Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
11
VIÐTALIÐ:
Heimilislegt
andrúmsloft í
Morgunvökunni
— segir nýi morgunvökumadurinn, Einar Kristjánsson
„Það var nánast fyrir tilviljun að
ég kom inn í dæmið,” sagði Einar
Kristjánsson, sem leggur til nýju
röddina í Morgunvöku útvarpsins.
„Guðrúnu Birgisdóttur og Pál
Heiðar vantaði þriðja manninn i
Morgunvökuna, og stakk Guðrún þá
upp á mér, en við höfum þekkít
lengi. Ég hef verið að svipast um
eftir vinnu frá því í haust, og mér
leizt því vel á að reyna við þetta
starf”.
Einar sagði, að hann hefði fylgzt
með gerð þáttarins í eina viku áður en
hann kom fram sjálfur, verið í læri.
„Ég sat með þeim í stúdíóinu, fór í
viðtöl með Guðrúnu og reyndi að
„upplifa stemninguna”, ef svo má að
orði komast. Þetta varð til þess að ég
fann ekki fyrir neinni sérstakri
hræðslu eða taugaóstyrk þegar ég
byrjaði svo opinberlega núna á
mánudaginn.”
— Hvernig lízt þér á vinnustaðinn
og vinnuna?
„Mér lizt mjög vel á þetta. Mér
finnst ríkja bæði bjartsýni og glað-
værð á þessum vinnustað. Og í
Morgunvökunni er andrúmsloftið
heimilislegt og samvinnan góð. Við
ræðum mikið saman um viðfangs-
efnið, og ákvarðanir eru teknar sam-
eiginlega.”
Vinnutími morgunvökumanna er
frá 6—12, og síðan hafa þeir stúdíó-
tíma frá 17—19. Sjálfsagt þykir
mörgum heldur óaðlaðandi tilhugsun
að þurfa að hefja störf klukkan sex á
morgnana.
„Mér líkar vel að vakna svona
snemma á morgnana. Það er ágætt
að vera með þeim fyrstu sem vakna.
Maður svo að segja vígir morguninn.
Mér gengur mun verr að vakna til
dæmis klukkan átta.
Svo er ég líka gamall mjólkurbíl-
stjóri og þeir þurfa að fara snemma á
fætur. Ég kannast þvi vel við þennan
vinnutíma”.
— Gamall mjólkurbílstjóri?
„Ég ók mjólkurbil eitt sumar. Ég
var viðloðandi Mjólkursamsöluna
frá því ég var sextán eða sautján ára
gamall, vann þar flest sun.ur á meðan
ég varí námi”.
Einar er með B.A próf i sálar-
fræði. Hann var eitt ár við nám í
Englandi eftir stúdentspróf, en nam
síðan sálarfræði við Háskóla íslands.
Síðan sigldi hann aftur og var einn
vetur í framhaldsnámi í Danmörku.
Eftir námið starfaði Einar í ár sem
kennari og námsráðgjafi við Garða-
skóla í Garðabæ, en hætti þar í
haust.
Einar Kristjánsson er kvæntur
Guðrúnu Guðmundsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, og eiga þau tvö
börn, tíu ára gamla dóttur og tveggja
ára strák.
—ATA
Einar Krístjánsson, nýja röddin i Morgunvökunni.
DV-mynd: EÓ.
Svíi hlaut tónlistarverðlaun Norðurlanda
Svíinn Áke Hermannson hlaut tón-
listarverðlaun Norðurlanda að þessu
sinni. Verðlaunin eru veitt annað
hvert ár og nemur verðlaunaféð 75 þús-
und krónum. Hermannson fékk verð-
launin fyrir hljómsveitarverkið Utopi.
Hann hóf sinn feril sem píanóleikari en
byrjaði að skrifa um fertugt.
Tvö íslenzk verk koniu til álita,
Tvísöngur fyrir lágfiðlu, fiðlu og
hljómsveit eftir Jón Norðdal og kantat-
an Rís ó Guð við texta úr Davíðs-
sálmum eftir Leif Þórarinsson.
Áke Hermannsson hefur komið til
Islands og þá búið í Norræna húsinu.
Einn islendingur hefur hlotið tónlistar-
verðlaun Norðurlanda, Atli Heimir
Sveinsson. —JH
Styrkvciting
Stjórn Minningarsjóðs Hermanns
Haraldssonar frá Heiðaseli,
S.-Þing., hefur ákveðið að veita
styrk úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja lömuð og fötluð
börn til lækninga og endurhæfingar.
Umsóknir ber að senda fyrir 15. febr. nk. til Sig-
urðar Magnússonar, framkvæmdastjóra
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Háaleitis-
braut 11 —13.
Stjórn
Minningarsjóðs Hcrmanns Haraldssonar
MÁLVERKA- 0G MYNDAINNRÖMMUN
Mikið úrval afspeglum í römmum.
INNRÖMMUN
SIGURJÚNS
ARMtlU 22 - SfMI 31788
MYNDA- 0G
MÁLVERKASALA
^SlSl-Slil-rLSlJL51JL51JL51J?JL51J2.51JEJL51JL51JL51JL51JLJL51LSlJLSlJL5LJL52JL51JL51JL51. p
ER ALLT ÓFÆRT Á NÝJU ÁRI?
Hringdu þá í síma 1 86 10
□ Bókhald
□ Launamiðar
□ Skattframtöl
□ Tollskýrslur
□ Voröútreikningar
□ Launaútrcikningar
H. GESTSSON
viðskiptaþjónusta —
Hafnarstræti 15, 101 Rvík.
Sími 1 86 10.
Evrópuráðsstyrkir
Evrópuráðið veitir styrki til kynnisdvala erlendis
á árinu 1983 fyrir fólk, sem starfar á ýmsum svið-
um félagsmála.
Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í félags-
málaráðuneytinu. Umsóknarfrestur er til 1. mars
Fclagsmálaráðuncytið,
19. janúar 1982.
Barna- og tómstundablað
— Þar er að finna smásögur, viðtöl, föndur,
þrautir, vcrðlaunaþrautir, fræðslu, íþróttir,
skátacfni, krossgátu, ævintýri og margt
flcira.
Klippið og scndið ABC, Ármúla 18.
Óska oftir óskrift að ABC:
Nafn ....................................
Hcimilisfang .............................
................... Sími..................