Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982. Þrátt fyrir að Svium sé nú uppálagt af stjórnvöldum að herða sultarólina þá hópast þeir á ferðaskrifstofur í þeim tilgangi að kaupa sér ferð til útlanda. Hinn miklu kuldi í landinu að undan- förnu hefur gert það að verkum að sól- arlandaferðirnar eru meira freistandi en áður. Hrópað á sólarlanda ferðir „Fólk virðist hreinlega örvæntingar- fullt,” sagði starfsmaður einnar ferða- skrifstofunnar í Malmö í samtali við Sydsvenska Dagbladet fyrir skömmu. Starfsmaður ferðaskrifstofu hér i Lundi hafði svipaða sögu að segja: ,,Við höfum skipulagt margar auka- ferðir til sólarlanda vegna kuldans hér. Fólk hrópar á sólarlandaferðir og þeg- ar maður spyr hvert það vilji fara er svarið oft á þá leið að það skipti engu Gunnlaugur A. iónsson skrifarfrá Lundi gangna en einnig hafa orðið nokkur dauðaslys af völdum hans. Frusu í hel fáeina metra frá hlýjunni Sem dæmi um óhugnanlegt slys af völdum kuldans má nefna atburð þann er átti sér stað í Fárentuna rétt fyrir ut- an Stokkhólm fyrir skömmu. Þar frusu í hel öldruð hjón, Gustav nokkur Andersson, 86 ára gamall og sjötug kona hans, Ingrid að nafni. Gamla konan lærbeinsbrotnaði þegar hún fór út úr húsinu til að hjálpa manni sinum sem dottið hafði fyrir utan húsið þar sem hann var að moka snjó. Enginn heyrði örvæntingarfull hróp þeirra á hjálp og gömlu hjónunum tókst aldrei af eigin rammleik að skríða þá fáeinu metra sem voru heim að húsdyrunum 1» Öldruð hjón frusu I hel rétt fyrir utan Stokkhólm fyrir skömmu. Gamli maður- inn datt við snjómokstur og kona hans lærbrotnaði þegar hún reyndi að hjálpa honum. Enginn heyrði örvæntingarhróp þeirra. næturlagi þéttingsdrukkinn. Honum varð það á að leggjast til hvílu á heim- leiðinni úti í stjörnubjartri nóttunni. Þar rann honum i brjóst og vaknaði aldrei aftur enda kuldinn —30°C. Margra klukkustunda seinkun hefur orðið á lestarferðum í Sviþjóð víðs veg- ar um landið á síðastliðnum vikum. Dæmi eru þess að farþegar lestanna hafa mátt hírast í þeim á annan sólar- hring er þær hafa stöðvast vegna fann- fergis á brautarteinunum. Ekki hefur ástandið verið betra á Eyrarsundi. Stór hluti þess hefur verið ísi lagður. Margir fiskibátar hafa setið fastir í ísnum og K Stór hluti Eyrarsunds hefur verið isi lagður og hafa margir fiskibátar setið fastir i isnum. Ófremdarástand þetta hefur orðið til þess að vekja upp gamla hugmynd um brú yfir Eyrarsund milli Kaupmannahafnar og Malmö. Myndin sýnir isbrjót sænska rikisins, Tor, brjóta isinn á sundinu. ferðir flugbátanna milli Malmö og Kaupmannahafnar lögðust niður með öllu. Brú yfir Eyrarsund? Ekki er ósennilegt að þetta ófremd- arástand á Eyrarsundi hafi orðið þess valdandi að áratuga gömul hugmynd um brúarsmíð yfir Eyrarsund hefur á ný skotið upp koliinum í sænska þing- inu. Siðast þegar þessi hugmynd kom upp strandaði hún á því að Danir treystusér ekki til að taka þátt í þeim gífurlega kostnaði sem slíkt risafyrir- tæki myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér. Það eru tveir stærstu stjórn- málaflokkar Svíþjóðar, Jafnaðar- mannaflokkurinn og Hægri fiokkurinn (Moderatarna) sem nú flytja tillögu um að ráðist verði í brúarsmíð milli Malmö og Kaupmannahafnar. Þeir benda á að auk þess hagræðis sem slík brú hefði í för með sér myndi þessi framkvæmd skapa atvinnu fyrir mörg hundruð Svía á komandi árum en atvinnuleysi í Malmöhus-léni er orðið mjög mikið og er aðeins meira í einu öðru héraði Sví- þjóðar (Norrbotten). Þess má geta að á annað þúsund íslendingar búa í Malmöhus-léni og hafa ýmsir þeirra þegar fundið fyrir atvinnuleysisbölinu af eigin raun. Kuldinn örvaði Pól- landshjálpina A.m.k. eina jákvæða hlið má sjá á kuldanum í Svíþjóð. Hún er sú að söfn- un handa Pólverjum er talin hafa geng- ið betur en ella hefði verið. Nálægðin við Pólland gerir það að verkum að Svíum eru ákaflega Ijósir þeir erfiðleik- ar sem hin hungraða pólska þjóð býr við vegna kuldans sem bætist ofan á það hörmungarástand sem fyrir var í landinu. Það er eins og kuldinn hér hafi örvað samstöðuna með Pólverjum og miklar sendingar af hlýjum vetrar- klæðum hafa farið héðan yfir sundið til Pólland ásamt matvælum. Gunnlaugur A. Jónsson, Lundi máli bara ef það komist úr landi hið fyrsta.” Síðastliðinn desembermánuður var hinn kaldasti hér í Svíþjóð á þessari öld og þó afleiðingar þess séu engan veginn eins alvarlegar og tii dæmis í Bretlandi þar sem tugþúsundir gamalmenna eru talin hafa látið líftð í íbúðum sínum beinlínis af völdum kuldans þá hefur kuldinn þó haft umtalsverð óþægindi í för með sér hér, einkum á sviði sam- og inn í hlýjuna. Sporin í snjónum báru vitni um hvað átt hafði sér stað. Annað fórnarlamb kuldans var sjötugur mað- ur sem var á leið heim úr samsæti að M Fólk hrópar á sólarlandaferöir og skiptir þá engu máli hvert fariö er, bara ef það kemst frá Svíþjóö. Kaldasti desembermánuður í Svíþjóð á þessari öld: Enginn heyrði örvænt- ingaróp gömlu hjónanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.