Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULl 1982.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Á meðan bakararnir ern i sumarfrii verða Bolvfldngar að neyta brauða frá Reykjavflc sem kosta sitt, segja tvær hús-
msður á Bolungarvík.
Þeir eru tveir —
ogbádirífríi
Tvær húsmæður á Bolungarvík skrif a:
Við Bolvíkingar höfum aðeins eitt
bakarí og er það rekið af Einari
Guðfinnssyni hf. 1 þessu bakaríi vinna
tveir bakarar.
En svo undarlega vill til að þeir fóru
á sama tíma í sumarfrí í byrjun síð-
ustu viku, þannig að brauðgerð hjá
fyrirtækinu liggur niðri þessa stund-
ina. Sumarfrí bakaranna orsakaði að
'hér var brauðlaust í tvo daga. Var þá
brugðið á það ráð að fá brauð frá
Reykjavík, svokölluð Myllubrauð. Hér
í bænum kostar Myllubrauö, sneitt
formbrauð, kr. 12,70. Þegar við
hringdum í verzlun í Reykjavik var
sams konar brauð hins vegar selt á kr.
10,65. Fyrirtækið Brauð hf. sem fram-
leiðir brauðin fær kl. kr. 9.10 fyrir
brauðið.
Verðmunurinn á þessum brauöum út
úr verzlun í Reykjavík og hér er kr.
2,05. Við spyrjum því, hvort það geti
veriö að það kosti kr. 2j05 að flytja átt
brauð frá Reykjavík til Bolungarvíkur.
Auk þess viljum viö qpyrja hvort fyrir-
tækið eigi að borga kostnaöinn sem
hlýzt af sumarfríum starfsmanna
þess eða viðskiptavinurinn.
Þá viljum við geta þess að á Isafirði
eru starfrækt tvö bakarí og eitt á Flat-
eyri. Höfum við það einhvem veginn á
tilfinningunni að hentugra og ódýrara
sé að fá brauð frá þessum bakarium.
Brauðin myndu þá líka berast daglega
en ekki á tveggja daga fresti eins og nú
er.
Að lokum langar okkur til að gera at-
hugasemd við orð mjólkurbússtjórans
á Isafirði í Dagblaðinu og Vísi á síöast-
liönum vetri. Þar sagði hann að ná-
grannabæir Isafjarðar væru látnir
ganga fjrir með mjólk. Þetta er alls
ekki rétt. Þegar mjólkin var skömmt-
uð hér á síöastliönum vetri var
skammtur hálfur lítri á mann og einn á
pelabam, föstudag eftir föstudag. Á
sama tíma var nóga mjólk að fá á Isa-
firði.
„Líkingamál en ekki
hárrétt náttúrulýsing7f
Jóhann J. Olafsson skrifar:
Oiafur Tryggvason bókbindari gerir
i Dagbiaðinu og Visi athugasemd við
kjallaragrein mína frá 24. mai síðast-
liðnum. Segir Olafur að um furöulega
dæmisögu sé að ræða sem alls ekki
eigi við nein rök að styðjast. En í grein
minni hafði ég notað líkingamál við að
útskýra mál mitt. Voru aðalpersónur
dæmisögu minnar grenjaskyttur, yrö-
lingarogtófa.
Grein mín var sprottin út af deilu
ríkis og starfsfólks á sjúkrahúsum. I
þessum deilum er æ oftar gripiö tíl
þess ráðs aö senda sjúklinga heim af
sjúkrahúsum. Hins vegar em aöstæður
í nútímaþjóðfélagi til aö annast sjúkl-
inga heima orðnar miklu verri en hér á
árum áður. Nú eru fáir heima við
nema þá helzt aldrað fólk sem á nóg
með sjálft sig hvað þá að það geti ann-
azt sjúka.
Dæmisaga min var ekki hárrétt nátt-
úrulýsing, frekar en sagan um hana
Rauðhettu litlu og úlfinn. Þrýstihóp-
amir, starfsfólk spítalanna, voru tákn-
aðir sem yrðlingar og ríkið, þjóðin, var
táknuö með tófu. Sagt var að ríkið gætí
ekkert annað gert en komið sjúkling-
um til hjálpar. I grein sinni fræðir
Olafur okkur á því að í dýraríkinu veiti
tófan grenjaskyttum ekkert slíkt vald
yfir yrölingum sínum og kann ég hon-
um beztu þakkir fyrir upplýsingar
hans. Færi betur að svo væri einnig í
ríkimanna.
LOKAÐ
vegna sumarleyfa frá 26. júlí til 1. sept.
Fatapressan Úðafoss
Vitastíg 13
Aðalfundur
náttúruvemdarsamtaka Vesturlands, verður
haldinn að Hvanneyri Borgarfirði, sunnudaginn
25. júlí nk. kl. 15.00.
Auk venjulegra aðalfundastarfa flytur fram-
kvæmdastjóri Náttúruvemdarráðs, Jón Gauti
Jonsson, ræðu. stjómm.
Kennarar athugið
Kennara vantar að Brekkubæjarskóia Akranesi.
Kennslugreinar: sérkennsla, smíðar og líffræði.
Umsóknarfrestur er til 30. júli nk.
Uppl. veita: Grímur Bjamdal skóiastjóri s. 2979, Guðjón Þ.
Kristjánsson yfirkennari s. 2563 og Ragnheiður Þorgrimsdóttir form.
skólanefndar s. 2547.
Skólanefnd Grunnskóla Akraness.
Sendiferðabifreið
Oskum eftir aö kaupa nýlega dísil sendiferðabifreið.
Viljum selja Ford Transit árgerð 1971. Verð kr. 8.000,00.
Gísli Jónsson & Co. hf.r
Sundaborg 41, simi 86644.
Tœkifœris-
fatnoöur
í miklu úrvali
t.d. síðbuxur — kvartbuxur — mussur — blússur
— skokkar — kjólar.
PÓSTSENDUM
Sóley
Klapparstíg 37 - sími 19252
IPEPSI-QCaA
■^GQLFMO 1IÐ.,
*** GRAFARHOLTSVELU 24. OG 25.JULI
1. MEISTAR AKEPPNI:
Karlar — Forgjöf 1—11, konur forgjöf 1—22.
2. FORGJAFARKEPPNI:
Karlar — forgjöf 6—24 (30), konur — forgjöf 16—30 (36). Gefin forgjöf 3/4 hámark, karlar 18, konur 23.
Kylfingum utan af landi er bent á samningFlugleiðavið ISIum fargjöldog gistingu.Allir kylfingar eru vel-
__komnir, þátttaka tilkynnist í síma 84735 fyrir kl. 15.00 föstudag til að komast inn í rétta rásröð.