Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. 15 Menning Menning Menning Máninn líður og dauðinn ríður Hrollvekjur átta sögur Alf reö Flóki myndskreytti Iðunnl982 Máninn iíður og dauðinn ríður Fyrir nokkru sendi Iöunn frá sér merkilegt smásagnasafn sem líklegt er aö auögi íslenska sagnalist. Á ég þar viö úrval þýddra hrollvekju- sagna, átta talsins eftir sjö höfunda úr ýmsum áttum. Fjórar þeirra koma frá Norður-Ameríku, tvær úr spánska heiminum, ein af Þýska- landi og önnur frá Danmörku. Höf- undarnir eru flestir í fremstu röö rit- höfunda og sögumar sjálfar mark- verö bókmenntaverk. Hrollvekjur í skáldskap Hrollvekjan er ekki sjálfstæö bók- menntagrein heldur tiltekin tækni bundin ákveöinni lífssýn og á heima í skáldsögu sem leikriti og smásögu. Upphafsmaður hennar í nútíma- skilningi varmeistarinnEdgar Alian Poe (1809—49) en í raun jós hann af sama brunni og alþýðan hefur sótt í sínar þjóösögur og ævintýri. Hver man ekki eftir Djáknanum á Myrká eöa öörum viölíka sögum? „Nú komu þau til Hörgár og voru aö henni skarir háar, en þegar hest- urinn steyptist fram af skörinni lyft- ist upp hattur djáknans aö aftan- veröu og sá Guörún þá í höfuðkúpuna bera. I þeirri svipan rak skýin frá tunglinu; þámæltihann: „Máninn líður, dauöinn ríður; sérðu ekki hvítan blett íhnakka mínum, Garún,Garún?” ” Hrollvekjan rís af tilfinningalífi allra alda og ef til vill hafa bestu sög- urnar af þessu tagi mótast og geymst á vörum fólksins í gegnum tíðina. En þaö er merkjanlegur munur á þjóö- sögunni og hrollvekjusögu nútímans þrátt fyrir allt sem þræöir þær saman. I hinni fyrrnefndu býr ógnin utan viö manninn en sú síöarnefnda fellir í eitt ógnvald og mannlega vit- und þannig aö úr verður sálfræöileg frásögn sem sækir efni sitt í óræö Matthías Viðar Sæmundsson Martröð og taugaveiklun Enginn höfundur hefur lýst hrolli hinnar magnlausu skelfingar á áhrifaríkari hátt en Edgar Allan Poe. Persónur hans eru fórnarlömb dulinna afla sem rísa þeim yfir höfuö og fylla tilveru þeirra yfirþyrmandi ógn. Þessi öfl eiga upptök sín í „sjúk- legri” þráhyggju eöa „taugaveikl- un” og taka oft á sig hlutlæga mynd. Ognvaldurinn getur birst í líki svarts kattar (Svarti kötturinn) eöa sam- einast fölleitu auga í gamalmenni (Hjartslátturinn); „Þaö var fölleitt auga, blátt, og var sem grá móöa lægi yfir því. I hvert skipti, sem hann leit til mín auganu, fór um mig ískaldur hrollur, og þannig,—smám saman, hægt og hægt, — óx sú löngun hjá mér aö taka öldunginn af lífi og losa mig viö augað í honum með þeim hætti.”(103) Persónan reynir aö útrýma ógn- inni en árangurslaust því lífið sjálft er martröö og skelfingin jafn óum- flýjanleg og andardrátturinn. Listrænn hryllingur Sögumar í Hrollvckjum standa flestar fyrir sínu og vel þaö. Nefna má Höggnu hænuna eftir Horaio Quiroga, sem reyndar er engin hryll- ingssaga í þeim skilningi sem ég legg í hugtakiö. Sagan fjallar um við- skipti hins dýrslega og mannlega og sækir hroll sinn í óhugnaðinn sem fá- vitinn vekur hjá sumum. Kóngulóin eftir Hanns Heinz Ewers er hins vegar dæmigerð hrollvekja, sömu- leiðis Mitre Square eftir Ulf Guö- mundsen, Tónlist Erichs Zann eftir H.P. Lovecraft og Gula veggfóðrið eftir Charlotte Perkins Gilman sem er jafnframt ein sérstæöasta ádeila á tilfinningalega undirokun sem ég hef lesið. Þýöingarnar eru nokkuð mis- góöar en þó held ég aö allir megi vel við una: Guöbergur Bergsson, Árni Björnsson, Ingibjörg M. Alfreösdótt- ir, Ulfur Hjörvar og Þórbergur Þórö- arson. Þaö er ekki heiglum hent aö endurskapa þann frásagnarseiö sem rennt getur köldu vatni á milli skinns og hörunds lesanda. Myndir Alfreös Flóka eru kapítuli út af fyrir sig. Listamaðurinn fer á kostum og túlkar víöa á snjallan hátt þaö andrúmsloft sem er sérstakt fyrir hverja sögu. Enginn hefur lýst hrolli hinnar magn- lausu skelfing- ar á áhrifarík- ari hátt en Edgar AUan Poe. Hér er myndskreyting Alfreðs Flóka við sögu hans, Hjartsláttinn. djúp mannshugans og framkaUar þar ódáma sem soga í sig aUan veru- leik manneskjunnar. Ofreskjur und- irdjúpanna stíga upp á yfirboröið og koUvarpa venjubundinni tilveru. Skynsemin kaUar slíkt ástand sjúkt en fyrir einstaklingnum er þaö raun- veruleiki. Kjarni hroUvekjunnar er ekki fólg- inn í uppmálun viðbjóös eins og sum- ir viröast halda heldur árekstri vit- undarinnar og hins ókunna. Þú hrekkur ekki aðeins viö heldur lamast þú því hiö ókunna skelfir aU- an mátt úr limum og vUja. AUir kannast viö slíkar aöstæöur úr draumum og raunar eru hroUvekju- sögur ekki annaö en draumfarir á bókum. Bókmenntir Margir hafa fengist viö aö lesa Poe oní kjölinn meö misjöfnum árangri. Þótt stjarna hans sem frumherja í smásagnalist hafi nokkuð kulnaö með árunum hefur áhugi fræði- manna á verkum hans aukist aö und- anförnu. Þaö er ofur skUjanlegt því sögur hans eru frábærlega vel sniðn- ar og áhrifaríkar. Sögur hans eiga sér staö í undirvitundinni en eru um leið naglfastar í veruleikanum, hlaönar óræðri dul um leiö og sál- fræðilegri skírskotun. Fáir hafa þrætt einstigið á milli fantasíu og raunsæis meö jafnsnjöllum hætti og Poe. I þetta safn hefur útgefandi valiö tvær afburöasögur eftir Poe en sá galli er á gjöf Njarðar aö báðar hafa þær birst á íslenskri bók, þ.e. í Ólík- um persónum eftir Þórberg Þórðar- son áriö 1976. Skrýtiö aö útgefandi skuli ekki hafa haft metnað til að láta þýöa einhver verk eftir skáldiö. LAUSSTAÐA Staöa lektors í frönsku í heimspekideild Háskóla Islands er laus til um- sóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 1. febrúar nk. Menntamálaráðuneytiö 3. janúar 1983. PANTANIR Sími 13010 HÁRGREIÐSLU- STOFAN KLAPPARSTÍG 29 JAZZBALLETTSKÓLI JAi í Jazz — Modern — Classical % ~~ ^ Technique — Show — Pas de deux. Kennsla hefst mánudaginn 10. jan. Framhaldsflokkar: Þrisvar í viku, 80 mín. kennslustund. BARU SUÐURVERI uppi Framhaldsflokkar: Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund. Byrjendaflokkar: Tvisvar í viku, 70 mín. kennslustund. Lausir flokkar: Einu sinni í viku, 70 mín. kennslustund fyrir fólk meö einhverja þjálfun. (Ballett — Dans — Fimleikar — o.s.frv. STRÁKAR ATHUGIÐ Sérstakir tímar í Pas de deux (Paradans með lyftum), einu sinni í viku. Flokkaröðun og endurnýjun skírteina fer fram í Suðurveri, neðri sal, laugardaginn 8. jan., sem hér segir. Framhaldsflokkar kl. 14, byrjendur síðan í haust 15.30, nýir nemendur kl. 17. Nemendur hafi með sér stundaskrár. Upplýsingar og innritun í síma 40947 alla daga S&RON skólinn A/menn framkomu- og sn yrtinámskeið fyrir dömur á öllum aldrí hefjast mánudaginn 10. janúar. Innrítun og upplýsingar í síma 39551 frá kl. 16—19 þessa viku. Hanna Frímannsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.