Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. Verkamannafélagið Dagsbrún Aðalfundur Dagsbrúnar verður haldinn í Iðnó, laugardaginn 8. maí 1982 kl. 2 eftir hádegi. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. 2. Tillaga um verkfallsheimild. Fjölmennið og sýnið skírteini við innganginn Stjórnin Megrunarnámskeið Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt megrunarnámskeið 13. maí. (bandariskt megrunarnámskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefið mjög góðan árangur). Námskeiðið veitir alhliða fræðslu um hollar lifsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur samrýmst vel skipuiögðu venjulegu heimilismatar- æ*‘‘ Námskeiðiðerfyrirþá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir að vandamálið endurtaki sig. • sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun f sima 74202. Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur Frímerkjauppboð Fílekkur hf. efnir til frímerkjauppboðs að Fíótel ] Loftleiðum sunnudaginn 9. maí, kl. 13.30. Uppboðsefni verður til sýnis uppboðsdaginn kl. 10— 11.30 á sama stað. ' Uppboðshaldarar: Hálfdán Helgason og Harald- [ ur Sæmundsson. HLEKKUR hf. LJZSZJZJLJ2JZJLJZJZSLJZJLJ2JLSLJLJLJZJLJLJLJZJLSLSLJLSLSLJLJLSZJLJ2JLJLJLJZJZS2JLJLJ SUMABHÚS TEIKNINGAR Allar nauðsynlegar teikningar til að hefja framkvæmdir afgreiddar með mjögstuttum fyrirvara. 5 nýjar gerðirfrá 33 fm—60 fm. Það erfljótlegt að byggja sumarhúsið eftir teikningum frá okkur. Hringið og komið, nýir bæklingar. TEIKNIVANGUR Laugavogi 161 Roykjavik. Sími 25901 kvöldsimi 11820. Falklandseyjar: S.Þ. reyna að miðla málum — hlé hef ur verið á átökum í nær 4 daga Vonir manna um diplómatíska lausn Falklandseyjadeilunnar eru nú allar bundnar við de Cuellar, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann bíður nú undirtekta Argentínustjórnar við nýjustu hugmyndum sínum um iausn. Þykja fyrstu viðbrögð Breta og Argentínumanna við tillögum de Cuell- ar lofa góðu um að þessar ríkisstjórnir John Hinckley jr., sem sýndi Reagan forseta banatilræði 30. marz i fyrra, hafði verið rekinn úr föðurhúsum fáum dögum fyrr. Móðir hans bar vitni fyrir réttinum í gær þar sem fjallað er um mál tilræðis- mannsins og þæft um hvort hann hafi verið ábyrgur gerða sinna eða verið hugstola þegar hann skaut að Reagan. Sækjandi málsins telur verknaðinn yf- irvegaðan, sem sjá megi af því að Hinckley hafi mætt til hótelsins, þar sem hann sat fyrir Reagan, vopnaður skammbyssu, og beðið drykklanga stund eftir forsetanum. Móðirin upplýsti réttinn í gær um að hún og eiginmaður hennar (auðugur olíufulltrúi) hafi að ráði sálfræðings vísað syninum að heiman gegn vilja hans sjálfs. Hinn 26 ára gamli Hinckley hafði gefizt upp i námi og vann ekki, en sálfræðingurinn taldi ráðlegt að flæma hann úr skjóli föðurhúsanna og neyða hann til þess að standa á eigin fótum. Eftir brottförina haföi Hinckley fengið vinnu en hætt eftir fáa daga. 24. eða 25. marz ók móðir hans honum til muni láta að málamiðlun fram- kvæmdastjórans. Hann hefur ekki gert opinbert á hverju þessar hugmyndir grundvallast, en flestra hald er að hann leggi til vopnahlé þar sem báðir aðilar kalla herlið sitt í áföngum burt frá Falk- landseyjum en síðan taki Sameinuðu þjóðirnar við stjórn eyjanna til bráða- birgða og hafi milligöngu um samn- flugvallarins í Denver og heyrði síðan ekkert frá honum fyrr en henni var til- kynnt um að hann hefði sýnt forsetan- um banatilræði. Tilræðismaðurinn, Hinckley júnior á leið i dómssal. ingaviðræður. Á svipuðum forsendum byggðust síðustu tillögur Perú og Bandarikjanna til þess að miðla málum en Argentínu- menn höfnuðu þeim báðum. Á meðan virðist eins og Argentína og Bretland hafi gert þegjandi samkomu- lag um vopnahlé þegar fjórði dagurinn er upp runninn án þess til átaka hafi komið. Hefur hvorugur aðilinn hleypt af skoti síðan Argentínumenn grönd- uðu tundurspillinum Sheffield á mánu- daginn. Bretar greindu frá því að þeir hefðu misst tvær Harrierþotur í leiðindaveðri í gær þar sem þær voru á eftirlitsflugi innan 200 mílna markanna. Hurfu þær út af radar og í vondu skyggni varð ekki séð hvað olli hvarfi þeirra. Eftir þessa tilkynningu létu Argen- tínumenn í veðri vaka að þeir hefðu grandað þessum flugvélum. Bretar hafa misst einn tundurspilli, þrjár Harrierþotur og 23 flugmenn og sjóliða alls. Nú er sagt að 20 hafi farizt eða sé saknað af tundurspillinum en flugmennirnir eru þrír. Vitað er um 24 særða. Argentínumenn hafa misst eitt beiti- skip, einn varðbát og fjórar herflugvél- ar. 242 sjóliðar eru sagðir hafa farizt með beitiskipinu og 19 til viðbótar hafa fallið í átökum. Vitað er um 37 særða. Guðmundur Pétursson Tilræðismaðurinn hafði verið rek- inn að heiman Franskir hermenn hreinsa upp olíu eftir Tanio-slysiö 1980. Skaðabætur vegna Amoco Cadiz innan seilingar Skriður er nú að komast á skaða- bótamálið vegna olíulekans eftir strand Amoco Cadiz við Bretagneskaga 1978 en mengunin raskaði öllu atvinnulífi við skagann. Baðstrendur hafa lokazt, hótelrekstur lagzt í dvala og fiskimiðin spillzt. Nefnd ailmargra bæjarstjóra af skaganum kom til Parísar í gær frá réttarhöldunum, sem fara fram f Chicagó. Sögðust bæjarstjórarnir mjög bjartsýnir á að vinna máliS og fá bótakröfum sínum framfylgt. Það eru einkaaðilar og opinberir aðilar (ríkisstjórn og sveitarstjómir) sem alls gera kröfur til 1,9 milljarða dollara bóta af olíufélaginu Amoco fyrir mengunarspjöll. Samkvæmt þvi sem fram kemur I dómsskjölum máls- ins láku alls um 250 milljón Utrar af hráolíu úr geymum skipsins og meng- uðu 200 milna strandlengju Bretagne. Þetta oliuslys þykir eitt mesta meng- unaróhapp sem um getur nema ef vera kynni lekinn úr brennandi olíubrunni á Mexikóflóa 1979.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.