárl- maður, Aris Karageorgis. Réttarhöld vegna slyss sem kost- aði215 mannslíf Réttarhöld eru nú hafin á Spáni yfir sex mönnum í sambandi við slys sem kostaði 215 ferðamenn lífið árið 1978. Gerðist það með þeim hætti að sprenging varð i flutningabíl sem flutti afar eldfimt gas, rétt við hinn vinsæla tjaldstað ferðamanna, Los Alfaques, suður af borginni Tarragona. 140 manns létust samstundis, 75 bættust við á næstu mánuðum. Þar á meðal voru 80 Frakkar, 45Spán- verjar, 38 Belgar og 33 V-Þjóð- verjar. Önnur fórnardýr voru hol- lenzk, svissnesk, kólumbísk og frá Andorra. Tvö af fórnardýrunum auðn- :aðisl mönnum aldrei að þekkja. Ákæran á hendur mönnunum sex er sú að þeir hafi átt óbeina sök að slysinu með vítaverðu kæruleysi. M.a. var bíllinn alltof hlaðinn. Er búizt við að saksóknari krefjist rúmlega fjögurra ára fangelsisdóms yfir fjórum framkvæmdastjórum hins rikisrekna oliufélags Enpetrol. Var félagið eigandi farmsins og lét fylla hann á geymi flutningabílsins. Einnig mun hann krefjast eins árs fangelsisdóms yfir tveimur fram- kvæmdastjórum flutningafélagsins sem átti bílinn. Tízkublaðiö Líf er mest lesna og glæsilegasta tímarit landsins Þar er að finna tízkuna í fatnaði, snyrtingu og lífsstíl. Vandaðar greinar og viðtöl. Líf og list á sviði leiklistar, kvikmynda, bókmennta, tónlistar. Heimilið, matur og drykkir, handavinna o.fl. Til Tízkublaðsins Líf, Ármúla 18. ■ óska eftir áskrift i Tizkublaflinu Líf ■ I I Nafn i Heimilisfang ........ Sími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.