Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982. Spurningin Hefur þú fylgzt með fróttum frá Alþingi í vetur? Sæunn Sveinsdóttir bjókrunarritari: Já, ég hef gert það, aðallega fylgzt með virkjunar- og stóriðjumálum. Ester Jakobsen: Nei, ég er ekkert í póli- tík. Sigurþór Óskarsson rafvirld: Ósköp takmarkað. Ég hef fylgzt með Þingsjá, og þá hverju sem er, helzt olíutanka- málinu því ég er úr Keflavík. Jónatan Aðalsteinsson, sjómaður i Vestmannaeyjum: Svona eitthvað, í sambandi við steinullarverksmiðju og Blöndustríð. Svanur Heiðar nemi: Það er sama hvað maður kýs, þetta er allt sama ruglið sem þeir segja, þeir lofa allir upp í erm- arnar á sér. Þórunn Ólafsdóttir: Svona af og til. Ég skil til dæmis ekki hvað við eigum við það að gera að kaupa hlut í álverinu í Straumsvík. Lesendur Lesendur Lesendur Um greinargerð Hitaveitu Suðumesja: Þar er lítið bitastætt — og engum kvörtunum svarað, segir neytandi 2926—0478 skrífar: Það hefur verið hljótt um kvartan- ir við Hitaveitu Suðurnesja allar göt- ur síðan um áramót. Báðir aðilar hafa verið svo heppnir að veörátta hefur verið hagstæö. En stjóm hita- veitunnar má ekki ætla að greinar- gerð sú, er hún sendi notendum í jan- úar sl., hafi breytt einhverju til bóta. Þar er lítið bitastætt, sem skýrir mál- in fyrir neytendum, og engum kvört- unum svarað. Ég sé ekki að þetta blað geti talizt greinargerð, svo óljóst sem það er, heldur er það mikið frek- ar fréttablað sem kemur neytendum og kvörtunum þeirra sáralítið við; rökleysur og útúrsnúningar. Breyta þar litlu þau hógværu orð, í lok fréttabréfsins, um að fólk taki þessi mál til vinsamlegrar yfirvegun- ar. Þessi mál snerta hvem einstakling sem verður að hima undir feldi eða dúða sig fötum og kynda rafmagns- ofna, þegar kólnar í veðri,fyrir sér- vizku örfárra embættismanna, og bú- um við þó við heitustu hitaveitu í heimi. En þeim er ekki alls varnað, þess- um embættismönnum, heldur reyna þeir að koma því inn hjá fólki að þetta sé bara óþarfa nöldur því raun- ar sé ekkert að; hitinn hafi bara verið lækkaður um 10°C; það sé allt of lít- ið vatnsmagn í húsunum; það séu all- ir hitamælar ónothæfir, nema hjá hitaveitunni; fólk hafi ekki yfir neinu að kvarta því meðalhitinn sé 76,8°C. Auk þess sé hitastig yfirleitt lægra í Garðabæ, á Seltjarnarnesi, Akureyri eða Blönduósi. ViO erum hins vegar að tala um Hitaveitu Suðurnesja og ekkert annað. Þá segir í fréttabréf- inu: „Reynt verður að hafa hitastigið 80 C við Fitjanesti”. Já, við Fitjanesti, því að þar sé „yfirboð ofna” eins og segir í byggingasam- þykkt frá 1979, grein 8.15: „Yfirborðshiti ofna má ekld vera hærrí en 80°C”. Nei, hjá mér mælist yfirborð ofna inni i stofu vera 42°C, þegar frostlaust er, og hitastigið 64 C við inntakið. Hvemig væri að biðja stjóm hita- veitunnar að lesa þessa byggingasam- þykkt, með velvild og athygli? Það hlýtur að vera forsenda fyrir sann- gjömum ályktunum, i stað þess að skjóta sér á bak við iagasetningu og bæta gráu ofan á svart með því að rangtúlka hana sér í hag, dag eftir dag. Þafl munar um minna, I haust, þegar þau „ósköp” gengu yfir að kvartanir bámst frá neytendum til Hitaveitu Suðurnesja, sagði stjóm hennar aö hitastig heföi verið lækkað um 10 C, en í frétta- bréfinu segir að hitastig hafi verið 94—96° en sé nú 80° þ.e. hafi lækkað um 14—16°C. Það munar um minna, enda passar það við mælingar hjá mér, er sýna 15° minni hita en í fyrra, sem þá mældist 77° en þessu hefur verið breytt við Fitjanesti, því hiti þar hefur hækkað um 3—4° síðan 1 des. Þaö má kannski ekki segja frá þessu? Þaö er eins og stjóm hitaveitunnar vilji ekki viðurkenna að hún hafi orð- ið að koma til móts við óskir neytenda því til þess þarf hún að brjóta það lögmál sem hún hefur sjálf sett sér. Hitaveitustjóri segir í DV 23. des. sl. að þrýstingur vatns hafi ekki verið lækkaður. Þegar hitastig lækkar úr 96° niður í 80° lækkar þrýstingur sjálfkrafa og rennslisþrýstingur minnkar. Þetta vita allir þeir sem til þekkja. Því ræður einfalt lögmál eðlisfræðinnar sem stjórn hitaveit- unnar getur að sjálfsögðu breytt með auknum tæknibúnaði við Fitjanesti. En skyldi það ekki vera hægt í fleiri tilfellum en þessu? í títt nefndu fréttabréfi setur stjórn hitaveitunnar upp dæmi og biður fólk að taka vel eftir. Það er góðra gjalda vert ef það vildi bara ekki svo til að eina stærðina vantar í dæmið, þ.e. hitastig vatnsins, sem breytir ekki svo litlu. Þar segir að einn minútulítri jafngildi 1700 I af olíu, væntanlega gefi það sömu clk., sama hita yfir árið. Forðast er að nefna hitastigið sem við er miðað, en breyt- ir útkomu dæmisins hvort vatnið er 84eða 64°. Þetta hrópandi óréttlæti, að láta fólk greiða sama verð fyrir minútu- lítrann hvort hann er 84 eða 62 gráðu heitur, er auðvitað þess eðlis að ekki er líðandi. Mega þeir sveitarstjórnar- menn, sem hingað til hafa þagað þunnu hljóði, taka þessi mál til alvar- legrar athugunar. Ekki sízt þeir sem nú eru í framboði til sveitarstjórna á Suðumesjum. Með þögn þessara manna þrífst ranglætið. Það má vera að Keflavíkurflugvöllur eigi þar engan þátt, en þó má víst til hans rekja talsvert af þeim óhreinindum sem nú er að finna í heita vatninu og gerir það Iftt hæft til neyzlu. Á Keflavíkurflugvelli rennur heita vatnið frá dælustöðinni á Fitjum í gegnum blokkirnar og önnur hús, síðan til baka inn í dælustöð og þaðan út í neyzlukerfi annarra not- enda. Nú er vatnið þar 85 en á að vera 90° heitt, þegar allt er tengt. Út úr húsum þar á vatnið að koma 50— 55° heitt og sagt er að þeir greiði að- eins fyrir þann hita sem eftir verður í húsunum. Þetta er misrétti og brýtur 1 bága við lög, eftir því sem stjórn hitaveitunnar segir okkur. Það gengur ekki það sama yfir séra Jón og óbreyttan Jón. „Þessi mál snerta hvern einstakiing sem verður að hfma undir feldi eða dúða sig fötum og kynda rafmagnsofna, þegar kólnar í veðri, fyrir sérvizku örfárra embættismanna, og búum við þó við hcitustu hitaveitu f heimi,” segir 2926—0478 og sneiðir að Hitaveitu Suðurnesja. STEMMUM STIGU VIÐ FJÖLGUN STARRANS —flóin, sem fylgirhonum, erófögnuður Steinunn skrifar: Ég hef dvalið hér i borginni i hartnær 40 ár. Við húsið mitt eru stór tré og þar hafa skógarþrestir byggt sér hreiður og glatt mig með söng sínum, vorlangan daginn. í þakkarskyni hef ég svo gefið þessum vinum mínum brauðmola á vet- urna. Fyrir nokkrum árum bættust ókunn- Lesendur Hringið ísfma 86611 millikl. 1 og3 virkadaga ir gestir 1 hópinn. Þeir voru svarbrúnir, með gult nef: Starrinn var kominn. Nú er svo komið að þrösturinn okkar in- dæli er horfinn. Hvort hann hefur lent í gini kattarins, eða hann hefur hreinlega flúið þennan hvimleiða gest, veit ég ekki, en eitt er vist að ég sakna hans. Hvað starran áhrærir, væri eflaust hægt að umbera hann ef honum fylgdi ekki bitvargur, flóin. Starrinn byggir eingöngu hreiður sfn á hanabjálkum og í smáglufum sem oft myndast þar sem hús eru sambyggð. Þess vegna ber mest á honum f garnla bænum. Sé starri kominn í nágrennið lfður ekki á löngu þar til flóin fer að angra ibúa húsanna. Ég segi "húsanna,” þvi nærliggjandi hús fá einnig sinn skerf af þessum ófögnuði. Flóin læðist að sofandi fólki, bitur það, sýgur úr þvi blóð og hverfur. Næstu nótt kemur hún aftur eða heimsækir næsta mann. Þessu flóabiti fylgir mikjll kláði og van- líðan. Ég þekki fólk sem hefur orðið að leita læknis til að fá bót meina sinna. Reyndar fæst ekki full bót þvi ör eftir flóabit hverfa seint. Sjálfsagt er ógjörningur að losna alveg við starrann en eflaust er hægt að stemma stigu við fjölgun hans með þvi að eyðileggja og loka sem flestum hreiðrum. Ég vil því fara þess á leit við forráða- menn borgarinnar, og þá sérstaklega heilbrigðiseftirlitið, að þeir taki málið 1 sínar hendur áður en borgin okkar verður undirlögð af þessum óþverra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.