Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 3
DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULl 1982.
3
Enn skoðum við skattana:
FORSTJORARNIR
SLÁ ÖLLUM VID
Skattar forstjóra stórra fyrirtækja
eru skoðaðir í dag. I ljós koma hæstu
skattar sem hingað til hafa sézt í
skattaskoðun DV.
Meðalútsvar forstjóranna sextán er
32.700 krónur. Er það um 30% hærra
meðalútsvar en reyndist vera hjá
læknum, sem skoðaðir voru fyrir viku.
Séu laun forstjóranna reiknuð út frá
útsvarinu og þau framreiknuð tU
verðlags dagsins í dag fæst há tala;
yfir fimmtíu þúsund krónur. Hægt að
gera margt fyrirslík mánaöarlaun.
Vilji lesendur sjálfir sjá hvað þessir
menn hafa nokkum veginn í laun, mið-
að við verðlagið í dag, má nota þá
þumalfingursreglu að margfalda út-
svarið með 1,5 til 1,6. Sjá menn þá til
dæmis að Ragnar S. Halldórsson er
meö um 80 þúsund krónur í laun á mán-
uði og Sigurður Helgason með um 65
þúsundkrónur.
Það skal ítrekað að hér er um
upplýsingar úr skattskrám ársins 1981
að ræða. Þetta eru því skattar af laun-
um ársins 1980.
-KMU.
Forstjórar eignar skattar tekjusk. sk útsvar alls
1. Erlendur Einarsson 118.116 8.109 36.970 169.321
SÍS 2. Gísli Ólafsson 73.688 4.043 22.820 101.889
Tryggingamiðstöðinni 3. Hallgrimur Sigurðsson 55.676 1.369 22.150 82.484
Samvinnutryggingum 4. Hannes O. Johnson 67.440 6.953 21.820 99.850
Tryggingu 5. Hörður Sigurgestsson 106.242 608 35.770 145.330
Eimskipafélaginu 6. Indriði Pálsson 95.739 5.823 32.130 138.892
Skeljungi 7. Ingimundur Sigfússon 90.432 4.035 29.730 131.551
Heklu 8. Ingvar Vilhjálmsson 105.669 17.060 28.910 156.629
Ísbirninum 9. Jón H. Bergs 88.344 5.167 30.290 128.564
Sláturfélaginu 10. Ólafur O. Johnson 99.945 12.501 32.520 150.240
O. Johnson & Kaaber 11. Ottó A. Michelsen 215.980 14.153 62.970 332.180
IBM og Skrifstofuvélum 12. Ragnar S. Halldórsson 171.513 4.032 52.140 233.581
ÍSAL 13. Sigurður Helgason 135.718 4.836 42.250 188.871
Flugleiðum 14. Sigurður Jónsson 82.145 4.181 28.360 118.948
Sjóvé 15. Thor R. Thors 43.240 7.654 15.220 68.710
isl. aðalvertökum 16. Vilhjélmur Jónsson 82.444 3.835 28.640 119.451
Olíufélaginu
NÝKOMIÐ
Vatnsþéttir anorakkar
mjúkir, léttir og liprir. Frábærir í ferðalagið.
Verð aðeins kr. 298.60.
Tæki til blöndunar á olíumöl komin á land í Rifi. Með tckjum þessum á að blaada a.m.k. tlu pusuna lonn ai oliumol.
DV-mynd: Hafsteinn.
Litir: hvítt, blátt eða rautt
til leiks í Kópavogi
Keppni í ökuleikni fór fram í Kópa-
vogi 14. júlí sl. 15 mættu til leiks, þar
af voru þr jár konur.
Rallkappinn Jón S. Halldórsson
sigraði eftir harða keppni. Hann fékk
192 refsistig og ók Toyota Corolla. I
öðru sæti var Jón V. Olafsson á Ford
Fiesta. Hann hlaut 210 refsistig. Bif-
reið hans var Peugeot 404, pallbíll. I
f jórða sæti var Fríða Halldórsdóttir
með 222 refsistig. Hún ók Toyota
Corolla.
Ahugi kvenna á ökuleikni virðist
farinn að glæðast og hafa þær náö
ágætum árangri margar hverjar.
Enda er þaö mikill misskilningur að
keppni þessi sé frekar ætluð körlum
en konum. Hér reynir á kunnáttu í
umferöarlögum og ekki sízt þekk-
ingu á bifreið þeirri sem notuð er til
akstursins. Hraðinn skiptir minna
máli.
Esso smurstöðin við Stórahjalla
gafverðlauniníKópavogL -GSG.
Miklar vegaf ramkvæmdir á norðanverðu Snæf ellsnesi:
Hreppsnefnd Hellissands hefur i
samvinnu við hreppsnefndir annarra
kauptúna á norðanverðu Snæfellsnesi
samiö við Hraðbraut hf. í Reykjavík
um blöndun á minnst tiu þúsund
tonnum af oliumöl. öll tæki til verksins
eru komin á land í Rifi og verður unnið
og blandað á Hellissandi.
Einnig verða talsverðar fram-
kvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins
á þessum slóðum og verður endurnýj-
aö bundið slitlag á hluta vegarins milli
Olafsvíkurennis og Rifs.
Bundiö slitlag var lagt á allan veginn
milli Olafsvikurennis og Hellissands
fyrir þremur árum og hef ur það staðizt
sérstaklega vel þá miklu umferö sem
umþennanveger.
Þá verður byrjað á nýja Ennisvegin-
um og verður unniö fyrir þá fjárhæð
sem til vegarins var veitt í ár. Þessi
vegur mun verða lagður í fjörunni,
eins langt frá berginu og þurfa þykir
Ökuleikni '82:
Fimmtán mættu
með tilliti til snjóflóða og grjóthruns.
Gert er ráð fyrir að bundið slitlag verði
sett á þennan veg og var áætlaður
kostnaður við hann fyrir sl. áramót 46
milljónir króna.
Vegur verður og lagður frá Hellis-
sandi að Loranstöðinni á Gufuskálum.
Til stóð að byrja á vegi þessum í apríl
sl. en verkinu var frestað af
hagkvæmnisástæðum hjá Vegagerð-
inni.
Af öðrum framkvæmdum má nefna
að 6. júni sl. var tekin í notkun hluti af
nýrri björgunarstöð slysavamadeild-
anna. Er það hið vandaðasta hús. Ný-
lega er hafin bygging á nýjum leik-
skóla. Er það 260 fm hús á einni hæð og
á verktaki að skila því fokheldu og til-
búnu að utan um næstu áramót.
Þá er Landsbankinn aö byggja nýtt
hús yfir sína starfsemi. Er það 270 fm
hús á tveimur hæðum og á það aö vera
tilbúið undir tréverk 1. okt. nk.
GAJ/HJ, Hellissandi.
Stretch gallabuxur. Verð kr. 475.-
Póstsendum
F í 3 E ^
LAUGAVEGI61. SÍMI22566
Auðvitað
fótboltaskór með skrúfuðum tökkum
POSTSENDUM - ' _
Sportvöruverziun Inoolfs Oskarssonar
Klapparstíg 44 — Sími 11783
TÍU ÞÚSUND TONN
AF OLÍUMÖL BLÖND-
UÐ Á HELUSSANDI