Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 8
8 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JtJLl 1982, / Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Shariforðinn fagurkeri í matarvenjum Þegar valið stendur á milli góðs málsveröar og glæsikonu kemur hik á kvikmyndaleikarann Omar Sharif, en hann mundi láta máltíð- ina sitja í fyrirrúmi. Lofar í staðinn að hringja í stúlkuna eftir á, aldrei áður. ,,Ást, fyrir mat? Quelle horreur!” hrópar hann yfir sig. „Máltíöin er of mikilvæg og þú verður að búa þig undir hana.” Kvennagullinu fræga er nýkvikn- aður þessi sælkeraáhugi og er maturinn meira aö segja orðinn harður keppinautur við bridge- spilið sem var hans ær og kýr í öll- um tómstundum. Hann segist ekki mundu bjóöa stúlku út meö sér að borða til máltíðar sem hann ætlaði að njóta. Til þess liggja gildar karlrembu- ástæöur. Konur séu alltaf í megrunarkúr sem mundi eyði- leggja matarlystina fyrir honum. Hann vill gjarnan treina sér máltíðina í allt að f jórar stundir og njóta góðra samræðna við borð- haldið en til þessa hefur hann ekki hitt þá stúlku sem stæðist kröfur hans í samræðusnilldinni. Þá tekur hann fróða menn fram yfir fyrir borðfélaga. Vilja selja sima- þjónustuna Brezka stjórnin hefur viðrað áætlanir um að selja símafélag þess opinbera einkaaöilum til rekstrar. Þaö er ,,British Teleeom”, sem þarna er um að ræða, sem rekur innanlandssíma- þjónustu Breta en það skilaði af sér 450 milljcn sterlingspunda hagnaöi ífyrra. Salan á þessu ríkisfyrirtæki þykir þó ólíklega munu koma til framkvæmda fyrr en aö afstöðn- um næstu kosningum, og kæmist Verkamannaflokkurinn í stjóm, en hann er andvígur sölunni, kynni ekkert að verða úr þessum áform- Trúarleiðtoginn dæmdurfyrir skattsvik Séra Sun Myung Moon, leiðtogi sértrúarsafnaðarins Sameiningar- kirkjunnar, var dæmdur um helg- ina í 18 mánaða fangelsi og sektaöur um 25 þúsund dollara fyrirskattsvik. Við uppkvaðningu dómsins (í New York) sagðist dómarinn taka tillit til þess að Moon hefði ekkert haft áður á sinni sakaskrá og að all- ir gæfu honum bezta orð sem ást- ríkum heimilisföður. Verjandi hans lýsti því strax yfir aö dómnum mundi ófrýj að. Orlög PLO rædd í Hvfta húsinu í dag Reagan Bandaríkjaforseti á í dag viðræður við tvo sendifulltrúa frá Araba-bandalaginu, þar sem örlög þúsunda skæruliða Palestinuaraba kunna að ráðast, en þeir biöa hnepptir í hverkví innrásarliðs Israels í Líbanon. Til viðræðnanna eru komnir Saud Al- Faisal prins og utanríkisráðherra Saudi-Araþíu og starfsbróöir hans, Abdel-Halim Khaddam frá Sýrlandi. Ræddu þeir í gær möguleikana á því að fimm til sex þúsund skæruliðar PLO yrðu fluttir frá Líbanon, en viðmæl- andi þeirra var þá George Shultz, hinn nýi utanríkisráðherra Bandarík janna. Utanrikisráðherra Saudi-Arabíu lét á sér skilja að aðalvandinn lægi í óviss- Það er fyrst og fremst drykkjarvatn- ið sem veldur mestum erfiðleikum í Líbanon þessa dagana eða öllu held- ur skortur á þvi. Viða hafa vatnsból spillzt í stríðsátökunum, eins og þessi mynd hér við hliðina af upp- sprengdum steinsteyptum brunni sýnir en hann var aðaluppistaðan í dsluknúinni vatnsveitu 120 þúsund Libana. unni um hvort Israelsmenn mundu af- létta umsátrinu um Beirút, þótt PLO hyrfi á brott þaðan. — Khaddam krafð- ist þess að Washingtonstjórnin neyddi Israelsmenn til þess að láta af árásar- hneigðsinni. Reagan forseti tilkynnti í gær að hann heföi stöðvað um sinn sölu á klasasprengjum til Israelsmanna og fleiri hergögnum á meðan hann hefði til athugunar skýringar Israeia á notk- un slíkra vopna í Líbanon. — Klasa- sprengjur þykja hin glæpsamlegustu vopnef notuð íþéttbýli. Ástandiö í Beirút, hinni umsetnu höfuðborg Líbana, er sagt hið alvarleg- asta vegna skorts á mat og vatni. Tveir israelskir ráðherrar hafa látið eftir sér hafa að enn séu vonir til þess að PLO- skæruliðar fái að yfirgefa Beirút með friði. Israelsstjórn eins og aðrir bíður þó átekta eftir niðurstöðum úr viðræðunum í Washington í dag. Helzta vonin þykir liggja í því ef Reagan forseta tækist aö telja Sýrlend- inga á að veita PLO viðtöku. Sagt er að stjórnin í Damaskus hafi verið komin á fremsta hlunn með að samþykkja slíkt fyrir tíu dögum en snúizt hugur á síð- ustu stundu. Anker sextugur orðinn Anker Jörgensen forsætis- ráðherra Danmerkur varð sextugur í siðustu viku og streymdu til hans gjafir og árnaðaróskir. Var gest- kvæmt ó heimili þelrra hjóna þann dag. Myndin hér- var tekin þegar nokkur flokkssystkina hans færðu honum málverk af honum sjólfum. Tíö reiðhjólaslys Hjólreiðafólki hér verður sjálf- sagt oft í umferðarerlinum hugs- aö til nágranna okkar, sem víða hafa komið fyrir sérstökum reiðhjóla- brautum meöfram akvegum í öryggisskyni — sem ekki er að heiisahér. I Svíþjóð kennir þó reynslan mönnum að slysum á hjólreiðafólki fari fjölgandi. Verst er þróunin í Stokkhólmi, þar sem ekki líður sá dagurinn að ekki verði í það minnsta þrjú eða fjögur slys á hjólreiða- mönnum. Júnímánuður hefur fyllt menn svartsýni. Aukning hjólreiðaslysa var 100% frá sama tíma í fyrra, svo aö áriö 1982 stefnir í að veröa mikið óheilla árfyrirhjólhesta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.