Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Side 7
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983.
7
Gnllströndm andar
— ungir málarar,
rokkarar,
skáld og
listamenn allra
handa taka
málinisínar
hendur og
halda elgin
listahátíd
Hringbraut 119 er aö sönnu nokkuð
ólíklegur staður til að hýsa listastarf-
semi — en þannig er það engu að
síður. Undanfarið hafa nokkrir
myndhstarmenn fengið leigð stúdíó í
húsinu og búa nokkrir þeirra þar. Nú
hefur hópur listamanna undir
forystu þeirra sem þar búa ákveðið
að halda eins konar listahátíð þar.
Mun hún hefjast laugardaginn 29.
janúar og standa næstu þrjár vikurn-
ar.
Blaðamaður DV leit inn á Hring-
braut 119 á dögunum og hitti þar
myndlistarmennina Kristján Stein-
grím, Þorlák Kristinsson og Guð-
mund Odd sem eru meðal for-
sprakka listahátíðarinnar.
Húsið Hringbraut 119 var upphaf-
lega iðnaðarhúsnæði og var
Sambandið lengi meö starfsemi þar.
Af einhverjum ástæðum þótti húsið
ekki lengur henta undir slíka starf-
semi og komst húsið í eigu Jóns
Hjaltasonar í Oöali. Húsið var næst-
um autt um tíma. En síðan fengu
nokkrir myndlistarmenn að leigja
sér herbergi þar og nota sem stúdíó.
Tolli, Stjáni og Guðmundur sýna
okkur Einari ljósmyndara húsið. Á
öllum hæðum hins stóra húss eru
myndlistarmenn í óða önn aö mála
eða hengja upp, skáld situr viö ritvél
í einu horninu — það er greinilegt að
það stendur eitthvað til.
Til að komast að því þeysti blaða-
maður með myndlistarmönnunum
framantöldu í kræsler bifreið á fund
eins forsprakkans enn, Antons Helga
Jónssonar rithöfundar. Og fyrstu
spurningunni er kastað fram: —
Hvaö í fjandanum er að gerast?
,,Já, það er eitthvað að gerast!
Næstu þrjár vikurnar verður eins
konar listahátíð í þessu ágæta húsi
og hefur hátíöinni verið gefiö nafnið
Gullströndin andar. — Gullströndin
andar, þriggja vikna prógramm, er
samkrull ýmissa listgreina. Stofninn
er sýning á milli 70 og 80 myndlistar-
manna og greinamar tónleikahald
rokktónlistarmanna og klassíkera,
upplestur ljóðskálda og gemingar
sem ýmsir munu fremja.
I tengslum við þetta verða gefin út
blöö. Annars vegar blað sem mynd-
listarmenn standa fyrir og hins
vegar blað skáldanna, — þama em
þó ekki skörp skil á milli enda von-
umst viö til að allar greinamar
blandist saman aö meira eða minna
leyti.”
— Áður en við förum nánar út í
þetta. Hvemig er þessi starfsemi til
komin?
„Upphafið má rekja til þessa húss
og þeirra sem það byggja. Einn lista-
maður fékk leigða aðstöðu hér og
Hluti húsnæðisins. Listamennirnir Gunnar ingi Guðjónsson, Guðmundur Oddur, Sigurður örlygsson, Þorlákur og Kristján Steingrimur Jónsson.
síðan bættust aðrir við þannig aö
núna em hér um 25 myndhstarmenn
að störfum, þar af búa 6 á staðnum.
Nú, hugmyndin aö Gullströndinni
fæddist einhvern veginn og hefur
ákveðinn, laustengdur hópur, kjami,
komið þessu af stað, en þetta hefur
undið ótrúlega fljótt upp á sig. Það
hefur ekki verið auglýst neitt eftir
fólki til að taka þátt, þetta hefur allt
eiginlega komið af sjálfu sér. Þaö
eru akkúrat engin skilyrði fyrir þátt-
töku, aðeins mjög lágt þátttökugjald.
Núna þegar við ræðum saman eru
komnir um 120 listamenn úrmörgum
listgreinum. A myndlistarsviöinu
sýna á miili 70—80 manns og þaö er
ljóst að sýningin verður mjög fjöl-
breytt og engin ein stefna ráðandi.
Það em bæði þekktir málarar og
óþekktir, gamlir og ungir.
Um bókmenntir og tónlist er það að
segja að haldnar verða eins konar
kvöldvökur, þar sem rokktónlistar-
menn og klassískir koma fram og
ljóðskáld lesa úr verkum sínum, auk
þess sem gerningar verða fluttir og
óteljandi hlutir verða að gerast. 17
skáld em búin aö boöa komu sína og
fleiri bætast ugglaust við áður en yfir
lýkur. Áberandi í þeim hópi em
konur af yngri kynslóöinni. Enda
þótt við tölum um hin ákveðnu svið
listanna, þá skal það tekið fram að á
Guilströndinni munu öll þessi svið
blandast meira eða minna. Við von-
umst til aö rokkarar og ljóöskáld
vinni saman, klassíkerar og pönkar-
ar og svo framvegis. Og þetta er
þegar fariö að gerast og það er eitt
það merkilegasta við þetta allt
saman. 1 þessu sambandi má einmitt
benda á að meirihlutinn af því fólki
sem tekur þátt í þessu er ungt og
skáldin í þeim hópi til dæmis em
hluti af rokkkynslóðinni og verður
fróölegt að sjá hvað komiö getur út
úr þreifingum milli hinna ólíku
miðla, eins og til dæmis skálda og
rokkara.
Ef við fömm út í skipulagningu á
þessu þriggja vikna prógrammi, þá
má segja að haröasti kjaminn hafi
smiðað grind en síðan hefur og mun
fólk streyma að og bæta við hana.
Þetta fúnkerar nokkuð í anarkíi.
Menn hafa skipt með sér verkum.
Við héldum fund og þar mættu þeir
sem gátu mætt og tóku að sér að
redda ákveðnum praktískum hlutum
sem eru undirstaða þess sem mun
gerast. Húsnæðið sem sýnt verður í
er f yrst og fremst vinnustofur málar-
anna en einnig verða gangar notaðir
og sérstakur salur fyrir hljómleika-
hald.
Enda þótt svona geysimikill fjöldi
taki þátt í Gullströndinni hefur þetta
ekki orðið þungt í vöfum, — alls ekki.
Ákveðinn hópur hefur auðvitaö
verið aktívastur en samt hefur ekk-
ert bákn skapast eöa óþarfa kostnað-
ur. Allt hefur gerst meira eöa minna
sjálfkrafa sontant, sprottið upp úr
jörðinni. Manni verður ósjálfrátt
hugsað til þess ef eitthvert ríkisbákn
hefði tekið að sér að halda sýningu og
uppákomur á borð við Gullströndina.
Það hefði örugglega tekið mörg ár og
kostað milljónir! Að fenginni reynslu
hugsar maður með sér: Af hverju að
eyða milljónum í listahátíð? Væri
ekki betra að rýma Hampiðjuna og
gefa listamönnunum sjálfum kost á
að gera eitthvað að eigin vild!
Að minnsta kosti hefur þetta gerst
í kringum Hringbraut 119 og er
fyllsta ástæða til að þakka þann
skilning og umburöarlyndið sem
eigendur hússins hafa sýnt.”
— Gætuö þið aðeins sagt frá
tónlistarhlið Gullstrandarinnar?
„Já, þaö munu ýmsar þekktar
hljómsveitir koma fram, svo sem
Fræbbblarnir, Q4U, Tappi tíkarrass,
Pollockbræöur, Orghestamir, Von-
brigði, Gaukamir og fleiri. (Þetta er
ekki allt alveg öruggt enn...) En það
sem er ekki síður, áhugavert er að
stefnt er að því að ýmsir, mjög
þekktir listamenn, sem ekki spila
saman reglulega, komi saman í eitt
skipti þarna á Guliströndinni, búin tU
böndástaðnum.”
Þeir félagar vilja ekki segja
nákvæmlega hverjir það verða en
nöfn þekktra meölima í Egó og
Þursaflokknum heyrast og þeir gefa
í skyn að rokkarar af eldri kynslóð-
inni láti í sér heyra.
„En það verða ekki bara rokkarar
á Gullströndinni, klassískur gítar-
leikur, ópemsöngur, afrísk tónlist og
margt fleira mun heyrast.”
Og það sem er ekki hvað síst
spennandi við Gullströndina er að
það veit líkiega enginn nákvæmlega
hvað mun gerast. En það verður
örugglega meiri háttar....
— Aölokum,afhverjunafniðGull-
ströndin andar?
„Eftir háflóö og brim má sjá sitt-
hvað eftir á y firborðinu sem ekki var
áður. Það sama verður upp á ten-
ingnum vestur frá. ..”
NYTT • NYTT • NYTT
SJÓMENN
Höfum hafið framleiðslu á nýju
sjónvarpsloftneti fyrir skip og báta.
AUKIN
LANG-
DRÆGNI
Gunnar tngi Guðjónsson við eitt verka sinna. DV-myndir Einar Ólason.
fmz ,SJÓNV
í; i m SrSíöumúla 2