Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1982.
15
Arðsemi 8,5%
á föstu verðlagi
„0.4. Arðsemi fjárfestingar hefur
verið reiknuð með ýmsum hætti og
eru aðalniðurstööur þær að innri
raunvextir af heildarfjárfestingu
eftir skatta yrði 8,5% á föstu
verðlagi en 4% í 60% verðbólgu.
Sjóöstaða fyrirtækisins yrði jákvæð
eftir 4 ár og ekki horfur á
greiðsluerfiðleikum. ”
Innlendur markaður
7.500 tonn
„0.5. Líklegt er taliö að innlendur
markaðurfyrirsteinullþróist í allt að
7.500 tn/ári á 15 árum, miöað við það
verð sem sett er á framleiðslu verk-
smiðjunnar og liklega þróun
notkunar innanlands. Verö á
einangrunarefnum á innlendum
markaði mun lækka verulega og
innflutningur steinullar og glerullar
dragast mjög mikið saman.”
Útflutningur
raunhæfur
„0.6. Samkvæmt athugunum á
markaösmöguleikum og verðlagi á
steinull erlendis og á grundvelli
upplýsinga frá aðilum sem tjá sig
reiðubúna til kaupa á steinull frá
verksmiðju á íslandi, virðist
raunhæfur grundvöllur fyrir út-
flutningi til Bretlands og meginlands
Evrópu...”
Siðan segir nef ndin:
„Nefndin áréttar að þetta verði
haft í huga við frágang viöskipta-
samninga áður en endanleg á-
kvörðun er tekin um byggingu verk-
smiðju og af þeim aðila er hyggst
rekahana.”
„Nefndin áréttar að þetta verði
hagt í huga við frágang viöskipta-
samninga áður en endanleg á-
kvörðun er tekin um byggingu
verksmiðju og af þeim aðila er
hyggstreka hana.”
I bréfi frá í október 1981 frá
Einnig má bæta við að raf-
bræðsla steinullarhráefna gefur
möguleika á betri nýtingu hráefna
þar sem minna er um endurbræöslu
gallaörar steinullar og minnkar þar
með reksturskostnaðinn.
Rafbræðslan krefst umfangs-
minni mengunarvarnartækja og
lækkar stofn- og rekstrarkostnað.
Ogsíðansegir:
„Samkeppnisstaða steinullarverk-
smiðju á erlendum markaði byggir
fyrst og fremst á hagkvæmum
flutningum frá landinu. Vegna
verulegra vannýttrar flutningsgetu
með skipum frá landinu og vaxandi
gámaflutninga, bjóöast flutnings-
gjöld sem eru sambærileg við
flutningsgjöld samkeppnisaðila á
Norðurlöndum til markaöa í öðrum
löndumV-Evrópu...”
Útflutningur
lækkar innanlands-
verðið um 18—19%
„0.8... ef verksmiðja, sem
bundin er við innl. markað, á að
skila sömu arðsemi og sú sem selur
einnig til útflutnings, þarf verðið
fyrir innlendan markaö að hækka
um 18—19% frá því sem gert er ráð
fyrir í aðaldæminu. Veruleg óvissa
er um ýmis tæknileg og rekstrarleg
atriöi varðandi möguleika á rekstri
sem bundinn yrði við innlendan
markað.”
Hvergi í skýrslunni finnst fyrir-
vari gagnvart þessum rekstrarlegu
atriðum hjá Steinullarfélaginu hf.
þvíábls.117 segirÞ.Þ. „Eggeri ekki
athugsemdir við útreikninga meiri
hluta nefndarinnar á flutnings-
kostnaði frá Sauðárkróki á innlendan
markað. Þá útreikninga tel ég
rétta.”
Mengunarvarnir
„0.9. Athuganir nefndarinnar
hafa ekki leitt i ljós nein þau atriöi er
stefnt geta í hættu heilsu starfsliös,
miöað viö að eðlilegar og þekktar
A „Stofnkostnaður 14 þúsund tonna stein-
w ullarverksmiðju á Sauðárkróki verður því
11,5 milljónum króna hærrí en sams konar
verksmiðja í Þorlákshöfn, sem er liðlega 24%
hærri upphæð en hlutafjárframlag ríkisins,”
segir Hjörtur Þórarinsson í grein sinni.
markaðsráðgjafafyrirtækinu Lind-
sey Marketing Services segir:
a) að markaður fyrir íslenska
steinull sé fyrir hendi einkum í
Vestur-Þýskalandi og Bretlandi en
einnig í Hollandi og Irlandi.
b) að áætlað útflutningsverð
jarðefnaiðnaöar hf. sé vel sam-
keppnisfært.
Rekstrarkostnaöur
sem best gerist
erlendis
„0.7. Rekstrarkostnaður stein-
ullarverksmiðju á tslandi er að mati
nefndarinnar sambærilegur viö það
sem best gerist erlendis í verk-
smiðju af sömu stærð. Hagstætt
orku- og hráefnisverð vegur nokkurn
veginn upp á móti hærri kostnaði af
innfluttum aðföngum. Áhrif stærðar-
hagkvæmni hafa ekki veriö könnuö
sérstaklega.”
ráðstafanir séu gerðar til loft-
ræstingar í verksmiðjunni. Ahrif á
ytra umhverfi yrði hverfandi önnur
en jarðrask af sandnámi. ”
Á bls. 58 segir:
„Gert er ráð fyrir öflugri loft-
ræstingu, þar sem fenol og
formaldehýð verður geymt og bland-
að við framleiðslu á bindiefni. Gert
er ráð fyrir loftsogi og brennslu á
lofti frá trefjagerðarklefanum og
þurrkofni.”
Hvað jarðrask snertir segir:
„Ekki er gert ráð fyrir að sand-
takan valdi neinum teljandi
umhverfispjöllum, enda er um
ógróna sanda að ræða bæði i Þor-
lákshöfn og á Sauöárkróki. Gert er
ráö fyrir í kostnaðaráætlun að
jafnóðum verði sáð í námusvæðið við
Þorlákshöfn að lokinni sandtöku.”
Hjörtur Þórarinsson,
framkvæmdastjóri Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga.
Tveir bíiar ónýtir
eftiráreksturá
Stokkseyri
Tveir bílar eru taldir ónýtir
eftir harðan árekstur á
Stokkseyri á laugardagskvöldið.
Þrátt fyrir það að bílarnir færu
illa í óhappinu urðu ekki slys á
fólki. Lögreglan á Selfossi taldi
að ölvun bilstjóra hefði átt sinn
þátt íárekstrinum. -SKJ.
Bflvelta í
Kömbum
Bifreið valt í Kömbum um
fimmleytið á sunnudagsmorgun.
Er hún talin ónýt eftir veltuna.
Aö sögn Selfosslögreglunnar var
bifreiðin á leið austur þegar
óhappið varð og er ógætilegum
akstri kennt um hvernig fór. Svo
til engin meiðsli urðu á bílstjóra
og f arþegum bifreiöarinnar.-SKJ.
ísafjörður:
DVALARHEIMIU ALDRAÐRA
FORMLEGA TEKIÐ í NOTKUN
Byggingarkostnaður nýja dvalarhelmilisins var 15,3 milljónir króna.
Dvalarheimili aldraðra á Isafiröi
var formlega opnað laugardaginn 10.
júli sl. Hlaut það nafnið Dvalar-
heimilið Hlíf. Formaður byggingar-
nefndar, Guðmundur H. Ingólfsson,
afhenti Kristjáni Jónassyni forseta
bæjarstjórnar húsið. Aðalverktakar í
lokaáfanga voru Pétur og Baldur s/f.
Hönnuður var Ingimundur Sveinsson.
Jlúsið er mjög glæsilegt og vandað.
Það er á fjórum hæðum 740 fermetrai
hver. 30 ibúöir eru í húsinu, 20 ein-
staklings og 10 hjónaibúðir, auk þess
er íbúð húsvarðar sem er 105
fermetrar að stærö. Samkomusalur er
á efstu hæð. Þvottaherbergi eru í
húsinu, einnig eru geymslur fyrir
hverja íbúð og fleira.
Heildarbyggingarkostnaður var
15,3 milljónir. Húsiö verður rekið sem
sjálfseignarstofnun á ábyrgð Bæjar-
sjóðs Isafjaröar. Húsið var til sýnis
bæjarbúum á sunr.udag og nýttu
margir sér það.
-V.J.
4
Húsið formlega afhent bæjarstjórn við
hátíðlega athöfn.
DV-myndir Valur Jónatansson.
AUGLÝSINGAR
SÍÐUMÚLA 33
SÍMI
27022
ÞVERH0LT111
SÍMI
27022
SMÁ-
AUGLÝSINGAR
AFGREIÐSLA
SKRIFSTOFUR
RITSTJÓRN
SÍÐUMÚLA 12-14
SÍMI
86611