Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Síða 9
DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1982. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Kyr ivilla I ijá lífVi erðih á- tignarinnar Margaret Thatcher, forsætisráö- herra Breta, mun í dag flytja yfir- lýsingu um njósnamál í f jarskiptastöð sem gegnir lykilhlutverki í vörnum Bretlands. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan öryggismál Buckingham- hallar voru í s viðslj ósinu. I gærdag sagði aðaliífvörður Eiisa- betar Bretadrottningar af sér er yfirmenn hans komust að því að hann hafði staðið i kynvillusambandi við karlhóru. Þessu var ljóstraö upp um sama leyti og þingið ræddi hvernig þrítugum Lundúnabúa tókst að komast inn i Buckingham-höll og setjast á rúmstokk drottningar. Þingmenn hafa í nokkra daga þrýst fast á forsætisráðherra um að greina nánar frá njósnamáli sem komiö hefur upp i aöalfjarskiptastöð stjórnarinnar i Cheltenham. I stöðinni í Cheltenham eru send út og tekið við öllum leyniskilaboðum Breta. Þar er einnig mikilvægasta hlerunar- og dulmálsstarfsemi Breta. Síðastliðinn föstudag var leigubíl- stjóri nokkur, sem áður starfaði í Cheltenham, handtekinn og honum gefið aö sök að hafa stundað njósnir um 14 ára skeiö. Heimildir innan lögreglunnar hófu fljótlega að tala um alvarlegan skort á öryggi. Ríkisstjómarmenn reyndu ekki að neita því aö hér væri um alvarlegt mál að ræða og þrýst var á Margréti Thatcher um að gefa yfirlýsingu um málið. Forsætisráðherrann er ábyrgur fyrir n jósnum og gagnn jósnum Breta. Er blöðin kepptust við að birta frá- sagnir af innbrotinu í Buckinham-höll, gerðist það að karlmaður nokkur hringdi til blaösins The Sun og kvaðst hafa átt í kynvillusambandi við lögregluforingja drottningar. Bauðst hann til að selja blaöinu sögu sína af því sambandi. Blaöið lét lögreglunni söguna í hendur. Er yfirmenn Trestrail foringja yfirheyrðu hann um málið játaöi hann og sagði síöan af sér. Er drottningin kemur fram opin- berlega hefur Trestrail ætíð verið á næstu grösum við hana. Mál Trestrail er mjög neyðarlegt fyrir stjómina enda gekkst hann undir mjög nákvæma rannsókn um bakgmnn sinn og einkalif er hann tók viö embætti. Þeirri rannsókn var beint að því að komast að öllu í fari hans sem gæti orðiö áhættusamt fyrir mann í hans stöðu. Það er skoðun hins opinbera aö eigi beri að ráða hómósexúalfólk í lykilstöður vegna þess að auðvelt sé að beita það fjárkúgun í því skyni að fá upplýsingar. William Whitelaw innanríkis- ráðherra tilkynnti afsögn Trestrails í þinginu. Hann staðfesti að bakgrunnur Trestrails hefði verið athugaður og að ekkert grunsamiegt hefði fundizt. Maðurinn sem fór inn í Bucking- hamhöll mun ekki verða ákærður fyrir það. Honum hefur hins vegar ekki verið sleppt enda er hann ákærður fyrir stuld á hálfflösku af víni Fátæktin eykst í Bandaríkjunum Þeim Bandaríkjamönnum, sem búa við krappari kjör en skilgreint er í hin- um opinberu fátæktarmörkum Reaganstjórnarinnar hefur f jölgað um 7,4%. Em þeir nú taldir vera um 32 milljónir. — Kreppifnnierkennt um og atvinnuleysinu, sem er það mesta er um getur í f jörutíu ár. Tölur þessar tákna að einn af hverjum sjö Bandaríkjamönnum búi nú við krappari kjör en mörkuö era í hinni opinbera skilgreiningu á fátækt. Samkvæmt þessari skilgreiningu er til dæmis 4ra manna fjölskylda sem hafði minna en 120 þúsund króna úrstekjur 1981 talin örbirgðarfólk. Hagtölur frá því 1981, sem birtar vora í gær, sýna að verðbólgan hefur áfram étið af kaupgetu fólks. Tekjur meðalfjölskyldu hafa rýmað um 3,5%, þegar tekið er mið af hækkandi verð- lagi. Mönnum reiknast svo til, að fátæk- um Ameríkönum hafi fjölgað um 2,2 milljónir (upp í 31,8 milljón eða um 14% landsmanna). — Árið 1980 var ætlað að um 13,2% byggju við þrengri kost en lýst er í fátæktarmörkunum. Tveir þriðju hlutar þessara eru hvítir en þó era aöeins 11% hvítra kallaöir fátækir i þessum skilningi. Þriðjungur blökkumanna býr hins vegar viö þessi fátækrak jör. Bömum í þessum lífskjarahópi fer fjölgandi. Þaö er talið að um 12,3 milljónir undir 18 ára aldri séu í þess- um íbúahluta en það era um 20% bandariskra bama og unglinga. Danska blaðið Politiken birti þessa frétt um veiðibannshugmyndir á sunnudaginn, en myndin er af Lslenzku hval- veiðiskipi á miðunum, tekin af Greenpeacemönnum á sinum tíma, þegar Rainbow Warrior reyndi að trufla ís- lenzka hvalfangara við veiðamar hér um árið. Leggja ofurkapp á hvalveiði íslendingar sátu hjá við atkvæðagreiðslu um veiðibann Samþykkt var í tækninefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins (IWC) á ársfundinum, sem hófst í Brigthon í gær, tillaga um algert bann við hval- veiðumí atvinnuskyni. Þó hlaut tillagan ekki meira fylgi en svo að almennt er búizt við að hún fái ekki næg atkvæði til samþykkis eða gildistöku, þegar hún kemur til afgreiöslu á hinum almenna fundi ráðsins. Athygli vakti að Islendingar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í nefnd- inni ásamt fimm öðram. 9 greiddu atkvæði.á móti og 19 samþykktu. Fjölgað hefur í Alþjóöa hvalveiði- ráðinu frá síðasta ársfundi, en flest nýju aðildarríkjanna era ekki hval- veiðiríki. Fyrir ársfundinn hafa Green- peace-samtökin rekið mikinn áróður fyrir hvalveiðibanni og fengið víða inni í fjölmiðlum. Danska blaðið Politiken birtir t.d. um helgina þriggja dálka frétt þar sem því er spáð — eftir Greenpeacemönnum — að hvalveiðiráðið sé búið að vera ef það ekki samþykki á þessum árs- fundi stöðvun hvalveiða í það minnsta í nokkur ár. r romin9arsala þessa viku Mikid úrval — gott verð Skóverzlun Þórðar Péturssonar sim? 13570

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.