Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Side 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER1982. Spurningin Hvað verður í jólamat- inn? Jónína Ólsen starfsmaöur: Það verður svínasteik. Viö höfum nú breytt svolít- ið til, ýmist haft London lamb eöa svínahrygg. Steinunn Marteinsdóttir ieirlista- maður: Hamborgari. Ég hef nú ekki' alltaf hið sama, breyti stundum til. Helgi Hansson verkamaður: Það verö- ur hamborgarasteik og fleira á að- fangadagskvöld og síðan er það hangi- kjötið og rjúpan. Það má ekki gleyma henni. Ætli við höfum ekki líka nautaJ fillet. Steinunn Gísladóttir kennari: Rjúpa.j Já, ég hef alltaf rjúpu. Þaö er ekki búiðj að ákveða hvað verður í eftirrétt, verður ekki gert fyrr en á síðustu; stundu. Einar Haraldsson lögreglumaður: Áj aðfangadag verða svínakótelettur, Þaö verður ís á eftir. Jón Vigfússon, starfar við forfallaþjón- ustu bænda: Það er alveg óákveðið. Oftast hefur verið svínahamborgari eöa lambalæri. Líklega verður ís á eftir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Sigmund Jóhannsson er maður ársins 0125—9210 skrifar: Þessa dagana stendur yfir hjá Dag- blaðinu og Vísi könnun meðal lesenda blaðsins um það hvern fólk telji vel að þeirri nafnbót kominn að vera kosinn maður ársins 1982. Þaö vakti furöu mína að sjá að þegar hafa verið tiinefndir menn eins og Geir Hallgrímsson og Aibert Guömundsson. Ekki það aö þetta séu ekki góðir og gegnir menn heldur hitt að þeir hafa ekki afrekað neitt fyrir land og þjóð á því herrans ári 1982 til að verðskulda nafngiftina. Mér væri nær að halda að það ætti aö láta menn hljóta þessa nafnbót sem virkilega hafa til hennar unnið og get ég ekki látiö hjá líða að nefna einn mann öörum fremur. Það er Sigmund Jóhannsson, uppfinningamaöur frá Vestmannaeyjum. Hann hefur svo sannarlega unnið til þess með síðustu uppfinningu sinni. Hún felst í því aö auövelda sjómönnum sjósetningu gúmmíbjörgunarbáta. Að þeirri upp- finningu vann hann af dugnaði eins og hans er von og vísa. Þessi búnaður á án efa eftir aö stuðla að björgun hundruða sjómanna í framtíðinni. Þessar fátæklegu línur hripa ég á blað til þess að hvetja lesendur blaðsins til að taka þátt í þessari könnun og að láta menn njóta nafn- bótarinnar sem virkilega verðskulda hana. Ríkisútvarpið kann ekki að spara Eyþór Þóröarson skrifar: Eitt þeirra rikisfyrirtækja sem ekki sýnist kunna að spara né miöa gjöld við áætlaðar tekjur er ríkisútvarpið. Þar er æ fjárþröng og sífellt gerðar kröfur til hækkunar tekna (afnota- gjalda) þar sem þær hrökkvi ekki fyrir útgjöldunum. Hér á eftir vil ég tilfæra dæmi er sýna glöggt ábyrgðarleysi og óráðsíustjómenda fyrirtækis þessa. Nú nýlega var tekið upp á því, þrátt fyrir fjárskortinn, aö halda opnu hljóð- varpi um helgar, allt fram til kl. þrjú að nóttu og sjónvarpi stundum fram yfir miðnætti. Hvorttveggja er óþarft og í raun óafsakanlegt, á sama tíma og krafist er meira rekstrarfjár. Hljóð- varp og sjónvarp ætti aldrei að standa lengur daglega en til klukkan 23. Þeir sem em á ferli eftir þann tíma hafa yfirleitt öðru aö sinna en að sitja við viðtæki sín. Þaö verða því sárafáir sem útvarps njóta á þessum tíma. Þá mætti og að skaðlitlu fella niður hljóð- varp milli klukkan 13 og 16 virka daga. Á þeim tíma eru börn og unglingar við nám, vinnandi fólk við störf og gamla fólkið vill þá gjarnan fá sér miðdegis- lúr. Slíkur virði. eignarréttur væri líka lítils Sigmund Jóhannssyni er margt til lista lagt og er hann sjálfsagt þekktastur fyrir teikningar sínar. En hann er líka mikill uppfinningamaður og fyrir það vill brófritari að hann verði útnefndur maður ársins. '■«&> mmm] Lesendur Franzisca Gunríársdóttir / ófærðinni miklu um daginn aðstoðuðu þau Hörður og Áslaug fjölda ökumanna sem óttu i vandræöum ó Seljabraut. Þakklæti tilþeirra er hór komið ó framfæri. Náungakærleikurínn iiflr enn — lítil saga af góðu fólki Þá munu þess og dæmi að óþarft bruðl eigi sér stað viö öflun frétta. Kunnugt er um fréttina af skipsstrand- inu við strönd Englands í sumar. Um a&iotagjöldin vil ég aðeins segja það að ég tel þau úrelt og að þau hafi reyndar aldrei átt rétt á sér. Allt útvarp vil ég láta reka fyrir augiýs- ingatekjur og ríkisstyrk sem ætlað sé að duga fyrir útgjöldum. Sé styrkurinn ákveðinn árlega fyrirfram og stjórn- endum skylt að haga störfum svo aö gjöld fari ekki fram úr því sem áætlað var s vo nokkra nemi. Eg tei og eins líklegt að álagning og innheimta afnotagjalda brjóti í bága við ákvæði stjómarskrárinnar um frið- helgi einkalífsins og sé því lögleysa. Veit ég engin dæmi þess að manni sé meinað að hafa afnot af eign sinni fari það ekki í bága við hagsmuni annarra. Ester Steindórsdóttir hringdi: Mig langar til þess aö koma þakklæti á framfæri til Harðar og Áslaugar, Seljabraut 24, fyrir óvenjulega aðhlynningu og aðstoð við samborgara sína. Sunnudaginn 28. nóvember sat f jöldi bíla fastur á Seljabrautinni í miklu óveðri. Þá sóttu þessi elskulegu hjón 15—20 manns út í bílana, buöu fólkinu inn til sín, gáfu því kaffi — og þurrkuðu jafnvelsokka og yfirhafnir sumra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.