Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1983, Side 9
DV. FIMMTUDAGUR 6. JANUAR1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd A MORGUN hefst okkar árlega verksmiðjuútsala ognú » á nýjum stad Blossahúsinu — Ármúla 15. Opið: föstudag kl. 10—22 laugardag kl. 10—19. Verksmiðjuútsalan Blossahúsinu — Ármúla 15 Sími 86101. VERÐUR EKKJA MAOS TEKIN AF LÍFI? Jiang Qing, hin 69 ára gamla ekkja Maos formanns, verður tekin af lífi eftir mánaðartíma ef Kínverjar framfylgja dómnum, sem „hæsti- réttur alþýðunnar” kvað upp yfir henni fyrir tveim árum. Sök hennar var afbrot sem hún þótti hafa framið á tíma menningarbyltingarinnar áratuginn 1966—76. En mönnum er mjög til efs að dauöadómnum verði nokkum tíma fullnægt. Aö kínverskri réttarvenju fékk Jiang Qing tveggja ára biðtíma fyrir fullnustu dómsins sem tækifæri til að iðrast verka sinna og sýna betr- un. Haft er þó eftir embættismönn- um í Peking að hin gallharða ekkja hafi ekki sýnt neina yfirbót. Þegar réttarhöldunum lauk á sínum tíma töldu flestir víst að hinir nýju valdhafar í Kína, Deng Xiaop- ing og félagar hans, mundu vilja lægja óróann í landinu eftir umrót menningarbyltingarinnar og valda- átökin við fjórmenningaklíkuna eftir fráfall Maos með því að fara eins mildilega og fært þótti með sjálfan höfuðpaur fjórmenningaklíkunnar. Eftir alla stórglæpina sem ekkjunni höfðu veriö bomir á brýn þótti ekki hjá dauðadómi komist en líklegast þótti aö mildi yröi sýnd og ekkjunni hlift viö hnakkaskotinu, sem er af- tökuaðferðin íKína. Enn þykir líklegast að dauöarefs- ingunni verði breytt í lífstíðarfang- elsi á elleftu stundu, en ekki eru allir jafnvissir um það lengur. Að undanfömu hefur borið nokkuð á harðri gagnrýni á stjórnarstefnuna EBE leggur blessun sína á fískveidi- reglur Breta Framkvæmdastjórn Efnahags- bandalagsins hefur lagt blessun sína á fiskveiðireglur Breta, sem valdið hafa gremju danskra fiskimanna. I yfirlýs- ingu til aðildarríkjanna segir að reglu- gerðin breska — sem og annarra landa — mundu gilda sem lög EBE fram til 26. janúar. Með þessari yfirlýsingu hafa Bretar fengið fullt umboð EBE til að sækja að sínum lögum þá sem brjóta fiskveiði- reglumar nýju og þar með dönsku fiskimennina, sem væntanlegir em á bresku miðin í dag til þess að veiða þar í trássi við viövaranir breskra yfir- valda. Nokkrir danskir togbátar vom komnir á miðin í gær og hafði land- helgisgæslan afskipti af þeim án þess að gera nokkra tilraun til þess að fara um borð í þá. Danska stjómin hefur hvatt sjómennina til þess að ögra ekki breska flotanum. Framkvæmdastjórn EBE lagði einnig blessun sína á fiskveiðireglur V-Þýskalands, Frakklands, Irlands, Italiu og Hollands og veitti Grikklandi, Belgíu og Danmörku frest til næsta mánudags til þess að gera grein fyrir hvernig þau ætluðu að bregðast við. rra vinstn armi Kmverska kommun- istaflokksins. Má vera að landsfor- ystan, sem virðist ekki enn hafa ákveðið hver örlög ekkjunni veröi búin, telji sig þurfa aö taka áhang- endur fjórmenningaklíkunnar aftur haröari tökum. Þá gæti orðið brátt um JiangQing. Jiang Qing, ekkja Maos formanns, í stúku sakbomings við réttarhöldin fyrir tveim árum. Hún neitaði staö- fastlega að bera vitni, en greip æ ofan í æ frammi fyrir vottunum og æpti ókvæðisorð að dómnum. Voru réttarverðir oft látnir fjarlægja hana úr dómsalnum. Giftist 82 konum freista vildu þess að bjarga svaml- andifólkinu. Allar þessar fómir vom til einskis því að hundurinn dmkknaöi. Ekkikjarn- orkustríd 1983 Að undanförnu hafa fremstu stjörnuspámenn heims þingað í Nýju-Delhí á Indlandi um örlög heimsinsárið 1983. Samkvæmt niðurstöðum þeirra getum við iiuggað okkur við að það kemur ekki til neinnar kjarnorku- styrjaldar á árinu. Af öðmm jákvæðum.tíðindum má nefna aö verö á olíu lækkar og sovéski her- inn hörfar frá Afganistan. Annars viröist fátt um fína drætti fyrir okkur á árinu og vara stjörnu- spekingamir mjög viö því að hin neikvæöa spenna í heiminum muni vaxadagfrá degi. 53 ára gamall maður hefur játað að hafa á tuttugu ámm kvænst 82 konum. Hann hefur nú verið ákærður fyrir fjöl- kvæni og dreginn fyrir rétt í Phoenix í Arizona. Giovanni Vigilotto var handtekinn í Panamaborg í Flórída en framseldur til Arizona, en raunar segist hann hafa stofnað til þessara hjónabanda í átján ríkjum USA og níu löndum. — Komið hefur í ljós aö hann hefur átta sinnum verið á geðspítala, en skamma hríð í senn. Hann er sakaður um aö hafa svikiö fé út úr sumum þessum eiginkonum sínum. Mest 36.500 dollara af konu einni í Phoenix, sem hann kvæntist 1981. Réttlætiísíams Ogift barnshafandi stúlka frá sveitaþorpinu Dir í Pakistan (rétt við landamæri Afghanistans) hefur verið dæmd í tveggja ára fangelsi og jafnframt til að þola 100 vandar- högg fy rir að hafa drýgt hór. Hinir múhameösku dómarar hennar hlífðu henni samt við þyngstu refsingu sem liggur við hórdómi, en þá eru ógiftar mæður grýttartilbana. Pakistönsk blöö segja að meintur barnsfaöir stúlkunnar hafi sloppið við ákæru vegna skorts á sönnun- um. Mannréttindi Pólska stjórnin hefur vísað á bug sem markleysu tilnefningu Hugo Gobbi sem erindreka fram- kvæmdastjórnar Sameinuðu þjóð- anna til þess að kynha sér ástand mannréttinda í Póllandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.