Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1982, Síða 44
VELDU
ÞAÐ'
RÉTTA —
FÁÐUÞÉR
CLOETTA
arlsuetf
FemWkiafrasrtR t ren mfolkdiokfaö
umboðið
Sími 20350.
Eimskip greiðir sumum
starfsmönnum uppbót
„Þeir sem eru ráönir samkvæmt
launakerfi Verslunarmannafélags
Reykjavíkur og eru á mánaöar-
launum hafa fengið launauppbót um
miöjan desember,” sagði Þórður
Sverrisson, fulltrúi framkvæmda-
stjóra flutningasviös Eimskips, í
morgun. „Þetta hefur veriö hjá Eim-
skip í mörg ár og er hliöstætt því sem
en öðrum ekki
algengt er meö skrifstofufólk og
bankamenn. Þaö er litið á þetta sem
yfirvinnuálag.
Þeir sem vinna í Sundahöfn eru
ráðnir samkvæmt allt öðru launa-
kerfi. Starfsmenn þar eru meira á
tímakaupi og vikulaunum. Þaö má
því segja aö þeir sem eru á mánaðar-
launum fái jólauppbótina en viku-
kaupsfólkiö ekki. ”
Þetta þýðir þá aðskrifstofufólk fær
glaöning en ekki aörir ?
„Allir á skrifstofu fá glaðninginn
en við buðum öllum sem vinna við
höfnina í jólahádegisverð á föstu-
daginn.”
-JBH.
Eru verslanir
þrælkunarbúéir?
Suðurland:
Eggert Haukdal
fékk nærein-
róma stuðning
Fulltrúaráð sjálfstæðismanna í
Rangárvallasýslu valdi 3 menn til aö
taka þátt í prófkjöri vegna komandi
alþingiskosninga á fundi sínum í
gær.
38 voru á fundinum og fékk Eggert
Haukdal alþingismaður 37 atkvæði i
fyrsta sætið. Jón Þorgilsson fékk 33
atkvæði í annað sætið, Oli Már
Antonsson 26 atvkæöi í 3. sæti, séra
Halldór Gunnarsson 10 atkvæöi í
fjórða sætið og Siguröur Óskarsson
fékktíuatkvæði.
Eggert Haukdal, Jón Þorgilssonog
Oli Már Antonsson munu því taka
þáttí prófkjörinu.
-ás.
Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar:
Stórfelldar
uppsagnir
yfirvofandi
Svo getur farið að alit að 185 starfs-
menn Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar
missi vinnuna um áramótin. Þegar
hefur 35 undirmönnum á skuttogur-
um verið sagt upp frá 28. desember.
Þá hafa forráðamenn fyrirtækisins
lýst því yfir að 150 starfsmönnum í
frystihúsi verði sagt upp frá 4.
janúar rætist ekki úr rekstri fyrir-
tækLsins.
-KMU.
Lokastaðan íBrighton
Gurevic gersigraði Tistall í 18
leikjum í síðustu umferð skákmóts-
ins í Brighton í gær. Murey tók einnig
til hendinni gegn Shamkovich og
lagði hann að veili í 28 leikjum.
Öllum skákum er nú lokið og loka-
staðan er þessi: 1.—3. Guðmundur
Sigurjónsson, Gurevich, Murey meö
6 v., 4.-5. Jón L. Árnason, Short meö
5,5 v., 6.-7. Westerinen, Hodgson 5
v., 8.-9. Jóhann Hjartarson,
Shamkovich 4,5 v., 10.—11. Tistall,
Watsonmeð3,5 v.
Jón L. Ámason lagði allt undir í
tveimur síðustu skákunum, enda
eygði hann þá ennþá stórmeistara-
áfanga en lokasóknin brást honum
og hann tapaöi báöum og missti
þannig þá forystu sem hann hafði
haldið mestallt mótið.
Af þremur efstu mönnum mun
Guðmundur hafa hlotið flest stig og
því teljast sigurvegari mótsins, þótt
ekki blési byrlega fyrir honum í
fyrstu umferðunum.
-BH.
LOKI
Þrælabúðirnar gefa frí á,
mánudaginn.
„Maður las á útsíðu Morgunblaðsins
aö búiö væri aö gera samkomulag um
að verslanir á Laugaveginum hefðu
opið til klukkan 10 í kvöld,” sagði
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélagsins í samtali
við DV. „Þá á að hafa lokaö þriðja
jóladag og veita átta tíma frí á móti.
Við hjá Verslunarmannafélaginu
komum hvergi nærri þessu en fórum
að kanna hlutina og ræða við kaup-
menn á Laugavegi. Þeir ætla ekki að
gefa fri á mánudag en verða aö hafa
opið í kvöld ef hinir gera það, sem eru
örfáir kaupmenn. Voru þeir almennt
mjög óhressir yfir þessu,” sagði for-
maður Verslunarmannafélagsins.
%
Samkvæmt samningum geta versl-
anir haft opið um 220 tíma frá 1. til 24.
desember. „Sannleikurinn er sá að
vinnutími verslunarfólks í desember
er óheyrilega langur, fólk er að niður-
lotum komið.
Einn verslunarmaður hafði
samband við mig í gær og sagði að þaö
væri veriö að gera verslanir að
þrælkunarbúöum,” sagði Magnús L.
S veinsson., ,Ekkert er því til f yrirstöðu
að fólk fái frí í kvöld, annað er brot á
kjarasamningum viö Kaupmannasam-
tökin. Það er aldrei meiri þörf en
einmitt nú í desember að hafa ákvæði
um þetta. Allir hljóta að vera sammála
því að vinnutími afgreiðslufólks er
mjög langur í þessum mánuði og lengri
en góðu hófi gegnir,” sagði formaður
Verslunarmannafélagsins aö lokum.
-RR.
Vetrarsólstööur
Vetrarsólstöður eru í dag, 22.
desember, og er þetta stysti dagur
ársins. Sólarupprás í Reykjavík er
klukkan 11.22 og sólarlag kl. 15.31.
Sólin er í hádegisstað klukkan 13.26
og myrkur verður komið kl. 16.49. I
dag byrjar mörsugur.
-ás.
Nefndákveður
G-listann
.JCjördæmisráösfundur 12.
desember ákvað að skipa uppstill-
ingarnefnd tii að ákveða listann.
Stefnt er að því að hún hafi lokiö
störfum um mánaðamótin
janúar/febrúar,” sagði Gunnar Rafn
Sigurbjömsson, formaður kjör-
dæmisráðs Alþýðubandalagsins á
Reykjanesi.
„Aöur en þessi ákvörðun var tekin
höfðu verið haldnir fundir í vel-
flestum félögum í kjördæminu þar
sem þessi mál voru rædd,” sagöi
Gunnar.
„Sameiginlegt prófkjör flokkanna
fellur því um sjálft sig hvað okkur
varðar,” sagði hann. Hugmyndir um
slíkt hafa verið viöraðar af Sjálf-
stæðisflokknum.
-KMU.
Tjón af vöidum óveðurs
Rafmagnsveitur ríkisins uröu
fyrir nokkrum skakkaföllum af
völdum óveðurs undir Eyjafjöllum,
eins og íbúar þess héraös. Alls eyði-
lögðust 38 staurar aðfaranótt mánu-
dags. Að sögn Gunnars Guðmunds-
sonar hjá rafmagnsveitunni á Hvols-
velli er þetta meö því almesta sem
þeir hafa misst i einu af völdum
veðurs á þessum slóðum. Hann sagði
að staurar hefðu oft fallið vegna
mikillar ísingar og vinds en sér væri
ekki kunnugt um að vindstyrkurinn
einn hefði velt þeim um koll áður.
Veður voru válynd um helgina i
þessum slóöum eins og víðar uir
helgina en um miönætti aðfaranóti
mánudags snerist vindurinn upp
norðvestanátt og æstist þá vindur
inn um allan helming og virtisi
magnast í fjallaskörðum. Bændui
uröu fyrir enn meiri búsifjum al
völdum veðurs, fuku 'heilu þökin al
húsum, vagnar úr stáli, bílar og vita
skuldalltsmálegt.