Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Page 28
28
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
Andlát
\
Boðvar Indriðason lézt þann 10. janúar
síðastliðinn. Hann starfaði um árabil
semverkamaðurviðhöfninaí Reykja-
v ík. íiftirlífandi kona hans er Anna
Guðmundsdóttir.
Svanbjörg Unháll Jónsdóttir lézt þann
19. desember siðastliðinn. Sigurbjörg
var fædd að Unhól á Stokkseyri, dóttir
hjónanna Marinar Gísiadóttur og Jóns
Benediktssonar. Hún starfrækti um
árabil nuddstofu í Reykjavik. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er ísak Karls-
son.
Guðbrandur Gestsson lézt þann 16.
desember 1981 og var jarðsunginn 29.
sama mánaðar. Hann Iætur eftir sig
eiginkonu, Margréti Guðmundsdóttur,
2 dætur, þær Steinunni og Svanborgu,
og 1son,Jóhann.
’Góð ryðvörn
tryggir endingu
og endursölu
Einhell
vandaöar vörur
kassar
Eins, þriggja og fimm hólfa.
Afar hagstætt verö.
Skeljungsbúðin
Suöurlandsbraut 4
sini 38125
Heildsölubirgóir: Skeljungur hf.
Smávörudeild - Laugavegi 180
simi 81722
Tilkynningar
Tónleikar
Tónlislarhátið ungra einleikara á Norðurlöndum
verður haldin í annað sinn 25.9-2.10. nk. og að
þessu sinni í Stokkhólmi. Fyrsta hátíð af þessu
tagi var haldin í Kaupmannahöfn haustið 1980 og
voru há tveir íslendingar, Manuela Wiesler flautu-
leikari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari,
meðal þeirra 16 listamanna sem unnu sér rétt til
þess að koma fram á hátiöinni. Nú hafa 13 ungir
hljóðfæraleikarar og söngvarar verið valdir til
þátttöku í hátíðinni í Stokkhólmi í haust og er
einn íslendingur þeirra á meðal, Sigriður Vil-
hjálmsdóttir óbóleikari. Auk Sigríðar voru 2 þátt-
takendur valdir frá Svíþjóð, 3 frá Danmörku, 3
frá Finnlandi og 4 frá Noregi. Samnorræn dóm-
nefnd valdi þátttakendur en í henni sátu af íslands
hálfu Ragnar Björnsson og Jón Nordal.
Sigríður Vilhjálmsdóttir stundaði fyrst óbónám
hér heima hjá Kristjáni Stephensen og tók einleik-
arapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið
1974. Hún hefur dvalið crlendis síðan og lokið ein-
leikaraprófum frá Royal College of Music í
London og Karajanstofnuninni i Berlín, en þar hef
ur hún m.a. leikið með Filharmóníuhljómsveit
Berlinar undir stjórn heimsfrægra hljómsveitar-
stjóra, s.s. Karajan, Solti, Böhm, Abbato og fleiri.
Hún starfar nú sem 1. óbóleikari ríkishljómsveitar-
innar í Koblenz.
Undirleikari Sigriðar á Stokkhólmshátíðinni
verður Snorri Sigfús Birgisson.
Kvenfélag
Fríkirkjunnar
Reykjavík
heldur spila- og skemmtikvöld að Hallveigarstöðum
fimmtudagskvöld 21. janúar kl. 20.30. Er það fyrir
allt Fríkirkjufólk og gesti þess.
Efnisskíl
helgardagbók
Að gefitu tilefni skal'
minntáþað að efiii sem á að
koma í Helgardagbók DV
þarf að hafa borizt ritstjórn
blaðsins fyrir miðvikudags-
kvöld. Ekki er tryggt að
fréttir og tilkynningar sem
berast efiir það geti komizt
með.
Afmæli
Sjötugur er I dag Þórarinn Guðjónsson
frá Kirkjubæ. Hann var um árabil
vörubílstjóri á Vörubílastöð Vest-
mannaeyja en auk þess hefur hann
starfað við aiia almenna vinnu til iands
og sveita.
í gærkvöldi I gærkvöldi
Af Carl Sagan og Cosmos
Þriðjudagskvöldin hafa að undan-
förnu verið beztu sjónvarpskvöldin
að mínum dómi, góðir brezkir saka-
málaþættir ásamt góðum fræðslu-
þáttum hafa gert það að verkum að
ég hef setið sem límur við sjónvarpið
í að minnsta kosti tvo tíma á þriðju-
dögum.
Alheimurinn (Cosmos) er einhver
aibezti og skemmtilegasti fræðslu-
myndaflokkur sem sjónvarpið hefur
sýnt, og held ég að aðeins Lífið á
jörðinni hafi haft jafnmikil áhrif á
mig. Carl Sagan er mjög hæfur
stjórnandi og hefur gott lag á að
koma með fræðilegar skýringar svo
almenningur skilji, og gera það jafn-
framt mjög myndrænt.
í gærkvöldi var t.d. stórkostlegt að
fylgjast með skýringum hans á
Venus, hvernig mannkynið hefur
með aukinni þekkingu og skilningi á
himingeimnum breytt Venusi úr því
að vera þakið skóga- og fenjaland í
það að vera það sem maðurinn gerir
sér helzt hugmyndir um hvernig hel-
víti lítur út. Eins kom skýring Sagans
á sprengingunni í Síberíu 1908 mjög
sennilega fyrir sjónir. Þótt undirrit-
aður hafi lesið nokkrar greinar um
þann atburð og sennilegar skýringar
á sprengingunni, verður að viður-
kennast að skýringin um halastjörnu-
hlutann sé sennilegasta skýringin,
þótt hún sé ekki sú sem mest spenn-
andi er.
En sem sagt frábærir þættir um
plánetu okkar og himingeiminn í
höndum mjög hæfs stjörnufræðings,
sem lætur ekki ímyndunaraflið
hlaupa með sig, en heldur sig við blá-
kaldar staðreyndir eins og maðurinn
þekkir þær. Þótt stjörnufræði sé
gömul vísindagrein, þá er hún samt
sem áður á byrjunarstigi og vafalaust
eiga eftir að koma fram kenningar
sem kollvarpa sumum þeim kenning-
um sem Carl Sagan heldur fram í
Cosmos.
Eddi Þvengur er brezkur saka-
málaþáttur eins og þeir gerast beztir,
skemmtilegur og i léttum dúr og
hefur þann kost að hver þáttur er
sjálfstæður. Sérstaklega er gaman að
fylgjast með Edda Þveng sjálfum,
þar sem hann gengur um með hendur
í vösum og í fötum sem gætu verið af
föður hans, og er hann þá frekar
ólíkum þeim hetjum sem við eigum
að venjast úr slíkum myndaflokkum.
Hilmar Karlsson
Útivera og íþróttir
Dagana 22.-24. janúar nk. verður haldin í anddyri
Laugardalshallarinnar sýning er ber nafnið Útivera
og íþróttir. Að sýningunni stendur Skíðasamband
íslands og er sýningin leiö til kynningar á skíöa-
búnaði og skiðaíþróttinni og einnig til fjáröflunar.
AIls eru sýningaraðilar 14 og munu þeir sýna allt
það nýjasta sem á boðstólum er í dag af skiðavörum
og ýmsu fleira. Einnig veröur nýjasta tizkan í skíða-
fatnaði sýnd. Auk þess verður kvikmyndasýning og
sýnikennsla i meðhöndiun skíða.
Veitingasala verður á staönum ásamt fleiru.
Sýning þessi er einstakt tækifæri fyrir almenning
til að kynna sér skíðaútbúnaö o. fl. á einum stað.
Happdrætti Samvinnustarfs-
manna
Þann 31. desember sl. var dregið í happdrætti sam-
vinnustarfsmanna hjá bæjarfógetanum á Akureyri.
Vinningar komu á eftirtalin númer:
Nr. 10263 Opel Kadett bifreið frá véladeild Sam-
bandsins, 4525 sólarlandaferð með Samvinnuferð-
um/Landsýn, 1031 flugferð til Sviss með Samvinnu-
ferðum/Landsýn, 11569 flugferð til Norðurlanda
með Samvinnuferðum/Landsýn, 1651 mokkafrakki
eða kápa frá Heklu, svefnpoki frá Gefjun á eftirtalin
númer: 3096, 665, 2376, 6902, 346, kuldaskór frá Ið-
unni á eftirtalin númer: 4621, 8287, 3116, 515, 2790,
vöruúttekt í kaupfélagi á eftirtalin númer: 4037,
8869,2486,2662,2429.
Upplýsingar eru veittar í símum 91-21944, 96-
22997 og 96-21900.
Vinninga óskast vitjað í siðasta lagi fyrir 1. júli
1982.
íslenzki Alpaklúbburinn
Myndasýning miðvikudaginn 20. janúar kl. 20.30 aö
Hótel Loftleiðum (ráðstefnusal). Philippe Patay
sýnir litskyggnur af klifi og fjallgöngum í Nepal og
Himalayafjöllum. Aðgangseyrir er kr. 25.00. Allir
velkomnir.
Eldri útgáfa af „Dersú
Úsala" í MÍR-salnum
Kvikmyndasýning verður í MÍR-salnum, Lindargötu
48, sunnudaginn 24. janúar kl. 16. Sýnd verðum um
30 ára gömul sovézk útgáfa af „Dersú Úsala” —
mynd sem mörgum mun þykja forvitnilegt að bera
saman við hina frægu kvikmynd Kúrosawa með
sama nafni. Báðar eru þessar myndir byggðar á frá-
sögnum V. Arsenjevs af rannsóknarleiðöngrum um
Úrsúri-héröð í Asíu upp úr síðustu aldamótum og
kynnum hans af leiðsögumanninum Dersú Úsala, en
mismunandi atriöi úr frásögninni og ólik atvik valin
í hvora mynd. Skýringar á ensku.
Aðgangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum
heimill.
Heppnir símnotendur.
Eins og jafnan áðúr var dregið í Símahappdrætti
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á Þorláksmessu
hjá borgarfógeta.
Mjög glæsilegir vinningar voru í happdrættinu að
þessu sinni, 5 Toyota-tercel bifreiðir og auk þess 10
reiðhjó! að eigin vali.
Fyrir nokkru voru fyrstu vinningarnir afhentir.
Var þessi mynd tekin við það tækifæri framan við
endurhæfingarstöð félagsins við Háaleitisbraut.
Stækkun endurhæfingarstöðvarinnar er nú á loka-
stigi og er hagnaði símahappdrættisins einkum varið
til þeirra framkvæmda.
Hinir heppnu vinningshafar á myndinni eru talið
f.v.: Guðmundur Ámundason, Reykjavík, og
Heimir Jóhannssonög Ágústina Söebech, Akureyri.
Á myndina vantar eiganda bifreiðarinnar lengst til
hægri, Kristin Stefánsson, Reykjavík.
Á myndinni má sjá hvernig grafan lá i skurðinum en hús hennar lagðist saman. Illa hefði getað faríð fyrir ökumanni gröf-
unnar ef slökkviliðsmenn sem voru við brunaæfíngu á næstu grösum hefðu ekki ibrugðiö svo skjött við
DV-mynd S.
Æfing slökkviliðsins
bjargaði ökumanninum
Nærri lá að stórslys yrði við
Nýbýlaveg í Kópavogi í gærdag er
skurðgrafa, sem var við vinnu, rann
ofan í skurð og lenti á hvolfi ofan í
honum. Mun kantur við veginn hafa
gefið sig með þessum afieiðingum.
Rétt við slysstaðinn fór fram
brunaæfing á vegum slökkviliðsins.
Urðu nokkrir slökkviliðsmenn vitni
að atburðinum og hlupu þeir til um
leið og slysið varð og björguðu
manninum úr gröfunni. Mátti þar
engu muna þvi í sama mund og
maðurinn hafði náðst úr gröfunni
lagðist hús hennar saman.
Þótti þetta einstakt snarræði
slökkviliðsmannanna og mesta lán í
óláni að þeir skyldu hafa verið svo
nálægir. ökumaður skurðgröfunnar
slasaðist minna en haldið var í fyrstu
og fékk hann að fara heim af slysa-
deild eftir aðgerð.
Æfing brunavarða gekk að öllu
leyti mjög vel og var það ekki síður
æfing fyrir þá að bjarga manninum
úr skurðgröfunni. Erfiðlega gekk að
ná gröfunni upp úr skurðinum en
tókst að lokum í gærkvöld.
-ELA.