Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Page 33
DAGBLAÐIÐ & VISIR. ÞRIÐJUDAGUR 20. JULI1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þræ/apú/ og skemmtanir — á dagskrá hjá Vmnuskóla Kópavogs Hvað erbetra an aO bregða sér ismáróður svona rétt áður en skemmtun/n byrjar? Vinnuskólinn i Kópavogi hefur dálitið sérstæða aðferð við vinnu- kennslu. Forstöðumenn skólans treysta krökkunum til að vinna flest þau verk sem f ullorðnir annast í öðrum bæjarfélögum. „Við höfum tröllatrú á þessum krökkum,” sagði Einar Bollason, for- stööumaöur, þegar hann kynnti blaða- mönnum skólann nýlega. Fjórir aldurshópar skólans, 12 til 15 ára, keppast við að leggja hraunhellur á túnkanta, mála gangbrautir, slá upp fyrir steyptum veggjum, gróðursetja tré, setja upp girðingar og leggja göngustíga. Undanfarið hafa krakkarnir unniö baki brotnu við að leggja langa göngubraut frá Engi- hjallablokkunum út i skóia. Forstöðumönnum Vinnuskólans sárnar það vantraust sem þeim þykir önnur bæjarf élög sína krökkum á þess- um aldri. „Það þarf að veita þeim góöa leið- sögn og þau geta gert alla hluti — þaö þarf bara að treysta þeim,” sagði Einar. Laun krakkanna eru líka þau beztu sem þekkjast hjá nokkru bæjarfélagi á Islandi, sagöihann. Elztu tveir árgangamir fá 90 prósent af Dagsbrúnarlaunum. Síðan fá 13 ára Hljómsveitin Box frá Keflavík hefur hljómsveitarinnar er Baldur Þór nýlega sent frá sér plötu er nefnist Guðmundsson en hann er sonur Skuggahliðin. Þessi plata er gefin út af popparahjónanna G. Rúnars Júlíus- plötustúdióinu Geimsteini en Steinar sonarogMaríuBaldursdóttur. h/f sjá um dreifingr. Höfuðpaur 80 prósent af 14 ára taxta og 12 ára fá 60 prósent. Einar vildi fá að borga 14 og 15 ára krökkum fullan Dagsbrúnar- taxta nú í sumar. „Það er nú von sem brást,” sagöi hann. Einar sagöi vinnuna hafa góð áhríf á hegðun krakkanna utan vinnu. „Eg hef ekki trú á að krakki brjóti niður girðingu sem hann er búinn að setja upp,” sagði hann. Vinnuskólanemamir og hópstjórarn- ir þeirra vinna einnig mikið í sjálf- boðavinnu. Hópstjórarnir gefa til dæmis sina vinnu i sambandi við tóm- stundastörf. Þannig var skemmtun í Hlíðargarði í Kópavogi á fimmtudag- inn undirbúin algerlega af krökkunum í Vinnuskólanum. Þau smiöuöu leiktækin, settu upp tjöld og steiktu og seldu pylsur á staðnum. Vinnuskólinn hefur verið gagn- rýndur fyrir það að krökkunum í honum sé þrælað út. Forsvarsmenn hans neita þvi ekki að þetta sé harður skóli. „Við emm ekki með neitt elsku mamma í mætingum,” sagði Einar Bollason. En krakkarnir kunna aö skemmta sér. Stundum slá þau upp skemmtun meö sama og engum fyrirvara. Þau bjóða gamla fólkinu i Kópavogi á árshátíðirnar hjá sér. Hljómsveitir og fimleikahópar koma fram á mörgu góðu teiti. Meöfylgjandi myndir voru teknar í Hlíðargarði i Kópavogi er vinnuskóla- krakkar skemmtu sjálfum sér og pulsuáti og sitthverju öðru sem þeim öðrum með koddaslag, pílukasti, dattíhug. Þ6.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.