Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 3
3 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982. Ársel liggur undir skemmdum: { Allt á flot r efrígnir —tvisvar skipt um parket með skömmu millibili „Það hafa orðið miklar valnsskemmdir á húsinu í vetur, því er ekki að leyna, og fyrir skömmu var alveg skipt um parket á dansgólfi, en það er í annað sinn á stuttum tíma sem það verður fyrir skemmdum,” sagði Valgeir Guðjónsson, forstöðumaður Ársels, hinnar nýju félagsmiðstöðvar í Árbæ, í samtali við DV. Félagsmiðstöðin nýja er rúmgóð og glæsileg, enda var engu til sparað við byggingu hennar, en galli er á gjöf Njarðar, þar sem frágangi utanhúss er mjög ábótavant. Ef gerir rigningu eða frost stiflast öll niðurföll og allt fer á flot innanhúss. „Ástæðan fyrir því, að frágangi utanhúss er svo ábótavant er að til stendur að byggja bókasafnsálmu á lóðinni, svo að ekki þótti taka því að ganga frá lóðinni aðeins til að rífa allt upp aftur.” — Er þetta mikill fjárhagsbag^i á ykkur? „Fjárhagslega séð kemur þetta ekki niður á starfseminni i húsinu, það er Reykjavikurborgar að sjá um kostnaðarhliðina. Hins vegar þykir okkur starfsfólkinu örðið harla hvim- leitt að byrja alltaf á alls kyns tilfæring- um og vatnsaustri, þegar við komum til vinnu á morgnana,” sagði Valgeir Guðjónsson. __ Viðamikil kynning á íslandi í Luxemborg Á morgun hefst í Luxemborg íslandskynning sem Flugleiðir, Ferða- málaráð, Útflutningsmiðstöð iðnað- arins og Ferðaskrifstofa rikisins standa að. Sýningin mun standa í hálfan mánuð. — umkaup ogkjör Samningar um kaup og kjör starfs- manna hjá íslenzka álfélaginu hf. tókust aðfaranótt sunnudagsins, en þeir höfðu verið lausir frá 1. febrúar. Þessir nýju samningar eru nú til athugunar i stéttarfélögum starf- mannanna, en þau félög eru 10 talsins. Er stefnt að undirritun samninganna undir miðjan mánuð. Sendiherra íslands ntun opna hátíðina í Hótel Aerogolf Sheraton og síðan mun verða þar tízkusýning, hljómsveitin Mezzoforte mun leika og sýnd verður 15 mínútna land- kynningar-kvikmynd sem Ferðamála- Ekki hefur verið greint frá því í hverju nýju kjarasamningarnir felast, en samkvæmt heimildum DV eru breyt- ingar i svipuðum farvegi og í almennum kjarasamningum sem gerðir hafa verið undanfarið. Hins vegar eru kjör hjá fsal taliri allmiklu betri en á almennum vinnumarkaði. ráð og Flugleiðir hafa látið gera í sam- einingu. Um kvöldið verður síðan borinn fram íslenzkur matur. Næsta dag verður efnt til happ- drættis með ókeypis miðum og verða íslandsferðir i verðlaun. Þá mun Jónas Guðmundsson opna málverkasýningu og Mezzoforte kemur fram í Radio Luxembourg. Efnt verður til íslenzkrar kvik- myndahátíðar og verða sýndar mynd- irnar Útlaginn.Land og synir og Óðal feðranna. Af öðrum atriðum má nefna að efnt verður til sérstakrar barnahátíðar, sett verður upp sýning á íslenzkum skart- gripum úr silfri og sýndar verða stækk- aðar ljósmyndir Gunnars Hannessonar ljósmyndara sem eru í eigu Flugleiða. . Að sögn Svein Sæmundssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, verður þetta ein viðamesta íslandskynning sem efnt hefur verið til í seinni tíð. -ÓEF. HERB. Manntalið gengur vel SAMIÐ HJÁ ÍSAL SJrAnton DoSrt, ekm frmgaatíniáHandl fuKtrúidanstistarinnar. DV-mynd Eirikur Jónsson. Tækifærí fyrír ballettunnendur: Sir Anton Dolin rabbar um Giselle — í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld Sir Anton Dolin rabbar um ballett- inn Giselle og sögu hans i Þjóðleik- húskjallaranum annað kvöld, ftmmtudag, kl. 20.30. Dolin er sem kunnugt er hér á landi á vegum Þjóð- leikhússins til þess að setja upp þennan fræga ballett. Sir Anton Dolin er einn frægastj núlifandi fulltrúi danslistarinnar, enda spannar ferill hans ýmis mestu blómaskeið dansins á þessari öld. Hann er einnig kunnur rithöfundur og hefur skrifað þrjú bindi endur- minninga auk margra annarra bóka um danslist og ævisagna. Dolin var nýlega aðlaður fyrir framlag sitt til danslistarinnar. Hann fæddist á Englandi en er af írsku ættum. Hann hóf dansnám barn að aldri. Giselle hefur verið sett upp í fjöl- mörgum löndum og hefur Dolin stjórnað mörgum þeirra uppfærslna. Hann kemur hingað til lands frá París þar sem hann setti upp hinn frægasta af eigin dönsum, Pas de Quatre í Parisaróperunni. Dolin hefur komið til íslands áður, en þá selti hann einmitt upp Pas de Quatre fyrir íslenzka dansflokkinn. Dolin hefur því frá mörgu að segja og gefst fólki tækifæri til þess að kynnast einu helzta nafninu í ballett- heimi þessarar aldar. .j j| „Þetta hefur allt saman gengið mjög vel og raunar alveg samkvæmt áætlun. Það vinna í úrvinnslunni þetta 5 til 7 manns á dag og sem fyrr var ætlað, þá er niðurstaðnanna að vænta árið ’84”, sagði Guðni Baldursson á Hagstofunni þegar hann var inntur eftir því hvernig gengi að vinna úr manntalinu fræga sem gert var í janúar á fyrra ári. „Niðurstöðurnar verða gefnar út í bókarformi þegar þær liggja fyrir, eins og raunar hefur verið gert við fyrri manntalsniðurstöður. Auk þess munu allar itarlegar tölur sem ekki verða í bókinni látnar liggja frammi á Hag- stofunni”, sagði Guðni. —SER. Þjófurinn fór illa á lyf jaþjófnaðinum Brotizt var inn í Heilsugæzlustöðina á Bolungarvik aðfaranótt fimmtudags og aftur á sunnudag. Þar var peningum og lyfjum stolið og talsverðar skemmd- ir unnar á húsi og innbúi. Innbrotsþjófurinn fór illa á pillu- stuldinum, því að hann var fluttur þungt haldinn á sjúkrahúsið á ísafirði eftir pilluátið. Hann kom til kunningja sins og var þá langt leiddur. Kunning- inn hringdi þegar á lækni og var mann- inum komið á sjúkrahús. Hann var síð- an fluttur með sjúkraflugvél til Reykja- víkur. Maður þessi er aðkomumaður á Bolungarvík, en hefur verið þar við vinnu. Hann hefur áður verið tekinn fyrir afbrot. —Kristján, Bolungarvík. Fururúm nýkomin MIKIÐ ÚRVAL Opið: mánud,—miðvikud. til kl. 18 fimmtudaga til kl. 20 f östudaga til kl. 22 laugardaga kl. 9—12 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Húsgagnadoild Símar: 10600 og 28601. HHHHHHHHHHHHHHrlrl dier pepsi SYKURLAUST 1 SYKURLAUST í línurnar og drekktu PEPSI jd MINNA EN EIN KALORIAI FLOSKU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.