Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982. Lesendur Lesendur Haraldur Guðnason i Vcstmannacyjum hefur sitthvað til útvarps-og sjónvarpsmálanna að leggja, m.a. er hann mjög ósáttur við innheimtuauglýsingu RL1 V. »*•* Betur má ef duga skal —átta punktar um útvarp og sjónvarp Haraldur Guðnason, Vestmannaeyj- um, skrifar: 1. Ég legg til að Morgunvaka verði lögð niður. Nóg komið i bili um að „allir séu að gera þaö gott nema ég,” pólitíkusum og „okkar mönnum” hér og þar. Við erum sumir orðnir leiðir á núnúi, söngli og röngum áherzlum. Þá ætti að vera nóg af plötusnúðum í öðr- um þáttum útvarps. Látum þuli velja létt morgunlög. 2. Þá mætti Sigmar fara að hverfa af vettvangi þó góð sé kammermúsikin hans Leifs. En þökk sé honum fyrir það að vera hættur að tala um „rétt dagsins” eða hvað það nú hét og hvað ætti að drekka með honum. 3. íþróttaþættir í báðum fjölmiðlum verði styttir um helming ogtímamörk haldin betur en gert hefur verið. Við höfum a.m.k. þrjú dagblöð sem fylla 4—8 siður daglega um þetta efni og má telja það til afreka út af fyrir sig. 4. Fríkaöir unglingaþættir, sumir með óprenthæfu orðbragði, verði flutt- ir á tilvonandi næturútvarp. Mundi þá kannski fækka á hallærisplaninu. 5. Þó lúterstrú sé ríkistrú á íslandi er það varla hlutverk fjölmiðla eins og út- varps að halda uppi áróðri í þeim anda þrisvar hvern dag frá morgni til kvölds. Útvarpsmessur á sunnudögum ættu að vera við hæfi eins og í mínu ungdæmi. Auk þess er hætt við að svoddan vél- bænir (lesnar á band fyrirfram) hafi öfug áhrif við tilganginn. 6. Auglýsingaverð ætti að hækka að mun. Þá skyldi hætt að birta í sjón- varpi ókeypis auglýsingar eins og í Á döfinni. Kynning á dagskrá næstu viku er óþörf og reyndar hvorki fugl né fiskur. Er þetta kannski atvinnubóta- vinna? 7. Hætt verði við úrelta innheimtu útvarps-og sjónvarpsgjalda og verði gjaldið innheimt með annarri skatt- heimtu ríkissjóðs eins og tiðkast a.m.k. í sumum Evrópulöndum. Þá mundum við, aumir útvarpsnotendur ekki þurfa að horfa upp á ömurlegustu auglýsingu ársins. Hvað skyldi hún hafa kostað? 8. Ennfremur legg ég til — einu sinni — að útvarpsráð íhalds, krata, alla- balla og framsóknar verði lagt niður. Störf þessa ráðs verði falin dagskrár- stjórn útvarps-sjónvarps. FÖSTUDAGSKVÖLD IJQHUSIIMUIIJUHUSINU OPIÐ d?™mt,lKL10 I KVOLD NÝJAR VÖRUR í ÚLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar ó flestum vöruflokkum. Allt niður I 20% út- bórgun og lánstími allt að 9 mánuðum. /A A A A A A Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 i m ZÍ’lH'ILIOpL, iBua ufjjjiHJ juupaj^a ■■ IHA ■ n ■» il u w n !S i: « ■ k l n Sími 10600 LOKAÐ A LAUGARDÖGUM I SUMAR TIMBUR BYGGINGAVÖRUR Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi • Baðhengi • Baðmottur. Harðviður • Spónn • Spónaplötur • Viðarþiljur • Einangrun «Þakjárn • Saumur • Fittings Ótrúlcga hagstæðir grciðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun og cftirstöðvar allt að 9 mánuðum. Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8—18 )» Föstudaga frá kl. 8—22. Laugardaga kl. 9—12. E31 [by G G 1 N GA VO Rl I Rl HRINGBRAUT119, SÍMAR10600-28600. Byggingarmeistari getur bætt við sig verkefnum. L'ppl. hjá auglýsingaþjónustu DV Þverholti II, sími 27022, merkt Byggingarmeistari”. Notaðir /yftarar Jr mm m jr mm i miklu urvah 2. t raf/m. snúningi 2.5 t raf 1.5 t pakkhúslvftarar 2.5 t dísil 3.2 t dísil 4.3 t dísil 4.3 t dísil 5.0 t dísil m/húsi 6.0 t dísil m/húsi rinnuskúr með dráttarbeizli, m/rafbúnaði, ísskáp, hitaskáp fyr- ir vinnuföt o.fl. ICJÓNSSON&CO.HF. s ™“;í23M55

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.