Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. 11 Viðskipti Viðskipti Viðskipti Kaupfélögin, SÍS ogfyrirtæki þeirra stofna blandaða lánastofnun- og eignarhaldsfyrirtæki: Nýr bakhjarl til eflingar samvinnuhreyfingunni „Sjóöurinn hefur ekki hafiö beina starfsemi en hlutafjársöfnun fer nú fram og ég á von á aö næstu fundir stjórnar hans fari í aö marka stefnu sjóösins og starfsreglur.” Þetta sagöi Þorsteinn Úlafsson, formaöur nýstofnaös Samvinnusjóös íslands, hlutafélags í eigu kaupfélaganna, SlS og fyrirtækja í eigu þessara aðila. Þorsteinn sagði ennfremur að ætlunin væri aö safnaö hlutafé í ár næði í þaö minnsta tólf milljónum króna. Reiknað væri með aö sama upphæð að raungildi bættist síðan viö hlutaféð árlega næstu fimm árin. Samvinnusjóður Islands á að veröa bakhjarl samvinnuhreyfingar- innar við stofnsetningu nýrra fyrir- tækja og frekari útþenslu þeirra sem fyrir eru. Gert er ráö fyrir aö hann veröi einhvers konar sambland af lánastofnun og eignarhaldsfyrirtæki (holding company). Hann á því bæöi aö veita lán, ábyrgjast lán eöa eiga hlut í fyrirtækjum meö öörum eöa aö öllu leyti. Þorsteinn Olafsson, fulltrúi for- stjóra SlS, er formaöur stjómar sjóösins eins og áður sagði. Aörir í stjóm eru Finnur Kristjánsson, Húsavík, varaformaöur stjórnar SÍS, Ámi Jóhannsson kaupfélags- stjóri, Blönduósi, Benedikt Sigurðs- son fjármálastjóri Samvinnutrygg- inga og Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri á Egilsstööum. s ■? Aöstæöur viö Stálvík hf. í Garðabæ ættu að batna með tilkomu hafnar á Amamesvogi. Samdráttur eða aukin tæknivæðing við haf nargerð á Arnarnesvogi í Garðabæ: Flest tilboð helm- ingi lægri en áætlað Athygli vakti, þegar til- boð í framkvæmdir við nýju höfnina á Amames- vogi í Garðabæ voru opnuð hve tilboðin voru almennt lág miðað við kostnaðaráætlun Hafna- málastofnunar. Fjögur af átta tilboðum voru aðeins um eða rétt undir helm- ingi af áætlun. Aðeins eitt tilboðanna náði 80% af áætlun. Lægstu tilboö áttu fyrirtækin Rein sf., 6.100.000,00 (45,5% af áætlun) og ístak hf. 6.443.600,00 (48,1%). Áætlun Hafnamálastofnunar var upp á 13.378.000,00 krónur. Eðlilega vekur athygli, þegar til- boö í verk reynast svo miklu lægri en áætlun hönnuöa verksins. Hvorki hönnuðir né þeir aðilar sem tilboð geröu vilja samþykkja, aö áætlun sé of há né að tilboðin séu óeölilega lág. Tilboðsgjafar segjast aöeins munu nota f ullkomnari tækni en gert sé ráö fyrir viö gerö útboðsins. Verkiö, sem boðið var út aö þessu sinni er viö sprengingar og dýpkun í Arnamesvogi. Framkvæmdir eiga samkvæmt áætlun að hefjast í janú- ar næstkomandi og aö ljúka á fjórtán vikum. Þá verður búið aö sprengja fyrir viðlegukanti. Hvenær hafist veröur handa um aö byggja garöinn er óvíst og mun ráöast af fjárfram- lögum ríkisvaldsins. Ef fjármagn fengist hins vegar strax mætti ljúka viö kantinn á komandi hausti. Tilboö í framkvæmdir viö höfnina vorueftirfarandi: Istak hf. Jón Björgvins. Köfunarstöðin Hegranes Sveinbj. Run. Þórisóshf. Hagvirki hf. EllertSkúlas.hf. Rein sf. Áætiun: 6.443.600 48,1% 9.251.320 69,1% 8.990.000 67,1% 7.803.000 58,2% 6.830.000 51,0% 10.738.000 80,2% 8.350.000 62,4% 6.723.200 50,2% 6.100.000 45,5% 13.378.000 100% Halldór Guðbjarnason bankastjóri Utvegsbankans Halldór Guöbjamason hefur veriö ráöinn bankastjóri viö Ut- vegsbanka Islands frá og meö 1. maí nk. Hann er 36 ára og lauk prófi frá viöskiptadeiid Háskóla Islands áriö 1972. Starfaöi viö bankaeftirlit Seðla- bankans 1971—1975. Þá var Halldór útibússtjóri Utvegs- bankans í Vestmannaeyjum 1975 til- 1980, eftirlitsmaöur bankastjórnar Utvegsbankans meö útibúum meginhluta árs 1981, eöa þar til hann tók viö starfi aðstoöarbankastjóra Alþýðubankans hinn 1. desem- berþaöár. mk I Guðmundur Halldórs-1 son yfir Eimskip íRotterdam Guömundur Halldórsson mun um miðjan þennan mánuð taka viö forstööu nýstofnaðrar markaösskrifstofu Eimskipa- félags Islands hf. í Rotterdam. Hann hefur starfaö við ýmis störf hjá félaginu allt frá árinu I 1970, jafnhliöa námi fyrstu árin. Guömundur er 32 ára og lauk viöskiptafræöiprófi frá Háskóla tslands árið 1975. Hann varö starfsmannastjóri Eimskipafélagsins áriö 1979 og hefur gegnt því síðan. Guðmundur Jónsson | deildarstj. auglýsingadeildar SÍS Guömundur Jónsson tók nú um áramótin viö starfi deildar- stjóra auglýsingadeildar SlS. Hann er tækniteiknari aö mennt og 29 ára aö aldri. Guömundur var félagsmála- fulltrúi hjá Vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli frá 1975 þar til hann hóf störf hjá banda- ríska sendiráðinu í Reykjavík fyrir um þaö bil einu ári. Viðskipti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.