Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
17
> Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Stóri bróðir og íþróttakennaramir
— „er leikf imin þeirra nógu góð?”
Hallgrímur Marinósson skrifar:
Mjög virðist það fara fyrir brjóstið á
iþróttakennarastéttinni hversu miklar
vinsældir vaxtarræktar eru orðnar hér
á landi. Hafa þeir að undanförnu reynt
hvað þeir geta til að stöðva framgang
vaxtarræktarinnar og í því skyni málað
skrattann á vegginn. Nú siðast svarar
Sigurjón Elíasson formaður íþrótta-
kennarafélags Islands Gunnari Ólafs-
syni kraftlyftingamanni hér i dálknum
á heldur ósmekklegan hátt.
Að sjálfsögðu er það út af fyrir sig
skiljanlegt að lærðir íþróttakennarar
verði afundnir þegar fólk leitar til ann-
arra en þeirra til að verða sér úti um
hoila hreyfingu og áreynslu. En hafa
þessir góðu menn fylgst með tímanum?
Er leikfimi þeirra nógu góð? Margir
segja að iþróttakennsla skólanna sé
fremur til þess fallin að fæla ungt fólk
frá iþróttum en að örva það til dáða.
Ekkert fullyrði ég um það en ljóst er að
íþróttir njóta ekki nægilegrar hylli inn-
an skólanna.
íslensktrit
um vaxtarrækt
á döfínni
Sigurjón kvartar undan því í bréfi
sínu að ekkert sé til af islensku efni um
vaxtarrækt. Því er til að svara að það er
rétt að lítið er til skrifað á íslensku um
vaxtarrækt. En þetta stendur til bóta.
Á döfinni er útgáfa blaðs vaxtarrækt-
armanna. Þar verða margar ágætar
greinar um innlenda vaxtarrækt og er-
lenda. Þar verða greinar eftir fræga er-
lenda lækna og vísindamenn sem fylgst
hafa betur með en islenskir leikfimi-
kennarar. Mun blaðið án efa varpa
skýru ljósi á ágæti vaxtarræktarinnar.
Vörurfrá
Heimavali
Þá talar Sigurjón um einhver „töfra-
efni” frá Heimavali og reynir að gera
lítið úr þeim vörum sem fyrirtækið
býður. Því er til að svara að þar er um
viðurkennda vöru að ræða, m.a. er þar
um að ræða próteinduft. Prótein eða
Halgrimur Marinósson skrifar að slysatfðni sé óviða minni en i lyftingum og að ekki sé þörf á neinu eftirliti f vaxtarræktar
stofnunum.
eggjahvítuefni eru viðgerðar- og
uppbyggingarefni líkamans og ljóst er
að nútima-íslendingur þarfnast meiri
eggjahvítu en hann fær úr sinni daglegu
fæðu. Hér er hvergi um neina „töfra”
að ræða. Öll sú vara sem Heimaval
býður upp á er framleidd að ráði fær-
ustu manna í ýmsum vísindum. Fram-
Ieiðandinn er stórt bandarískt fyrir-
tæki, Weider, og er það mjög virt í
sinni grein. Að tala um notkun á
próteini, vítamínum og steinefnum sem
vafasama, eins og Sigurjón gerir í grein
sinni, gerir manninn í meira lagi undar-
legan í augum lesandans.
Og snúum okkar síðan að líkams-
ræktarstöðvunum sem eru á stuttum
tíma orðnar svo vinsælar hér á landi að
þúsundir manna stunda vaxtarræktina.
Greinilega svíður íþróttakennurum það
að slík starfsemi fari fram án fólks
„meðpróf”.
Reynsla mikils virði
í þessari starfsemi, eins og víðast
hvar í hinu almenna íþróttastarFi, kom-
ast menn mæta vel af án íþróttakenn-
ara með próf upp á vasann: menn eins
og Guðmundur Sigurðsson, Gústaf
Agnarsson, Óskar Sigurpálsson,
Friðrik Jósepsson, Sverrir Hjaltason,
allir með langa reynslu að baki og hafa
unnið til stórra verðlauna á erlendum
vettvangi í lyftingum. Eða Viðar og
Sveinbjörn Guðjonsen, þekktir út fyrir
landsteinana í júdóíþróttinni. Þessir
menn hafa orðið að þjálfa án leiðsagn-
ar iþróttakennara en náð árangri samt
og það undarlega: Þessir menn hafa
ekki slasast t sinni íþrótt heldur hafa
þeir alla tíð notið þess að stunda holla
íþrótt. Slysatíðni í lyftingum er mjög
lág miðað við aðrar greinar, er því
næst í núlli hér á landi eftir því sem best
verður séð.
Sama er að segja um þá sem leita til
líkamsræktarstöðvanna og þjálfa þar.
Þeir fá sérfræðinga til leiðsagnar og
þar hafa engin slys orðið. í þessu, eins
og flestu öðru, reisir einstaklingurinn
sér ekki hurðarás um öxl, hann fer var-
lega og ofbýður sér ekki, helst að unga
fólkinu sé hætt við því en með því er
haft vakandi auga á hverri stofnun.
Sumir menn virðast fæddir með þá
áráttu að hið opinbera sé með eftirlit
um allar trissur. Þetta minnir á bókina
„1984”, þar sem Stóri Bróðir fylgist
með öllu og öllum, sér inn í hvern af-
koma. Það er stutt í árið 1984. Við
skulum vona að spá Orwells í bók þess-
ari rætist aldrei. Reyndar hefur borgar-
læknir svarað fyrir sig. Það er ekki
þörf á neinu eftirliti í vaxtartæktar-
stofnunum. Það eftirlit er innt af hendi
af þeim sem þær reka, af mönnum sem
vita nákvæmlega hvað fólk má bjóða
sér.
ÞeO verður lengi i mktnum hmft frábmrt þorrablót sem hóteisljóri Hóte/
Borgamess hólt fyrir Bfeyrisþega, seglr bréfHtori.
Frábært kvöld
á Hótel Borgarnesi
— þegar Jóhannes hótelstjóri
bauð lífeyrisþegum á þorrablót
Ellilífeyrisþegi skrifar:
Mig langar til að senda Jóhannesi
hótelstjóra Hótel Borgarness beztu
þakkir fyrir frábært kvöld er hann
bauð öllum lífeyrisþegum, 67 ára og
eldri, og mökum þeirra á þorrablót 17.
febrúar síðastliðinn, einnig hljómsveit
og öllu starfsfólki. Þetta kvöld verður
lengi í minnum haft.
Hafið öll beztu þakkir fyrir.
XEROX*
Leiðandi merki í Ijósritun
HOLLAND
IERA
Frystikista AFC
Frystiskápur AFE
Frystiskápur AFE
Kæliskápur ARC
Kæliskápur ARC
Kæliskápur ARC
Kæliskápur ARC
Kæliskápur ARC
Kæliskápur ARF
Kæliskápur ARF
Kæliskápur ARF
LÁGMÚLA 7
REYKJAVÍK SI'MI 85333
HÆÐ BREIDD DÝPT LTR.
172 - - 85 — 95 — 64 — 260
523 - - 85 — 55 — 60 — 140
567 - - 144 — 60 — 64 — 300
268 - - 144 — 60 — 64 — 340
271 - - 160 — 59 — 60 — 350
272 - - 160 — 68 — 60 — 410
355 - - 105 — 48 — 60 — 180
356 - - 114 — 55 — 60 — 220
805* - - 139 — 55 — 59 — 265
806* - - 159 — 55 — 59 — 310
874 - - 134 — 55 — 60 — 270
Unnrabyröi úr áli
VERÐ
SJÓNVARPSBÚDIN
STAÐGR.
8.240 7.830
5.845 5.550
7.725 7.340
5.670 5.390
7.645 7.260
8.190 7.780
4.290 4.070
4.555 4.330
6.510 6.180
6.995 6.650
5.035 4.780