Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 12
u DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. WMtUWnfiFM'Mí frjmlst, aháð daghlmð Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarfoimaöur og útgáfustjórí: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. AÖstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: Sœmundur Guövinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síöumúla 12-14. Auglýsingar: Síöumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Pverhoiti 11. Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverö á mánuði 110 kr. Verð f lausasölu 8 kr. Helgarblað 10 kr. Völdinspilla Oft gengur almenningi erfiðlega að gera greinarmun á einni ríkisstjórn eða annarri, sér ekki stóran mun á stjórnmálaflokkum eða mönnum, sem ráðuneytunum stýra. Stjórnarsamstarf flokka í milli, sveigjanleiki þeirra eða réttara sagt stefnuleysi, ýtir undir þá skoðun, að ekki skipti meginmáli hverjir stjórni og sem betur fer, eru breytingar frá einni stjórnartíð til annarrar meir í ætt við blæbrigði en byltingar. Fyrir vikið verða átök færri, sviptingar minni og röskun óveruleg, þrátt fyrir nýjar stjórnir og herra í valdastól- unum. Sú stjórn sem nú situr hefur að þessu leyti ekki brugðið út af venjunni. Engar kollsteypur hafa átt sér stað, og jafnvel má halda því fram að hennar stærsti galli sé aðgerðar- og athafnaleysi. Hún lætur reka. En að svo miklu leyti sem stefnu er að finna, þá hneigjast ákvarðanir til vinstri, bera keim af áhrifum Alþýðubandalagsins. En það er til marks um hinar hægu breytingar að kjósendur þess flokks gerast óþolinmóðir og úrkula vonar um að sósíalismi og harðsoðin vinstri stefna ráði ferðinni alfarið. Enginn efast um að Alþýðubandalag- ið vill ganga harðar og fastar að sínu sósíalíska marki. Samstarfið við aðra flokka er þeim fjötur um fót og af- leiðingin verður dvínandi fylgi og áhugaleysi í flokks- starfi. Aðrir flokkar hafa lent í svipaðri klípu. í stjórnartíð sinni 1974 til 1978 framdi Sjálfstæðisflokkurinn það axarskaft að sætta sig við Framkvæmdastofnun ríkis- ins, þá stofnun sem þeir höfðu úthúðað sem mest í stjórnarandstöðu. Bættu síðan gráu ofan á svart með því að skipa einn af þingmönnum sínum sem komissar í stofnuninni. Eftir það átti flokkurinn sér ekki viðreisnar von, glataði tiltrúnni og galt þess í næstu kosningum. Það sama gerðist með Alþýðuflokkinn. Ungu menn- irnir sem brutust fram á sjónarsviðið í kosningunum 1978 höfðu vissulega vakið vonir um breytta stefnu og nýstárlegri vinnubrögð. Þeir komust til valda en féllu á prófinu, gátu eða vildu ekki standa við stóru orðin. Þeir mega þó eiga það, kratarnir, að þeir sprengdu ríkisstjórnina, áður en þeir voru endanlega sokknir í fenið. En ef almenningi gengur illa að fóta sig í pólitík og mismun á ríkisstjórnum, þá beinist athyglin því meir að gerðum einstakra ráðherra. Hvernig umgangast þeir völdin, og hvaða áhrif hafa völdin á þá? Hér verða ekki kveðnir upp palladómar um hvern og einn ráðherra, en því miður sjást þess merki, að ekki ganga þeir allir götuna til góðs. Gunnar Thoroddsen skrifaði fræga grein um rang- lætið sem fylgir of miklum niðurgreiðslum. ,,Þær gera þá ríku ríkari en fátæku fátækari,” sagði sá góði maður í nóvember 1979. Nú fleytir hann ríkisstjórn sinni áfram á niðurgreiðslum. Ragnar Arnalds hefur manna mest býsnast yfir er- lendum lántökum. Sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu sagði hann. Nú hefur hann slegið öll met í skuldasöfnun erlendis. Svavar Gestsson hefur gumað af áhuga sínum á fé- lagslegri samhjálp. Nú sendir hann sjúkrahúsum orð- sendingu þar sem þeim er skipað að draga saman segl- in, draga úr samhjálpinni. Og hvað segja menn um nýjustu fréttir? Pálmi Jóns- son og Ragnar Arnalds bera fé á Skagfirðinga svo þeir gegniI Ernemavon þótt einhverjum verði óglatt af póli- tíkinni? ebs Ríkir tvöfalt siðgæði í Fríhöfninni? setur á bar Fríhafnarinnar og ekki vitað að þeir hafi fengið ámæli fyrir. Síðan gerist það að áðurnefndur starfsmaður lánar flugliða fimmtíu dollara úr kassa í verzlun og lætur kvittun liggja í kassanum meðan beðið er eftir endurgreiðslu. Fyrir þetta brot og með hliðsjón af áðurnefndu ölvunarbroti var starfsmaðurinn þving- aður til að segja upp starfi sínu eða sæta opinberri rannsókn ella. Undirritaðan rekur alls ekki minni til, að ýmsir þeir sem mest ' er hampað innan Frí- hafnarinnar í dag hafi verið öðrum til fyrirmyndar hvað varðar meðferð erlends gjaldeyris. Þessir og margir aðrir álíka atburðir eru ekki skemmti- legir til upprifjunar en það hljóta að vera takmörk fyrir hvað hægt er að þegja yfir því tvöfalda siðgæði sem ráðamenn virðast telja eðlilegt að sé viðhaft hjá þessari ríkisstofnun. Það Skrif þau um Fríhöfnina á Kefla- víkurflugvelli sem verið hafa í blöðum síðustu daga gefa mér ástæðu til að leggja þar orð í belg. Ég hef starfað í Fríhöfninni um nokkurra ára skeið og oft furðað mig á ýmsum þeim leikreglum sem þar virðast gilda. Það sem hefur verið brottrekstrarsök hjá einum virðist vera öðrum leið til frama. Sem dæmi vil ég nefna að einn starfsfélagi minn fékk afar ákveðna áminningu fyrir að mæta til starfa að morgni eftir að hafa haft áfengi um hönd kvöldið áður og töldu verkstjórar að hann væri ekki fullfær til starfa þann dag. Á sama tíma horfðu starfsmenn upp á það að aðrir félagar þeirra eyddu löngum tíma í »• þaö hljóta aö vera einhver takmörk fyrir hvaö hægt er aö þegja yfir því tvöfalda siögæði sem ráðamenn viröast telja eölilegt aö sé viðhaft hjá þessari ríkisstofnun,” segir Jón Ólafur Jónsson í grein sinni þar sem hann fjallar um fríhöfnina í Keflavík. Kjallarinn Ætla má að á ári barnsins hafi eitt- vandamálum barna og unglinga. En hvað verið gert til að hrista duglega upp ekki er að sjá að sú ákvörðun að kalla í hugsanahætti og skilningi fólks á árið 1979 barnaár hafi leyst neinn A „Nú á dögum eirir unglingurinn lítið ^ heima viö og er svo gott sem sambands- laus við foreldrana, þangað til eitt stk. barn kemur til sögunnar, sem afrakstur ákveðinnar tómstundaiðju sem sögö var vera klúbb- fundur,” segir Valdimar Elíasson í grein sinni þar sem hann fjallar um unglinga og uppeldi þeirra. Á að fara i að þjóðnýta álveríð? Enn tekur álmálið á sig nýjan svip. ekki lengur undir hann einan, heldur Nú er Alþýðubandalagið hætt að tala undir þrjá ráðherra, — hann og þá um súrálsmál en farið að tala almennt Steingrím Hermannsson og Friðjón um álmál, en tilgangurinn er ætíð sá Þórðarson, sem eru báðir mjög sami, — að'hakla áfram illindum við hlynntir stóriðju á íslandi og Friðjón Alusuisse. stuðningsmaður álsamninganna á Raunar er það merkilegt við meðferð' sínum tíma. þessa máls að iðnaðarráðherra hefur Iðnaðarráðherra lætur sér lynda að verið sviptur forræði þess. Málið heyrir ráða ekki lengur ferðinni, — skaplyndi ^ Haraldur Blöndal skrifar og spyr, hvort reynslan af Hjörleifi iðnaðarráöherra sé slík að treysta eigi honum fyrir yfirstjórn ál- versins. hans er meyrara en annarra manna. Ólafur Jóhannesson hefði aldrei látið aðra ráðherra segja sér fyrir verkum, hvað þá Lúðvik Jósepsson. Yfirtaka álversins Nú fyrir helgina lýsti Alþýðubanda- lagið þeirri skoðun sinni, að rétt væri og eðlilegt að yfirtaka álverið, ef ekki næðust „samningar” við Alusuisse. Virðist þar skv. þessu vera á ferðinni þjóðnýtingarkrafa. Ekki er nánar útskýrt við hvað er átt. Er Alþýðubandalagið tilbúið að leggja fram á Alþingi kröfu um þjóðnýtingu. Vill Alþýðubandalagið greiða fullar bætur skv. stjórnarskránni eða á að takmarka bæturnar? Allt er þetta enn óskýrt. Ennfremur er óskýrt, hvað á að vinnast með þessu. Nú er það auðvitað rétt, að þeir tímar koma, að íslendingar vilja eiga hluti í álverinu. Ég minnist þess ekki, að nokkur sé því andsnúinn, þ.e. ef menn telja fjármunum landsins borgið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.