Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.1982, Blaðsíða 36
Skreiðarinnflytjandi íNígeríu: Milljónakröf- uráEimskip Innflutningsfyrirtæki á skreiö í Nígeríu hefur nú gert kröfu að upp- hæö rúm hálf milljón Bandaríkja- dollara á hendur Eimskipafélagt Islands vegna meintrar vöntunar á skreið sem Eimskipafélagiö flutti milli Islands og Nígeríu. Eimskipa- félagiö telur aö aðeins hafi veriö fluttir 4080 ballar af skreiö til Nígeríu, en innflytjandi þar telur aö ballamir hafi veriö 6000. Hefur hann fariö fram á aö sér verði greiddur mismunurinn, 1920 ballar, en skreiöarballinn var á 290 dollara þegar flutningurinn fór fram. „Þaö hefur komiö fram krafa vegna meintrar vöntunar á flutningi á skreið frá Islandi til Nígeríu í ágúst í fyrra,” sagöi Höröur Sigurgests- son, forstjóri Eimskipafélagsins, í samtali við DV í morgun. „Eimskipafélagið flutti skreiöina til Hamborgaren þar tók erlentskipa- félag við og flutti skreiðina til Port Harcourt í Nígeríu. Eimskipafélagiö telur aö það hafi flutt 4080 balla, en handhafi frumrits af farmskír- teininu, sem er innflutningsaðilinn í Nígeríu, segir aö fluttir hafi verið 6000 ballar og sé sá ballafjöldi tiltek- inn í farmskírteininu,” sagöi Hörður Sigurgestsson. Aö sögn Harðar er Eimskipafélag- iö nú aö draga saman gögn til athug- unar á málinu en félagið er tryggt fyrir kröfum sem þessari. Eimskipafélagið telur aö í farmskírteininu, sem félagið gaf út, hafi staðiö 21 gámur en ekki 6000 ballar. Benti Höröur Sigurgestsson á að einungis 4080 ballar af skreiö kæmust fyrir í 21 gámi af þeirri stærö sem hér um ræðir en gámarnir voru 20 feta. Eimskipafélagiö átti ekki gámana heldur voru þeir fengn- ir aö láni vegna flutninganna og mun erlenda skipafélagið, sem flutti skreiöarfarminn til Nígeriu, geta staðfest að gámamir voru 21. „Viö teljum aö farmskírtemið sem aðilinn í Nígeríu hefur undirihöndum sé ekki í samræmi viö upphaflega farm- skírteiniö og því hafi veriö breytt,” sagði Höröur Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélags Islands. -SA Hörkuárekstur f ólksbfls og vöruf lutningabfls: Tveir á slysadeild Harður árekstur varö á mótum Kleppsvegar og Köllunarklettsvegar um sjöleytið í gærkveldi. Vöru- flutningabill ók út af Köllunarkletts- vegi í veg fyrir fólksbíl sem var á leiö vestur Kleppsveg, meö þeim af- leiöingum aö fólksbíllinn rakst á vöru- flutningabílinn og skemmdist mikið. ökumennirnir voru báöir fluttir á slysadeild en meiösli þeirra eru ekki talin alvarleg. -DV-mynd S. Verður vatn út- flutningsvara? Arnljótur Sigurjónsson rafvirkja- meistari á Húsavík er nú aö kanna möguleika á útflutningi á islenzku vatnitil Bretlands. „Þetta er á algjöru frumstigi,” sagði Arnljótur í samtali við DV í morgun. „Þetta er hugsað í smáum stíl og aðeins til tilrauna í fyrstu. Það er verið aö gera forkönnun á hvort umboösaöili í Bretlandi vUji taka við tilraunasendingu og ef útkoman úr því yröi jákvæð, þá myndi verða gerð hagkvæmniskönnun sem segöi til um hvort þetta stenzt eöa ekki." Drykkjarvatn er nú flutt til Bret- lands frá öörum löndum en enginn slíkur útflutningur er frá Islandi þótt þær hugmyndir hafi oft komið upp. „Það hefur oft verið um þetta hugsaö hér en flutningskostnaöurinn er of hár. Spurningin er bara hvenær við getum flutt út vatn á sam- keppnisfæru veröi,” sagði Amljótur. Vonazt er tU að fyrsta sendingin getifariðánæstaári. -ÖEF. Frjálst, óháÖ dagblað i i j i ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚLÍ1982. Vestmannaeyjar: w vwllillllllBuvT JCII ■ Undirbúningur fyrir þjóðhátíðina hafinn Undirbúningur þjóöhátíöar í Vest- mannaeyjum hófst um síöustu helgi en þjóðhátiöin verður haldin dagana 6.— 8. ágúst næstkomandi. Að þessu sinni er þaö iþróttafélagiö Þór sem hefur veg og vanda af þjóðhátíöinni en Vest- mannaeyjafélögin Þór og Týr skiptast á um undirbúninginn. Myndina tók ljósmyndari DV, Guðmundur Sigfús- son, er nokkrir Þórarar voru að hef ja vinnu viö danspallinn á hátiöasvæðinu í Herjólfsdal. Cargolux: Búizt er við aö Cargolux tilkynni í dag eöa á morgun hverjum verði sagt upp. AUs mun um 150 starfsmönnum af um 450 veröa sagt upp frá næstu mán- aöamótum, flestum úr viöhaldsdeUd. Næg verkefni eru fyrir DC-8-flug- menn viö pílagrímsflug næstu mánuð- ina en hvaö þá tekur viö er óvíst. Er því talið aö margir flugmenn muni fá uppsagnarbréf næstu daga þar sem þeir hafa flestir langan uppsagnar- f rest, stærsti hlutinn átta mánuöi. -KMU. Fá flugmenn uppsagnarbréf? Aðalf undur Alþ jóðahvalveiðiráðsins: Bann við hvalveiðum meginumræðuefnið Alþjóöahvalveiðiráöiö heldur nú 34. aðalfund sinn í Brighton á Englandi. Hófst fundurinn í gær. Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf., einn af fuUtrúum lslands á fundinum, sagöi að mestur hluti fyrsta fundardagsins hefði farið í aö ræöa ýmsar tUlögur um bann viö hvalveiöum. TUlög- umar komu frá SeycheU-eyjum, Bret- landi, Bandarikjunum, Frakklandi og Astralíu. Sagði Kristján aö allar þessar tU- lögur snerust um stöðvun hvalveiða en þær væru settar upp á mismunandi hátt Á fundi tækninefndar Alþjóðahvalveiði- ráðsins var gengið tU atkvæöa um tUiögu SeycheU-eyja en hún hlaut ekki nægUegt fylgi. Um þrjátiu mál eru á dagskrá aöal- fundar Alþj óöahvalveiöiráðsins. Ekkert þeirra snertir hvalveiðar Islendinga meira en veiöar annarra. Kristján sagöi aö sjö þjóöir hefðu gengið í Alþjóöahval- veiðiráðið frá því á síöasta aðalfundi. Þær eru: Belize, Egyptaland , V-Þýzkaland, Kenýa, Mœiaco, FÍlippseyjar og SenegaL -SKJ. Arnarflug: Leiguvélin bilaði í lendingu Vélin sem Amarflug tók á leigu vegna tæringar í væng Boeing 720 þotu félagsins bUaöi í lendingu í gær. Verö- ur félagið því að taka enn aöra vél á leigu. Leiguvélin var aö koma inn tU lend- ingar í Þrándheimi í Noregi þegar stykki í hjólabúnaði hennar brotnaöi. Senda varð flugvél tU Luxemburgar eftir stykkinu þar sem það fékkst ekki í Noregi. Engansakaðiílendingunni. -GSG Forsætisráðherra til starfa Gunnar Thoroddsen forsætisráöherra stutta dvöl á sjúkrahúsi. kom tU starfa að nýju í rnorgun eftir _hh LOKI Ifór munum nú fara að dæmi Húsvíkinga og fíytja út ioft í loftbelgjum. I I í I I í 1 I I I I i I í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.