Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1982, Qupperneq 32
32
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982.
Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf
Kona hans, Mona Nörklit: Fæddi
mánuði fyrir tímann.
Fjölgar
í ABBA
Sunnudaginn 10. janúar fæddist
þeim hjónum Benny Anderson
(ABBA) og Monu Nörklit drengur.
Hann vó 2830 grömm, fæddist mánuði
fyrir tímann, en fæðingin gekk vel.
Benny á tvö börn fyrir, soninn Peter
(18 ára) og dótturina Helene (16 ára).
Þau börn eignaðist hann er hann var
ungur og upprennandi og starfaði með
hljómsveitinni Hep Stars. Seinna
kvæntist hann ABBA-félaga sínum
Annifrid Lyngstad, en þau eignuðust
ekki börn.
Benny og Mona gengu með mestu
leynd í það heilaga 3. desember 1980.
Framkvæmdastjóri ABBA, Stickan
Anderson, fékk ekki einu sinni að vita
neitt fyrr en allt var um garð gengið.
Það hefur heldur betur fjölgað í
ABBA að undanförnu því Björn Ulva-
eus og kona hans, Lena, eignuðust líka
son í janúarbyrjun.
Fjölmiðlar fjölluðu ú
sl. úri fremur um úst-
arœvintýri Britt Ek-
land en starf hennar
sem leikkonu, en nú
hefur Britt sýnt að
hún hefur llka tímu til
að sinna kvikmynda-
leik. Hún hefur sem sé
nýlokið við að leika
lögregluþjón I mynd
sem heitir „ The
Clombian Connect-
ion ”. Söguefnið er
flkniejhasmygl en
Britt segir að úrvinnsl-
an minni helzt ú suð-
ur-amerlskar spag-
hetti-myndir. Eins og
myndin sýnir sómir
Britt sér vel í hlut-
verki lögregluþjóns,
enda er einkennisbún-
ingurinn mun klceði-
legri en við eigum að
venjast ú vörðum lag-
anna.
— Marlene Dietrich neitaði að halda upp
á áttræðisafmælið þar sem hún segist
vera þremur árum yngri, eða 77 ára
Alfræðiorðabækur og handbækur
upplýsa að hún sé fædd árið 1901. V-
þýzki innanríkisráðherrann, Gerhard
Baum, sendi henni skeyti fyrir hönd
stjórnarinnar 27. desember og óskaði
henni til hamingju með áttræðisaf-
mælið. Útvarpsstöðvar, sjónvarps-
stöðvar og kvikmyndahús víða um
heim lögðu líka sitt af mörkum til að
hylla Marlene Dietrich á degi þessum.
En Maria Magdalena von Losch,
eins og Marlene hét áður en hún skipti
um nafn, var öskureið. Hún heldur því
nefnilega fram að hún hafi alls ekki
orðið áttrtéð þennan dag heldur 77 ára.
Og hún getur sannað það. — í pass-
anum hennar stendur að hún sé fædd
27. desember 1904, segir ritarinn
hennar. — Það var illgjarn embættis-
maður í þjónustu nasista sem gerði
hana þremur árum eldri en hún er.
Marlene Dietrich lifir nú kyrrlátu lífi
í París. Hún býr í tveggja herbergja
íbúð við Avenue Montaigne ásamt
spænskri ráðskonu sinni. Hún héltekki
upp á 77 ára afmælið sitt. Hún á eina
dóttur, Maríu, fjögur barnabörn og
þrjú barnabarnabörn. En ekkert þeirra
fékk að heimsækja hana á afmælisdag-
inn, hún vildi fá að vera i friði.
Marlene hefur ekki komið opinber-
lega fram síðan 1976. Þá var hún enn
fögur sem forðum og hcillaði áhorf-
endur ekki síður en í gamla daga.
Gengur við
hækjur
En nú er svo komið fyrir henni að
hún getur ekki gengið nema hún styðj-
ist við hækjur. Hún lærbrotnaði árið
1975 og síðan hefur hún átt æ erfiðara
um gang. Hún heldur sig því mest við
rúmið og er að skrifa nýja bók.
Æviminningar hennar komu út fyrir
þremur árum en urðu ekki metsölubók.
Hins vegar ganga gamlar myndir með
henni eins og heitar lummur um víða
veröld og þær 160 grammófónplötur
sem hún hefur sungið inn á eru löngu
sígildar og ekki siður keyptar af ungu
fólki en því eldra.
Er einhver sem saknar Idi Amins?
A.m.k. ekki hinir ólánsömu ibúar
Uganda sem hafa nú aðra böðla að
kljást við. Heldur ekki heimsleiðtog-
arnir sem hafa fengið Khomeini og
Gaddafi í staðinn, svona til að tilver-
an veröi ekki alltof hversdagsleg.
Þá eru bara kvikmyndaframleið-
endur eftir og þeir sakna „Big
Daddys” svo mikið að þeir eru enn
að gera myndir um hann. Sú nýjasta
heitir Amin og er brezk. Leikstjóri er
Sharad Patal og fylgir myndin í kjöl-
farið á nokkrum myndum sem gerðar
hafa verið um flugránið sem endaði á
svo dramatískan hátt í Entebbe.
Þaö er Joseph Olita sem leikur Idi
Amin og þykir hann nánast tvífari
hans. Patal tókst einnig að ná í tví-
fara Elisabetar Englandsdrottningar,
en sú heitir Jeanetle Charles.
Myndin var frumsýnd með mikilli
viðhöfn í London ög var ágóðinn af
henni látinn renna til Rauða krossins.
FJÖLDABRÚÐKAUP I KINA
Marlerw Dietrich: Kom siðast friun
1976 og var þá enn fögur sem
forðum.
brúðkaups af yfirvöldum þar sem slíkt
er miklu ódýrara en venjuleg vígsla.
Yfirvöld í borginni Fozhou í S-Kína
hafa reynt að hamla gegn dýrum
brúðkaupum með því að leggja auka-
skatt á brúðkaupsveizlur þar sem
veizluborð eru fleiri en þrjú.
Töfrateningurinn: Hefur auðgað
margan manninn.
Það er ekki bara Ungverjinn Ernö
Rubik, faðir töfrateningsins, sem hefur
grætt á þessu geysivinsæla leikfangi.
Brezka blaðið The Guardiar. hefur
nú birt lista yfir mest seldu vasabæk-
urnar 1981, og á þeim lista tróna þrjár
bækur um töfrateninginn.
Bókin ,,Þú getur ráðið við töfraten-
inginn” er nr. 2 á listanum og seldist í
761.225 eintökum. Nr. 12 er bókin
„Töfrateningur Rubiks”, seld i
481.039 eintökum og nr. 13 „Hvernig á
að sigrast á töfrateningi Rubiks”, seld í
431.643 eintökum.
í Englandi hafa vísindamenn líka
gert athyglisverða tilraun með töfra-
tening Rubiks og þrjá sjimpansa.
Vísindamennina grunaði að ómeðvit-
uð eðlishvöt réði miklu um hraða fólks
við að raða saman teningnum og þá
sérstaklega er ungt fólk á í hlut.
Þess vegna tóku þeir til við tilraunir
með þrjá „vel gefna” sjimpansa, sem
hafa verið notaðir við að auglýsa te.
Fékk hver um sig sinn töfratening og
svo fylgdust vísindamennirnir með
hegðun þeirra.
Þótt apar þessir kynnu að hjóla,
væru prýðilegir á skautum og tækist að
skenkja te í bolla án þess að hella
niður, gátu þeir ekki ráðið við töfraten-
inginn. Að vísu skemmtu sjimpansarnir
sér í fyrstu konunglega með hinn marg-
lita tening, en svo misstu þeir þolin-
mæðina.
Louise, 5 ára, gerði fleiri tilraunir til
að raða teningnum saman, en gafst svo
upp. Hún settist bara niður og klóraði
sér í höfðinu. Jill, 4 ára, reyndi að
gleypa teninginn, en Charlotte, 2 ára,
hegðaði sér mjög mannlega. Hún mölv-
aði teninginn í þúsund mola.
Og vísindamennirnir ákváðu að
halda ekki áfram með tilraunina þar
sem viðureignin við töfrateninginn
• gerði apana mjög æsta í skapi.
Amin er
vinsælt
viðfangsefni
Fréttastofan Nýja Kína hefur lil-
kynnt að 40.000 pör i Pckinghafi
ákveðið að halda fjöldabrúðkaup á
gamlárskvöld, sem samkvæmt tímatali
Kínverja er 25. janúar. Voru þessi til-
vonandi brúðhjón hvött til fjölda-
Benny Anderson: Pabbi i þriðja
sinn.
ALPUR
MARLENE
METSÖLUBÆKUR UM TÖFRA-
TENINGINN
— En öpum gcngur ckki vel við að raða
honum saman