Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Ekki satt Einar Karl? ÞjóAviljinn er blað sem ekki gerir greinarmun á frétt- um af pólitískuin atburðum og pólitískum skoðunum. Þar eru pólitískar greinar birtar sem frétlir og þar fær slefna Alþýðubandalagsins cin að komast að. Slíkar,,fréttir” eru enda oftar en ekki skrif- aðar af ritstjórum blaðsins og merktar þeim. Gott og vel, þetta er þeirra aðferð og verði þeim að góðu. Þetta eru áróðursgreinar, sem eiga ekk- ert skylt við blaðamennsku. Hins vegar er óþarfi að sitja þegjandi undir þeim ásökun- um Einars Karls Haraldssonar Þjóðviljastjóra að svona lágkúra eigi sér slað hér á DV. En Einar segir í blaði sínu í gær, að DV hafi lokað á birtingu samþvkktar frá Alþýðubandalaginu um Alusuissemálið. Þetta er ekki rétt. Þegar vinnu lauk á ritsljórn DV síðaslliðið föstudags- kvöld hafði engin samþykkt borizt frá Alþýðubandalaginu né fregnir um að hennar væri áð vænta. Hins vegar birtist samþykktin með flennilelri á forsíðu Þjóðviljans á laugar- dag. Erá henni var greint i fréttum útvarps og sjónvarps um helgina og hún var birt i Morgunblaðinu á baksiðu á sunnudag. Auðvitað kom ekki til mála að verja tak- mörkuðu fréltaplássi í DV á mánudegi undir frétt sem alþjóð var kunn. Við höfum ekki lök á að birta allt og þau mál sem hafa verið tiunduð annars staðar hljóta að mæta afgangi. Þetta skeður daglega á öllum blöðum. Til gamans má geta þess, að seint á föstudag, er verið var að Ijúka við fréttaskrif laug- ardagsblaðs DV var hafl sam- band við blaðið af ónefndum manni. Hann sagði að ráð- herranefndin hefði þá sam- þykkt að ríkið yfirlæki ál- verið. Er hafl var samhand við Hjörleif og Steingrím neit- uðu þeir þessu. Kannski að einhverjir álíti yfirvofandi samþykkt Alþýðubandalags- ins jafngilda ríkissljórnar- samþykkt? Tveir göðir Björn og Bjarni þoldu illa návist hvor annars og voru stöðugt að kita. Björn var bersköllóttur en Bjarni vita- tannlaus. Eilt sinn slrauk Bjarni yfir skalla Björns og spurði: — Hvaða sjampó notar þú? Björn svaraði um leið: — Golgatc flúor. Kerfisbundið efnahagsástand fyrir neytendur Samkvæmt áreiðanlegum upplýsingum nema niður- greiðslur á hverju kílói dilka- kjöts nokkurn veginn ná- kvæmlega sama krónufjölda og kaupandinn borgar fyrir það. Sem sagt: Tvöfalt verð. Helmingurinn yfir búðar- borðið, — hinn helmingurinn með sköttum i gegnum rikis- sjóð. Heilsugæzlan kostar ríkið um 560 milljónir nýkróna. Það er ekki fjarri þvi, sem nemur gróðanum af áfengis- og tóbakssölu ríkisins til neytenda. Svo eru menn að tala um að það sé ekki kerfi í vit- leysunni — eða system i galskabet. Heyrnartækin voru ekki jafn góð öllum Kunnur borgari sem nú er látinn fyrir allnokkrum árum, var talinn einhver auðugasti maður landins. Löngu fyrir aldur fram varð hann fyrir því, að honum dapraðist ákaflega heyrn. Þoldi hann þetta afar illa, enda varð honum heyrnar- leysið mjög til baga i veraldar- vafstrinu. Tók hann að hegða sér skringilega að sumu leyti. Voru þau viðbrögð rakin til mótlætis vegna heyrnarinnar. Nú eru áratugir frá þvi nú- timaleg heyrnartæki bárust fyrst hingað til lands. Var um þau sem margar nýjungar, þótt þær horfi til bóta, að misjafn- lega gengur að kynna þær. Áðurgreindur heiðursmaður varð með fyrstu mönnum til að fá slik hjálpartæki. Fyrr en vænta mátti kom hann til þess að fá i þau nýjar rafhlöður. Kvaðst hann heldur en ekki ánægður með tækin. Sagðist hann nú vel heyra það, sem tal- að væri nálægt sér og jafnvel í' næsta herbergi, ef hátt og skýrt væri mælt. Fullorðin kona, sem annað- ist afgreiðslu, gladdist með glöðum. Hafði hún orð á þvi, hvcr léttir þetta hlyti og að vera fjölskyldu mannsins og vinum. „Það er nú að mestu leyti óreynt ennþá,” sagði sá er tækin notaði. „Ég hefi ekkert látið uppi um þetta við mitt fólk ennþá. Ég hefi notið þess að hlusta. Eitt get ég þó sagt yður i trúnaði: Erfðaskráin sem ég hafði gert hefur tekið gagngerum breytingum frá þvi að ég fékk tækin.” Sæmundur Guðvinsson Bragi Sigurösson Bfóbær—Quadrophenia: Töffgæjar og flottarpíur Kvikmyndahúsið Bíóbær við Smiðjuveg í Kópavogi hefur nú tekið til sýningar kvikmyndina Quadrophenia, sem á okkar eldforna máli hefur verið nefnd „Hallæris- planið” og er það hræðileg nafngift. Flestir þeir sem komnir eru á þrítugsaldurinn ættu að kannast við tónlistina sem er flutt af The Who og er þetta önnur rokkópera Peters Townhends, hin fyrri „Tommy” naut gífurlegra vinsælda hér áður fyrr á árunum þegar hún var sýnd i Nýja bíói. Quadropnenia er ólík „Tommy”, hún er stærri í sniðum og tónlistin sterkari. Sagan sem fylgir plötunni er um ungan pilt sem á erfitt með að finna sig i brezku millistéttarþjóðfél- agi í byrjun 7unda áratugsins. Hann er „modd” en þaðer tízkufyrirbrigði rétt eins og pönk eða bara sérhver önnur tízkustefna. „Moddarnir” eru penir, andstætt rokkurunum sem eiga stóran þátt i myndinni. Hann er óframfærinn og lokaður en í myndinni er Jimmy töffari klíkunnar og ræður þar öllu lengi vel. Faðir hans telur hann vera kleifhuga en Jimmy telur sig eiga við eitthvað ennþá meira og stórbrotnara að stríða. Strandarferðin til Brighton, sem er hámarkið, reynist vera ævintýri fyrir Jimmy, þar kynn- ist hann „ásnum” (Sting) og lenda „moddarnir og rokkararnir” í æðis- gengnum götubardaga, fyrst á móti hvor öðrum en síðan við lögregluna. Jimmy er tekin fastur en snýr siðan aftur heim og er þá orðinn þreyttur á lífinu enda margt breytt. Hann er rekinn að heiman og stúlkan hans svíkur hann. Hann fer aftur til Brighton til að upplifa helgina góðu en sér þá hvað allt er hversdagslegt og það frelsi, sem hann hélt sig lifa við, tóm ímyndun. Jimmy dópar sig upp og íhugar sjálfsmorð og stelur sér vespu, vörumerki moddaranna, og ætlar að bruna fram af klettunum við ströndina, en sér sig um hönd en sendir vespuna táknrænu fram af. Myndin er kannski ekki upp á það bezta en leikurinn og tónlistin bæta það upp. Phil Daniels sem leikur Jimmy er hreint og beint magnaður í hlutverki sínu, það sama er hægt að segja um Toyah Willcox en þó eigum við vonandi eftir að sjá myndina Jubilee en þar er hún frábær. Sting sem er auglýstur efst á blaði gæti nú alveg eins leikið löggu í myndinni því hann er er ekki góður í hlutverki sínu. Þá er bara að drífa sig í Bíóbæ og sjá Quadropheniu áður en sýningum verður hætt á þessari annars ágætu mynd. Oddrún Vala Jónsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir) Samvinnuhreyfingin minnist aldarafmælisins á ýmsan hátt: UM 30 ÞÚSUND GESTIR í MÓTTTÖKUR UM LAND ALLT Afmælishátíðahöldin í tilefni af hundrað ára afmæli samvinnuhreyf- ingarinnar fóru vel fram í alla staði. Um 30 þúsund gesta komu í móttökur víðs vegar um landið á vegum hreyfingarinnar. - Aðalhátíðin var á Húsavík, þar sem Kaupfélag Þingeyinga er hið fyrsta sinnar tegundar á íslandi, en stjórn þess kaupfélags minntist afmælisins með þvi að koma saman til fundar að Þverá í Laxárdal og var hann haldinn í sömu baðstofunni og stofnfundur félagsins fyrir réttum hundrað árum. Allmörg kaupfélög víðsvegar um landið veittu félagsmönnum sínum og viðskiptavinum afslátt af vörukaupum í tilefni afmælisins og Kaupfélag Hafn- firðinga gaf 62 þúsund krónur til félagsstarfs aldraðra í Hafnarfirði og Garðabæ. í anddyri Holtagarða, húss Sam- bandsins í Reykjavík, hefur verið komið fyrir erlendum listaverkum, gestum og gangandi til augnayndis. Þá kom afmælishefti Samvinnunnar út fyrir skömmu og er tæpar hundrað síður að stærð. Þar er meðal annars að finna ávarp forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, grein um fyrstu ár Kaupfélags Þingeyinga, ásamt fjölda annarra greina og viðtala. Plastprent hf. hefur í samráði við Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins hafið framleiðslu á nýrri tegund byggingarplasts. Framleiðsla þessi er árangur rannsókna sem stofnað var til vegna aukinna krafna til byggingarefna. í leiðbeiningum um frágang á plastdúk fyrir rakavörn frá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins segir m.a.: „Notið ein- Vefnaðardeild sambandsins hefur látið gera boli, hálsbindi og fleira i þeim dúr með samvinnumerkinu og væntanlegt er á markaðinn postulin með sama merki auk ýmissa annarra muna. —KÞ ungis sérframleitt plast sem hefur mikla mótstöðu gagnvart langtíma- áhrifum ljóss, lofts og hita.” Þol- piast heitir nýja byggingarefnið sem uppfyllir þessi skilyrði og er sérstak- lega ætlað sem rakavörn í byggingar, bæði í loft og veggi. Það er ónæmt fyrir sólarljósi og því einnig mjög hentugt í gróðurhús, vermireiti og glugga fokheldra húsa. HGG. Haf in f ramleiðsla á nýrri tegund byggingarplasts Tæplega 150 dagvistunarpláss bætast við í Reykjavík Þrjú ný dagvistunarheimili voru opn- uð á Reykjavíkursvæðinu nú fyrir helgi. Dagvistunarheimili þessi eru: Leikskóladeild við Hólaborg, 18 börn eru þar fyrir hádegi en eftir hádegi verða þar 20 börn. Skóladagheimilið við Suðurhóla rúmar 20 skólabörn og eru þau á aldrinum 3—6 ára. Leikskól- inn og dagheimilið við Ægisborg tekur 17 börn á aldrinum 1—6 ára'til 9 stunda dvalar og 72 börn til 5 stunda dvalar. Leikskólinn við Hólaborg er timbur- hús sem reist er á steinsteyptum súlum, og er hægt að flytja ef þörf krefur. Verktaki við bygginguna var Húsa- smiðjan hf. Verktaki við hinar tvær stofnarnirnar var Burstabær hf. Með þessum dagvistarheimilum bæt- ast við pláss fyrir 37 börn á dagheimil- um og UOá leikskólum í Reykjavík. IÁB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.