Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
35
Sjónvarp
REYKINGAR—sjónvarp í kvöld kl. 21.50:
Reyklngar eru feigðarflan
— Treystirþú á heppnina?
Naglar i Hkkistuna — svo eru
sigaretturnar stundum nefndar. Um
skaðsemi þeirra fræðumst við í kvöld.
Óhollt cr að reykja, víst er um það. í
kvöld kl. 21.50 sjáum við mynd frá
BBC, þar sem þessi staðreynd er sett
fram á áhrifamikinn hátt. Þúsund ung-
lingar úr skóla einum stilla sér upp fyrir
framan myndavélina. Síðan er spurt:
Hverjar eru líklegustu dánarorsakir
þessara unglinga þegar fram líða stund-
ir?
Svar: Einn kann að vérða myrtur,
sex munu ef til vill látast í umferðar-
slysum, tvö hundruð og fimmtíu munu
sennilega deyja úr sjúkdómum tengd-
um reykingum — og er þá miðað við að
allur hópurinn verði reykingamenn.
Þessir tvö hundruð og fimmtíu munu
deyja tíu fimmtán árum fyrr en ella.
Í myndinni verður lýst helztu sjúk-
dómum sem nikótín veldur: lungna-
krabba, lungnaþembu, berknakvefi
(bronkítis), blóðrásartregðu. Rætt
verður við ýmsa sjúklinga og hafa sum-
ir þeirra misst fæturna af völdum reyk-
inga. Hefur þá kolsýrlingur valdið
æðastíflu og drepi í fótunum.
Það er einmitt kolsýrlingur, sem
læknar hafa mestar áhyggjur af nú og
telja hættulegan fyrir hjartað. Svo
virðist sem við aukna notkun filter-
sígaretta hafi heldur dregið úr krabba-
meini í lungum. En það er skammgóð-
ur vermir og lítil huggun, því að í stað-
inn hefur lungnaþemba og hjartveiki
aukizt, og er kolsýrlingnum kennt um.
í myndinni er sagt frá nýjustu niður-
stöðum læknavísinda varðandi hættur
af tóbaksneyzlu og jafnframt varpað
framýmsum spurningum. Hversu náin
eru tengsl ofangreindra sjúkdóma og
reykinga? Hvað hafa erfðir að segja i
þessu sambandi? Sumir virðast nefni-
lega þola eituráhrif tóbaksins betur en.
aðrir.
Því er spáð, að komandi kynslóðir
muni líta á reykingar sem heimskulegt
feigðarflan. En á okkar dögum eru þeir
fjöldamargir sem gjarnan vildu hætta,
en hafa sig ekki í það. Þeir treysta á að
verða meðal hinna heppnu sem sleppa
fyrir horn.
ihh
VAKA — sjónvarp
kl. 20.35:
Leikhúslífið
blómstrarum
landallt
Sagt er að sextán leiksýningar séu
nú í gangi á höfuðborgarsvæðinu,
og varla eru færri á fjölunum í
kauptúnum og sveitum víðsvegar
um landið. Það ætti þvi ekki að
koma neinunt á óvart að í Vöku-
þættinum í kvöld verður fjallað um
leikhús.
Ekki verður reynt að lýsa nema
örfáum sýningum. Hins vegar verð-
ur reynt að fá dálitla innsýn í starfið
í leikhúsum, ekki aðeins uppi á
sviðinu, heldur einnig að tjalda-
baki: Þar eru handtökin mörg, allt
frá förðun til miðasölu.
Þátturinn verður i umsjá Þór-
unnar Sigurðardóttur. Hún starfar i
bili sem blaðamaður, en er annars
alvön „leikhúsmanneskja.” Var
fyrir jólin á Akureyri að leikstýra
„Dýrunum í Hálsaskógi” og hefur
alveg nýlega skrifað leikrit upp úr
fornsögunum um Guðrúnu
Ósvífursdóttur.
ihh
FISKISAGA 0G BROKKARAR - sjónvarp kl. 18.00:
Fiskar og hestar fyrir yngstu bömin
Fyrir fréttir í kvöld verða sýndar
tvær danskar dýramyndir fyrir
yngstu börnin.
Sú fyrri er kl. 18 og segir frá fimm
ára snáða, Úlrik að nafni, sem
þvælist niður að höfn. Hann hefur
fengið þá hugmynd að í hafinu kring-
um Danmörku sé krökkt af risavöxn-
um furðufiskum, hvölum og hákörl-
um.
Niðri á bryggju sér hann kafara
búast til farar niður á hafsbotn, en
ekki getur Úlrik fylgt honum eftir.
Hann fer því að skyggnast um í báta-
skýlinu, og þar hittir hann fullorðinn
mann sem Kalli heitir. Kalli fer fyrst
með stráksa í stutta siglingu, en síðan
halda þeir félagar í sædýrasafnið.
Kalli leiðir strákinn frá einu fiskabúr-
inu til annars og kennir honum að
þekkja þorskinn, steinbítinn, rauð-
sprettuna og aðra nytjafiska úr
dönsku sundunum.
Sem sagt, fræðslumynd i léttum
dúr.
Þegar fiskimyndinni lýkur, kl.
18.20, hefst mynd um hesta. Verður
farið á danskan búgarð þar sem ein-
göngu eru hestar sem seinna eiga að
draga vagna á veðhlaupabrautunum.
Sýnt er hvernig þeir eru járnaðir,
fóðraðir og ýmislegt annað sem fylgir
umhirðu þeirra.
ihh
Veðrið
Veðurspá
Norðanátt í dag með éljum á
Norður- og Austurlandi, bjartviðri
sunnanlands, hægviðri og viðast
léttskýjað.
Veðríð
hér og þar
Afbragðs-
skemmtun
alla
sunnudaga
Husið opnað
kl. 19.00
AUa sunnudaga
Verð með aðgangseyn,
lystauka og 2ja rétta
máltíð aðeins kr. 240.-
okkar vmsœfí
Þórskabarett
Stofén vj
-
wrt h-h
yfirmatreiðslu
maðurinn
snjalli, mun
eldsteikja rétt
Miðapantamr í síma
23333frákl. 16.
Borð tekin frá um leið.
kvöldsins í salnum
xmmmm
Júlíus, Þórhallur, Jörundur, Ingibjörg,
Guörún og Birgitta
ásamt hinum bráðskemmtilegu Galdrakörlum
flytja frábœran Þórskabarett alla sunnudaga.
Klukkan 6.00 i morgun; Akur-
eyri skýjað -9, Bergen slydda 3,
Helsinki skýjað -1,
Kaupmannahöfn rigning 2, Osló
skýjað -2, Reykjavík léttskýjað -7,
Stokkhólmur alskýjað 1, Þórshöfn
skúr4.
Klukkan 18.00 i gær: Aþena
léttskýjað 11, Berlín skúr á síðustu
klukkustund 5, Chicago snjókoma -
1, Fenyjár skýjað 7, Frankfurt skúr
6, Nuuk snjóél -14, London
alskýjað 9, Luxemborg léttskýjað
5, Las Palmas heiðskírt 20,
Montreai skýjað -5, New York
alskýjað 3, París skýjað 10, Róm
alskýjað 7, Vín skýjað 5, Winnipeg
léttskýjað -19.
Gengisskráning nr. 34
02. marz 1982 kl. 09.15.
Einingkl. 12.00 Kaup Sela Sala
1 Bandarík jadolia 9,801 9,829 10,811
1 Stcrfingspund 17,823 17,874 19,661
1 KanadadoOar 8,012 8,035 8,838
1 Dönsk króno 1,2354 1,2389 1,3627
1 IMorskkróna 1,6378 1,6425 1,8067
1 Sssnsk króna 1,6946 1,6994 1,8893
1 Rnnskt mark 2,1621 2,1683 2,3851
1 Franskur franki 1,6235 1,6281 1,7909
1 Balg. franki 0,2248 0,2255 0,2480
1 Svissn. franki 5,2363 5,2512 5,7763
1 HoNeruk florina 3,7783 3,7891 4,1680
1 V.-þýzkt mark 4,1468 4,1587 4,5745
1 Itöbhlfra 0,00772 0,00774 0,00851
1 Austurr. Sch. 0,5910 0,5926 0,6518
1 Portug. Escudo 0,1388 0,1392 0,1531
1 SpAnskur pesetí 0,0954 0,0956 0,1051
1 Japanskt yen 0,04157 0,04169 0,04585
1 Irskt Dund 14,540 14,682 16,150
8DR (sérstök 11,0697 11,0913
01/0» __
Sfmsvari vagna gangisskréningar 22180.