Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Page 4
4
t
DV. MIÐVHCUDAGUR 22. DESEMBER1982.
Sigurjón Heiöarsson, f ramkvæmdastjóri
Hjálparstofnunar kirkjunnar:
„Á HVERRIMÍNÚTU
DEYJA 20 BÖRN ÚR
HUNGRI
í HEIMINUM”
við Alþjóöa kirkjuráðið og Lúterska
heimssambandið. Og við höfum
bundist systurstofnunum á Norður-
löndumsterkum böndum.
Súdan, Pólland Guatemala,
El Salvador og Mexikó
— Nú hefur komið fram nokkur
gagnrýni á það aö hætt sé við að
aðstoðin berist aldrei í réttar hendur.
— I þeim tilvikum sem við höfum
veitt aðstoð hefur okkur tekist að
tryggja að hjálpin berist til þeirra
sem þurfa mest á henni að halda. Viö
stöndum yfirleitt að dreifingu í sam-
bandi við kirkjudeildir. Ef við tökum
Pólland sem dæmi þá erum viö þar í
samvinnu við samkirkjuráö sem
myndað er af mótmælendakirkjum í
Póllandi. Það ráð er jafnframt í sam-
vinnu við kaþólsku kirkjuna. I Suður-
Súdan eru aftur á móti íslenskir
starfsmenn á okkar vegum.
— Eru þaöeingöngupeningarsem
þið safnið?
— Já, en við kaupum oft matvæli
eöa aðrar nauðsynjavörur fyrir þá.
Nú er til dæmis á leiðinni stór send-
ing af kindakjöti til Póllands en áður
höfum við sent Pólverjum síld,
hrogn, súpur o.fl.
— Frá hvaða löndum hafa helst
borist hjálparbeiðnir að þessu sinni?
— Þau eru mörg. En fyrir utan
Súdan og Pólland má t.d. nefna
Guatemala, E1 Salvador og Mexíkó.
— Og getið þiö veitt öllum ein-
hverja úrlausn.
— Það er ómögulegt aö segja eins
og er þar sem söfnun okkar lýkur
ekki fyrr en í janúar. En eins og ég
sagði áðan virðast viðbrögð fólks
mjög jákvæð svo við vonum hið
besta. jj>.
Sá árstími sem við kristnir menn
bindum við fæðingarhátíð freisar-
ans, desembermánuður, gengur
auövitað jafnt yfir alla heimsbyggö-
ina. En á meðan við í velmegunar-
löndunum búum okkur undir mestu
matar- og kauphátíð ársins deyja
aðrir úr hungri eða draga f ram lif ið á
mörkum þess, staðreynd sem er
auövitaö ekki fremur bundin viö
desembermánuð en aðra mánuði
ársins.
En hvemig er það með okkur Is-
lendinga? Erum við minnug þessar-
ar sorglegu staðreyndar og tilbúin að
leggja eitthvað af mörkum eða
gleymist hún í öllu því amstri sem
fylgir íburðamiklu jólahaldi okkar?
Þessa dagana er Hjálparstofnun
kirkjunnar einmitt með söfnun til
aðstoöar bágstöddum. Viö slógum á
þráöinn til Sigurjóns Heiðarssonar
og spuröum um viðbrögðin við henni.
Fastur liður
að gefa í söfnunina
— Nú er mikill kreppubarlómur í
fólki. Hefur það orðið til þess að því
finnst það enn síður eiga afgang fyrir
bágstadda fyrir þessi jól en áður?
— Gíróseðlar okkar eru ekki enn
komnir inn á heimili allra lands-
manna en þau viðbrögð sem við höf-
um þegar fengið eru mjög ánægju-
leg. Það virðist vera orðinn fastur
liður hjá mörgum heimilum að gefa í
þessa söfnun, hvemig sem annars á
stendur.
— Fyllið þið út ákveðna tölu í
gíróseðilinn eða ræður fólk sjálft
hvað það gefur mikiö?
— Nei, við fyllum hann ekki út og
fólk ræður alveg sjálft hvað það
gefur. Enda er hvaða upphæð sem er
Sigurjón Helðarsson: „ Við reyn-
um að sinna sem fíestum beiðn-
jafn velþegin.
— Hverju eruð þið nú einna helst
aðsafna fyrir?
— Sú söfnun sem nú er í gangi er
einkum tvíþætt. Annars vegar í sam-
bandi við þróunarverkefni sem við
erum aðilar að í Suður-Súdan og
hins vegar svokallaöan neyðarsjóð.
Á hverjum degi berast okkur
hjálparbeiðnir vegna náttúruham-
fara eða annarra hörmunga sem
dynja yfir fólk og við reynum að
sinna þeim eftir bestu getu. Og viö
megum ekki gleyma því aö á hverri
mínútu deyja 20 böm úr hungri í
heiminum, staðreynd sem við
reynum að hindra af veikum mætti.
— Er Hjálparstofnun kirkjunnar
sjálfstæð stofnun?
— Já, en við störfum í samvinnu
Keflavíkurflugvöllur:
BORGA 75 AURA
Á DAG FYRIR
FULLT FÆÐI...
Tvö af stærstu mötuneytum lands-
ins eru á Keflavíkurflugvelli.
Það eru mötuneyti hersins og mötu-
neyti Aðalverktaka. Er samkeppni
hinna venjulegu veitingahúsa í
Keflávík og nágrenni viö þau nánast
vonlaus eins og víða annarsstaðar.
I mötuneyti Aðalverktaka boröa að
jafnaði á milli 400 og 500 manns en
mest hafa þar verið um 800 manns í
fæði. Fá þeir morgunverö, hádegis-
verð, síðdegiskaffi, kvöldverð og
loks kvöldkaffi. Fyrir þetta greiöa
þeir á dag 75 aura.. . já sjötíu og
fimm aura íslenska fyrir þrjár
máltíðir og kaff i og meðlæti!
I mötuneyti hersins borða að jafn-
aði um 1000 manns. Eru það bæði
Bandaríkjamenn og Islendingar sem
starfa fyrir herinn. Þar er mesti
fjöldinn í hádegismatnum en fyrir
hann eru borgaðar 25 krónur
íslenskar.
Þar er um aö ræða mat sem varla
á sinn líka enda kemur hráefnið í
hann svo til allt frá Bandaríkjunum.
Er þar matur á boðstólum sem
hvergi sést fyrir „utan girðingu” —
svo sem kalkúnar, nautakjöt, svína-
kjöt og annað sem Islendingum er
bannaðaðkomameðtillandsins...
Sýningar Videoson
dæmdar ólöglegar
bótakröf um Ríkisútvarpsins hafnað
Sýningar Videoson á leikjum heims-
meistarakeppninnar í knattspymu í
sumar, meðan á júlílokun sjónvarps
stóö, voru á föstudag dæmdar ólögleg-
ar. Ríkisútvarpið lét í sumar setja lög-
bann á þær vegna þess að þaö hefði
keypt einkarétt á efni frá keppninni.
Ríkisútvarpiö fór einnig fram á
miklar skaðabætur vegna þessara
sýninga. Þeim kröfum var hafnað
vegna þess að rökstuðningur fyrir
bótakröfum þótti ekki nægjanlegur.
JBH
780 TILLÖGUR
UM NÖFN Á
FLUGLEIÐAVÉLAR
Alls bárust um 780 tillögur um nafna-
raðir á flugvélar Flugleiða í sam-
keppni sem félagið efndi til. Allmargir
sendu fleiri en eina tillögu en tillögur
bárust frá 423 aðilum innanlands og ut-
an. Dómnefnd vinnur nú við að yfir-
fara tillögurnar. Hefur hún frest tU 15.
janúar til að skila áliti. Sú tiUaga sem
dómnefndin velur verður verðlaunuð
með heiðursskjali, ferö fyrir tvo tU
Puerto Rico í boði Flugleiða og með
gullpenna.
Dómnefndina skipa OlafurStephens-
sen, Björn Theodórsson framkvæmda-
stjóri markaössviðs og Leifur Magnús-
son framkvæmdastjóri flugrekstrar-
sviðs.
ÓEF
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Tveir ritstjórar glíma — í bókum
Komið hafa út bækur eftir tvo rit-
stjóra fyrir þessi jól, sem verka eins
og andstæður á lesendur, enda má
segja að nokkur barátta hafi staöið á
mUli þeirra þann tima þegar báðir
glimdu. Hér er átt við safn Austra-
greina eftir Magnús Kjartansson og
Félagi orð, greinasafn eftir Matthías
Johannessen. Austra-greinar
Magnúsar voru með því harðvítug-
asta, sem skrifað var í blöð á sinum
tima, og skal undarlegt heita, að hið
gamla blaö hans, ÞjóðvUjinn, má
helst ekki vita af neinum slíkum
skrifum annars staðar svo þau teljist
ekki svik við menninguna, árás á
þjóðfrelsið og afflutningur hreinna
hugsana. Þetta eru leið örlög blaös,
sem átti að skipa jafnhvössum penna
og Magnúsi Kjartanssyni. Segja má
að Matthías Johannessen haldi glím-
unni áfram með bók sinni Félagi orð,
sem kemur út á sama tima og bók
Magnúsar. Þar er lika harðskeyttur
texti, þótt hann sé hverju sinni
nokkuð lengra mál en smádálkar
Magnúsar.
Magnús iét sér einkum við koma
þá atburði, sem gerðust hér innan-
lands. Á þeim tíma sem hann ritaði
plstla sina var um nokkra upplausn
að ræða i rétttrúnaði og ekkl miklar
staðfestingar að sækja tU útlanda
hvorki fyrir hann eða blað hans og
flokk. Greinar Matthiasar fjaUa
öðrum þræði um þær glufur, sem
mynduðust í rétttrúnaðinn á þessum
árum og leiða þær tU vitnis rússnesk
flóttaskáld, sem hann ýmist kynnt-
ist eða ræddi við sem blaðamaður.
Kemur þar m.a. fram kenningin um
„atmosfere of murder”, sem rússn-
eska flóttaskáldið Búkovský lýsti í
kvöldverði, þegar það var statt hér
fyrir nokkru. Þar sem hér gilda ekki
þær harkalegu aðferðir, sem m.a.
hafa lýst sér í tUraun við páfann, má
segja að „andrúm aftökunnar” komi
einkum fram i þagnargUdum um
menn og málefni, sem standa undir
veggjum hástiga lýsingarorða um
hina réttu páfa.
Jónas frá Hriflu hefur einhvers
staðar sagt um blaðalestur sinn:
Fyrst les maður nú Austra. . .og
bendir þáð nokkuð tU þeirra áhrifa,
sem greinar Magnúsar Kjartansson-
ar höfðu á sínum tíma. Verður þó að
álíta að þau áhrif hafi ekki orðið
varanleg, enda eru margir þeirra,
sem í pistlum Magnúsar fengu að
snýta rauðu annað tveggja i hópi
æðstu manna þjóðarinnar i dag í
góðum faömlögum við kommúnista,
eða dánir við fögur eftirmæli. En þvi
er vitnað í Jónas frá Hríflu, að báðir
þeir höfundar sem hér er getið iðka
þá pólitísku íþrótt, sem var honum
mjög að skapi, og hann taldist s jálfur
beita að hætti meistara. Óvist má
telja að Matthíasi faUI aUskostar að
vera með þessum hætti settur i flokk
með Jónasi frá Hriflu, en sumt i Fé-
lagi orð heyrir engu að síður tU þeirri
framsetningu, sem meirUiáttar póU-
tískir skríbentar tUeinka sér. Verður
Jónas raunar fyrir þessu í bók
Matthiasar, þegar minnst er greina
ritstjórans gegn Danahatri út af af-
hendingu handritanna, en það þóttist
hann finna ómælt í kennslubókum
Jónasar.
Satt er það, að margt var nú Dana-
hatrið og er mál að linni. En hvemig
áttu menn að skrifa í frelsisbarátt-
unni og hvaða dæmi áttu þeir að hafa
uppi? Danir færðu okkur handritin
heim. En óskUað er íslenskum hand-
ritum frá Sviþjóð sem þangað voru
véluð frá fátæklingum. Enginn ætlar
að skUa þeim.
Þótt vel sé skrifað þurfa menn ekki
endUega að vera sammála öUu sem
Matthias segir i bók sinni. Það gerir
frelsi hjartans og skoðananna. Aftur
á móti leyfir bók Magnúsar cngin
frávik. StUlega og ritmálslega séð er
verk hans hafið yfir aUan vafa, en
hið pólitíska viðhorf leyfir ekki
ágreining. Sá er eðUsmunur þessara
tveggja bóka — þessara glímu mitt í
jólavertíðinni. Texti Matthiasar ieyf-
ir margvíslegar hugrennlngar, hinn
textinn nærist á trú um óskeikul-
leika. Þannig spegla þessár tvær
bækur pólitískan raunveruleika sam-
timans, og skal engu spáð um styrk
eða sigursæld.
Svarthöfði.