Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Side 19
íþróttir
fþróttir
íþrótt
íþróttir
ísafjörður
fær stigin
— Dómstóll KSÍ vísaði áf rýjun Vals frá.
Héraðsdómur KRR stendur. Kæra KA
hefur enn ekki verið tekin fyrir á Akureyri
Dómstóll Knattspymu-
sambands íslands kom
saman tíl fundar í gær.
Tekin var fyrir áfrýjun
Knattspymufélagsins Val-
ur vegna dóms í héraðs-
dómi Knattspyrauráðs
Reykjavíkur, þar sem Al-
bert Guðmundsson var
dæmdur ólöglegur með Val
í leik við ísfirðinga í 1. deild
á Laugardalsvelli 12. júní
1982. Dómstóll KRR dæmdi
leikinn tapaðan fyrir Val og
dæmdi ísfirðingum stigin í
leiknum.
Dómsniðurstaða hjá
dómstól KSÍ í gær var sú að
héraðsráðsdómurinn
skyldi standa. Áfrýjun Vals
ekki tekin til greina.
Samkvæmt þessu hljóta
isfirðingar tvö stig úr
leiknum við Val 12. júní en
sem kunnugt er sigraði
Valur í leiknum á Laugar-
dalsvelli með 1—0.
Að sögn Halldórs V.
Sigurðssonar, sem skipaði
formannssæti í dómstól
KSÍ í gær, var ekki rætt um
markatölu í sambandi við
úrslitin. Stigin tvö færð til
isfirðinga og markatala í
sambandi við töflu 0—0.
Mark Vals í leiknum strik-
að út. Að sögn sagði Hall-
dór V. Sigurðsson að mögu-
leiki væri síðar á nýrri
kæm vegna þessa máls
hvað markatölunni við-
kemur. Sem kunnugt er
ræður markamunur sæti ef
liö era jöfn að stigum.
Auk Halldórs voru þeir
Axel Einarsson og Helgi V.
Jónsson á fundi dómstóls
KSÍ í gær.
Þar sem áfrýjun Vals var
ekki tekin til greina er
staðan í Íslandsmótinu nú
þannig.
Víkingur
Vestmannaeyjar
Breiöablik
KR
KA
Valur
Fram
Akranes
ísafjörður
Keflavik
17—11 14
15—10 13
14—14 12
7—9 11
11—11 10
10—11 10
11—10 9
11—13 9
14—17 9
7—11 9
Kæra Knattspymufélags
Akureyrar á Val vegna
Alberts Guðmundssonar
hefur enn ekki verið tekin
fyrir í héraðsdómi Knatt-
spyrauráðs Akureyrar.
Verður þó sennilega dæmt í
því máli á miðvikudag.
Dómstóll KSÍ mun ekki
taka það mál fyrir nema
dómsniðurstöðu dómstóls
KRA verði áfrýjað til
dómstólsins.
hsím.
Sigurborg Guðmondsdóttir, Ármanni, vann hiklaust athyglisverðasta afrekið i
Norðurlandabikarkeppni kvenna á Laugardalsvelli um helgina, þegar hún setti
nýtt Islandsmet í 400 m grindahlaupi á 60,86 sek. Timlnn—i kuldanum á vellinum
og rokinu — er þó ekki merkilegastur, beldur hitt hve harða keppni hún veitti
ssnsku stúlkunni, Ann-Louise Skoglund, sem er bezt á þessari vegalengd i heim-
inum. Sú sænska sigraði á 58,50 sek. en Sigurborg varð önnur.
DV-mynd Friðþjófur.
lón Haukur
meistari
á Nesinu
Meistaramóti Golfklúbbs Ness á
Seltjaraaraesi lauk á laugardaginn.
Þar voru keppendur 85 og var leikið í 6
flokkum. Úrslit urðu þessi:
Meistaraflokkur karla:
1. Jón Haukur Guðlaugsson 299
2. Loftur Olafsson 304
3. Magnús Ingi Stefánsson 306
1. fiokkur
1. Magnús Steinþórsson 321
2. Kjartan L. Pálsson 324
3. Jóhann Reynisson 324
2. flokkur
1. Jens V. Ólason 337
2. Jón Ólafsson 343
3. Eggert ísfeld 351
3. flokkur
1. Ólafur A. Ólafsson 362
2. Sigurvin Kristjánsson 372
3. Björa Araason 372
Drengjaflokkur:
1. Jón B. Kjartansson 373
2. Kristján Haraldsson 392
3. Björgvin Sigurðsson 417
Kvennaflokkur (54holur)
1. Ólöf Geirsdóttir 302
2. Unnur HaUdórsdóttir 311
3. ICristíne E. Kristjánsson 317 -klp-
A-vakt logreglunnar i Reykjavík lék knattspyrau við áhöfn sovézka skemmti-
ferðaskipsins Kazastan, þegar það var hér á dögunum. Sigraði 7—0 og skoraðu
þeir Ólafur Garðarsson, tvö, Hörður Sigurðsson, tvö, Gunnlaugur Kristfinnsson,
Svavar Kristinsson og Kristinn Pedersen löggumörUn. Myndin að ofan var tekin
eftir leikinn. Lengst tU hsgri er Juri Sedov, Vikingsþjálfari, sem var dómari.
DV-mynd S.
Axelverðurár
hjá Dankersen
„Já, ég gerði í gær nýjan samning
viö Dankersen og mun hann gilda í eitt
ár. Eg leik því með Dankersen næsta
keppnistímabil í Bundgeslígunni vest-
ur-þýzku, 1. deildinni, en svo er ég
ákveðinn í að koma heim. Mun þá
leggja handknattleikinn alveg á hill-
una enda búinn að vera í þssu lengi,
orðinn 32ja ára,” sagði Axel Axelsson,
landsliðsmaðurinn kunni í handknatt-
leiknum, í samtali við DV í gær.
Axel hefur í mörg ár leikið með
Dankersen. Kom þó heim og lék með
Fram eitt leiktímabil. Æfingar hjá
Dankersen hef jast á fullu í dag. Danski
leikmaðurinn Haurum er kominn til
félagsins.
Úrvalið vann í
S-Afríku
Grvalsliðið í knattspyrnunni, sem er
á keppnisferð um Suður-Afríku, sigr-
aði Durban 1—0 í gær. Stuart Pearson,
fyrrum landsUðsmaður hjá Man. Utd.,
skoraði sigurmarkið á 73. min. Fékk
sendingu frá Mich Channon og skaUaði
i mark. Liðið var þannig skipað.
Aleksic, Bastijns, Nish, Jennings
(Potts), Merrick, Greenhoff, PoweU,
Masson, Pearson, Best, Carrodus
(Channon). hsim.
Áhugamaður-
innógnaði
þeim beztu
— en Bob Byman sigraöi
Bandaríkjamaðurinn Bob Byman,
sem kom tU Evrópu tU að hvíla sig á
golfinu í Bandaríkjunum, sigraði í
opnu skandinavísku atvinnumanna-
keppninni í golfi í Linköbing. Er það
eitt af stærri atvinnumannamótunum í
Evrópu og það stærsta á Norðurlönd-
unum.
Byman, sem hefur vegnað Ula í
keppninni í Bandaríkjunum sl. tvö ár,
lék 72 holurnar á 275 höggum, eða sam-
tals 9 höggum undir pari. Hann, Bret-
inn Sam Torrance og Spánverjinn
Severiano BaUesteros, háðu harða
keppni um 1. sætiö aUt mótið út. Hring-
imir hjá Byman voru 69:69:66:71, hjá
Torrance 71:69:69:69 og BaUesteros
68:69:70:72.
Það vakti athygU í mótinu að einn
• áhugamaður, Svíinn Krister KineU,
sem er í sænska áhugamannalandsUð-
inu, var í hópi 10 fyrstu manna. Lék á
; 68:72:70:73— og hafði hann fyrir aftan
i sig marga þekkta atvinnumenn í
íþróttinni. -klp-
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJGDAGUR 20. JGLI1982.