Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. liiktoria ymtr\(nicn! 12 Erlendir ríkisborgarar í þjónustustörfum á Vellinum Uggvænleg tíðindi umafsal réttinda — segir lögmaður Verslunarmannafélags Suðumesja um viðbrögð varnarmáladeildar Páll S. Pálsson, lögmaöur Verslunarmannafélags Suöurnesja, hefur nú ritaö vamarmáladeild utan- ríkisráöuneytisins bréf þar sem hann óskar svara viö spurningum um er- lenda þegna í borgaralegum þjónustu- störfum á Keflavíkurflugvelli. Eins og greint hefur veriö frá í DV óskaöi Verslunarmannafélagið eftir því aö höföaö yröi mál til aö koma í veg fyrir aö bandaríski herinn flytti inn vinnuafl til aö gegna þjónustustörfum. Ríkissaksóknari vísaöi þessu máli frá sér meö þeim rökum aö þaö væri utan hans lögsögu en snerti einvörð- ungu framkvæmd vamarsamningsins frá árinu 1951, aö viðlagöri ráöherra- ábyrgö utanríkisráöherra. RíkLssak1 sóknari vísaöi í svari sínu til bréfs vamarmáladeildarinnar um sama efni frá árinu 1978 þar sem segir aö eigin- konur hermanna og annað skylduliö hafi unniö störf á vegum hersins og haft til þess efalausa heimild á þeim svæöum sem afhent hafa verið til afnota fyrir varnir landsins. Saksókn- ari bætir síðan viö aö þessi skilningur á vamarsamningnum hafi veriö stað- festur í reynd síöastliöiö 31 ár, enda hafi verið ráö fyrir því gert í upphafi aö herinn heföi starfsliö „og er þá ekki átt við Islendinga aö sjálfsögðu”, segir ísvarihans. Páll S. Pálsson bendir á aö í varnar- samningnum séu einnig ákvæöi þess efnis aö það skuli vera háö samþykki Islands hverrar þjóöar menn séu í hemum og meö hverjum hætti hann hagnýtir aöstööu sína á Islandi. Þá skuli þaö háö samþykki íslensku ríkis- stjórnarinnar hversu margir menn hafi setu á Islandi samkvæmt samn- ingnum. Boöi bréf vamarmáladeildar því ný og uggvænlegri tíðindi til réttindaafsals en áöurhafi veriö. I bréfi Páls S. Pálssonar segir síöan orörétt: „Málaleitan Verslunar- mannafélags Suöurnesja til mín var upphaflega á þá leiö aö ég leitaði til dómstóla um aö hnekkja því aö vamarliðið flytti inn vinnuafl án þess aö innlendur aðili fengi rönd viö reist. Svaraöi ég á þá leið aö lögfræöi og dómstólar nái skammt til aö ráöa þær rúnir, sem ristar hafa veriö þama syöra af stjórnmálamönnum og ráðu- neytum. Hinsvegar litist mér betur á tillögu VS um að ella rói stéttarfélögin á önnur miö og óski eftir því aö íslensk yfirvöld setji reglur um erlenda starfs- liöið í borgaralegum störfum á Kefla- víkurflugvelli, þar sem forgangur Is- lendinga sé tryggöur.” Segir Páll síöan að hann vilji ekki skiljast viö þetta mál án þess að fá upplýst á sæmilega skýran hátt hvern- ig þessi mál séu í pottinn búin. Ber hann því fram fjórar spumingar sem hann óskar svarað af varnarmáladeild utanríkisráöuneytisins. 1 fyrsta lagi spyr Páll hvort ráöu- neytið telji óeölilegt og óæskilegt að það hlutist til um aö erlendir ríkisborg- arar, sem hyggjast stunda borgaraleg störf á Keflavíkurflugvelli, hafi til þess atvinnuleyfi. I ööru lagi hvort ráöu- neytiö hafi gert sér far um að fylgjást með því hvemig háttaö sé ráöningu ' borgaralegra starfskrafta í þágu vamarliösins. I þriöja lagi hversu mörgum mönnum hafi verið veitt leyfi til „setu” á Islandi til borgaralegra starfa í þágu varnarliösins samkvæmt vamarsamningnum og í fjóröa lagi hvort ráöuneytiö telji, eöa varnar- máladeildin fyrir þess hönd, aö tími sé kominn til eöa þörf sé á áö endurskoða ákvæöi varnarsamningsins aö því er margnefnd borgaraleg störf í þágu vamarliösins snertir. ÓEF Verslunarmannafélag Suöurnesja hefur óskað eftir rannsókn á því hvers vegna hundruð erlendra ríkisborgara séu í borgaralegum störfum hjá bandaríska hernum og það á lægri launum en ís- lendingar. Myndin er af starfs- mönnum bandaríska hersins eyða frístundum sínum yfir spilaköss- um. Duglegustu mæður kom- ust ekki tilað sækja bömin Regína Selfossi, miövikudag klukk- an 15.00: Að sögn Sigþórs Erlendssonar, kennara viö bamaskólann á Sel- fossi, var sæmilegt veöur í morgun þegar skólinn byrjaöi klukkan átta en mjög ábúöarlegt veður. Mæting var bara ágæt en fljótlega eftir að bömin komu í skólann fór veörátt- an aö versna og geröi bara aftaka- veður aö mér er sagt. Sjálf hef ég ekkert fariö út. Klukkan tvö vora flest börn komin heim til sín og þau síðustu á heimleiö aö sögn Sigþórs. Hann sagöi mér einnig aö þetta heföi gengið afar seint en engin böm heföu fengiö aö fara úr skólanum nema í fylgd meö fullorönum. Það má líka geta þess aö þaö er stelpa hérna uppi á lofti, 10 ára gömul, og hún var klukkutíma aö komast heim smáspöl. Mér er líka sagt að smábörn séu föst á bamaheimilinu og þar var bara eldað fyrir þau. Duglegustu mæöur sem ætluöu aö sækja börn sín komust ekki til þess og stoppuðu í næstu húsum. Lögreglan var voöa hjálpleg við að koma börnum heim en hún sér ekkert betur en Pétur og Páll því þaö er svo mikiö dimmviðri. Sam- staöan viö að hjálpa hefur veriö mjög góð. Regína Thor Selfossi/óm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.