Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1982, Blaðsíða 32
32
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 3. MARZ 1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Einn og
yfir-
gefinn
Hjúkrunarkona við barnasjúkra-
húsið í Manchester sinnir hér á mynd-
inni litlum snáða sem skilinn var eftir í
lest milli Manchester og Blackburn á
Englandi. Hafði móðir hans skilið
hann eftir undir sæti aðeins tveggja
daga gamlan.
Lögreglan hefur nú árangurslaust
lýst eftir móðurinni, en talið er að hún
sé urn 18 ára gömul stúlka með sítt,
skollitað hár. Hún sást stíga inn í
lestina með barn i fanginu á milli
þessara tveggja endastöðva.
Margrét
grímu-
búin
Margrét Brotaprinsessa birtíst
nýiaga á grimuballi sem haidið var
fyrir hefðarfólk í London. Var
prinsessan ekkert sktr á að iíta
með sórhannaða guHgrimu, aisetta
glampandi eðalsteinum. Ekkí
fylgja sögur af öðrum kiæðnaði
Margrétar við þetta tækifæri svo
að við verðum að draga þá ályktun
að það hafi aðeins verið gríman
sem vaktí athygli manna.
— Þegar Clint Eastwood bað mig
að vinna sem ráðgjafi við mynd
stna Every Which Way but Loose
fannst mér einmitt tími til kominn að
stokka upp líf mitt, segir kvikmynda-
leikarinn Burt Reynolds.
— Myndin er gamanmynd og víst
hafði ég verið með í gamanmyndum
áður. En að undanförnu hef ég
aðallega leikið góða stráka og er alveg
hundleiður á því. Annars álít ég að
myndin Deliverance sem gerð var 1973
hafi markað tímamót í starfi minu sem
kvikmyndaleikara.
Burt Reynolds hefur ekki látið
standa við orðin tóm þvi nýlega bæði
leikstýrði hann og lék aðalhlutverkið í
myndinni Sharkey’s Machine. Þar
leikur hann lögreglumann, heilmikinn
harðjaxl, sem hreinsar til í hóruhverfi.
Myndin er byggð á sögu eftir Sidney
Sheldon og Burt lenti í mestu
vandræðum með að velja í aðalkven-
hlutverkið, lúxushóruna Dominoe sem
hjálpar lögreglumanninum í viðureign
hans við hórmangara og fíkniefnasölu.
En svo rakst hann á mynd af fyrir-
sætunni Rachel Ward í Time.
Ekkinóg að
konan sé fögur
— Mig vantaði leikkonu sem talar
bæði ítölsku og frönsku og það gat
Rachel Ward, segir Reynolds. — Þar
að auki minntist ég þess sem Catherine
Deneuve sagði einu sinni við mig: Það
er ekki nóg að konan sé fögur, þú
verður að horfa á hana í gegnum
myndavélarop til að vita hvort hún
dugir á sviði. Hún verður að leika
þannig að það sé eins og hún og
myndavélin séu eitt. Og Rakel stóð sig
einmitt þannig og þar með fékk hún
hlutverkið.
Auðvitað eru það góðu mennirnir
sem sigra að lokum í myndinni
Sharkey’s Machine og einkum eru það
fíkniefnasalar sem þar fá slæma útreið.
Mér fannst mjög mikilvægt'að þeir
fengju hin verstu endalok, því að ég
hata eiturlyf, segir Burt Reynolds. —
Þau hafa eyðilagt svo marga, jafnvel
margan góðan félagann í kvikmynda-
heiminum.
BIIRT REYNOLPS SNÝR
SÉR AÐ LEIKSTJÓRN
Konumar fimm i myndsRgsu va^ -
Praunheim: Lik okkar erii enn*&(ífi: >
Engin þeirra ' erjékkon^ aö
vinnu endaxÚÓkkk0 rtfyndir vorí:
PraunhSþXf^ ■ hetzt uadh^/tokkurs
Ástin í ýmsum myndum
— Þjóðverjar kafía Rosu von Praunheim
drottningu neðanjarðarkvikmyndanna. Rosa
fæddist sem sveinbarnið Hoiger Mischitzky og
fjaí/a a/tar myndir hans um kynvillinga og
miðaidra konur
Drottning neðanjarðarkvikmynda
í V-Þýzkalandi heitir Rosa von
Praunheim. Þrátt fyrir nafnið og
drottningartitilinn er hér ekki um
konu að ræða heldur karlmann.
Hann fæddist í Riga 1942 sem Holger
Mischitzky. En hann stendur á því
fastar en fótunum að það sé konusál
sem búi í likamasínum.
Von Praunheim líður bez.t í félags-
skap kynvilltra karlmanna og
miðaldra kvenna. Hann álítur að
báðar tegundirnar séu órétti beittar
og eigi því að halda saman.
Rosa hefur framleitt kvikmyndir
síðan 1967 og fjalla þær næstum allar
um slíkt utangarðsfólk. Þykir
henni/honum takast svo afburða vel
að lýsa örlögum þessa fólks að áhorf-
endur standa á öndinni.
Ein þekktasta mynd hans er frá
árinu 1971 og heitir: Það er ekki
kynvillingurinn sem er spilltur,
heldur umhverfið. f henni hvetur
Rosa kynvillta til að sætta sig við
örlög sín og hætta að fela sig. Þykja
vinnubrögð hans og aðferðir við
kvikmyndatöku í hæsta máta óvenju-
legar en fáir bera á móti því að
honum hefur tekizt að skapa mjög
raunverulega mynd af þýzku þjóð-
félagi í myndum sínum.
Fimm sérvitrar konur
Oft taka efnishugmyndir
Praunheims gjörbreytingum á meðan
á kvikmyndatöku stendur. T.d. átti
ein af nýjustu myndunum hans að
fjalla um þýzkar konur á Hitlerstíma-
bilinu og byggðist sagan á útvarps-
leikriti hans, Konur milli Hitlers og
Goethe. En í stað þess snerist myndin
upp i sögu um konur á sextugsaldri
og fékk sú mynd nið óvenjulega heiti:
Lík okkar eru enn á Itfi. Rekur
Praunheim þar með myndavél sinni
sögu fimm sérviturra kvenna sem
koma til Berlínar. Árangurinn er
næm, sálfræðileg lýsing á kynslóð
kvenna sem neitar að láta slá sig út
þrátt fyrir aldurinn.
Myndin hefst á því að Luzi, Inka,
Maria og Madlen koma til Berlinar.
Luzi er dálítið tuskuleg en lífsglöð
daðurdrós sem sefur aldrei meira en
þrjá tíma á sólarhring.
— Það er nógur tími til að sofa
þegar maður er dauður, segir hún.
Skrautleg fortíð
Karlmenn elta hana á röndum og
hún lendir i hverju ævintýrinu á
fætur öðru (leikkonan er eftirlætis
frænka Praunheimsj.Inka er aftur á
móti gefin fyrir dagdrauma. Hún var
gift nasista á Hitlerstímabilinu en
giftist svo and-nasista eftir stríðið.
Nú er hún ekkja — og geðjast bezt að
ungum karlmönnum.
María er rauðhærð fyrrverandi
dansmey og full af lífsorku. Hún
dansaði áður erotískan ballett, en nú
vill hún breyta heiminunt. Madlen er
lesbísk, rithöfundur og glæpafrétta-
ritari. Hún er ekki ánægð nema hún
rekist á eins og þrjú lík á nóttu. Gest-
gjafi þeirra er Lotti, sem einnig er
fyrrverandi dansmey. Hún er
gyðingur og lenti i fangabúðum
Hitlers. Eftir stríð fer hún til
Palestínu en þaðan liggur leiðin til
Kýpur þar sem hún rekur um tíma
alræmt veitingahús. En nú býr hún
sem sagt í Berlín með pythonslöngu
aðfélaga.
Rauða ástin
Það gengur á ýmsu í samskiptum
kvennanna og gerist oft æði heitt i
kolunum. En þrátt fyrir allt hafa þær
lært í lokin að það mikilvægasta fyrir
þær er að halda saman.
Von Praunheim hefur gert einar 10
kvikmyndir í fullri lengd. Hins vegar
hefur hann ekki tölu á styttri
myndum sinum, svo margar eru
þær. Hann er fljótur að framleiða
myndirnar og þarfnast ekki mikils
fjár til þess. T.d. kostaði fram-
leiðslan á Lík okkar eru enn á lífi
aðeins tæpl. 350.000 krónur. Hann er
líka leikinn i þeirri list að krækja sér i
opinbera styrki.
Praunheim átti mynd á nýafstað-
inni kvikmyndahátið í Berlín. Heilir
sú Rauða ástin og fjallar unt
rússnesku byltingarkonuna Alex-
öndru Kollontaj,en einnig um rétt
einstaklingsins til að elska þann sem
hann vill elska.
-JÞ.