Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Page 13
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983. Söngskglinn í Reykjavík 13 Kjarakaup í dýrtíðinni Utsölu- maiKaóur Verzlunin í Reykjavík á að hætta Allt á aö seljast ★ Föt með vesti ★ Stakir jakkar ★ Stakar terylenebuxur ★ Kuldajakkar ★ Kuldaúlpur ★ Gallabuxur ★ Frakkar ★ Skyrtur ★ Peysur ★ Bolir ★ Sokkar Allar þessar vörur eru á ótrúlega lágu verði sannkölluð kjarabót í dýrtíðinni Leikstjórínn Haukur Gunnarsson i hita ogþunga uppfœrsiunnar. D V-myndir.G. S. Komið ., og genð reyfarakaup Raulin bréfberi og Augustine kona hans gengu van Gogh i foreidrastað. Þráinn og Sunna Borg i hlutverkum sinum. — Haukur var spurður um samanburð á leikhúsi Leikfélags Akur- eyrar og þeim leikhúsum á Noröur- löndunum, sem hann hefur starfað við að undanförnu? „Það er erfitt að gera samanburð, þar sem þetta er mun minna leikhús en ég hef unnið við. Ég finn fyrst og mest fyrir peningaleysinu; leikhúsið hér hefur úr minna fé að spila en gengur og gerist erlendis, en leikararnir og ann- að starfslið er ekki síöra. Atvinnuleik- hús hér á Akureyri er nauösynleg viðbót við atvinnuleikhúsin sunnan heiða og eykur auk þess á fjölbreytn- ina í íslensku leikhúslífi. Það er eins- dæmi að svona fámennur bær skuli eiga atvinnuleikhús. Slíkt þekkist ekki í öðrum löndum,” sagði Haukur Gunnarsson. Tilfinningaskalinn stór „Þetta leikrit er skemmtilegt og um fram allt fallegt og tilfinningaskalinn hjá bréfberanum er stór. Þetta er ekki eintóm hávaðarulla. Karlinn hefur svo óskaplega hlýjar, mannlegar tilfinn- ingar. Þess vegna sker hann sig úr í Arles. Þess vegna lítur hann á van Gogh sem manneskju, en ekki óæski- lega persónu eða klikkaöan mynd- listarmann. Þess vegna lendir hann í opinberu stríöi við svartnættisöfl bæjarins sem vildu koma van Gogh á vitlausraspítala. Auðvitað var van Gogh sjúkur, en fordómar íbúanna í Arles gerðu illt verra. En bréfberinn var vinur listamannsins fram til hans síðasta. Hann lét ekkert buga sig. Þaö veröur enginn verri maður af að glíma við túlkun slíkrar persónu.” Það var Þráinn Karlsson sem átti lokaoröin. Vincent van Gogh fór hamförum i Hstsköpun sínni. Hann var ekki rnikils metinn iifandi, en nú eru myndir hans margvirði þyngdar sinnar í guiii. Hór er Viöar Eggertsson i hlutverki listamanns- ins. Myndlistarsýning I tengslum við sýningar LA á Bréf- beranum verður myndlistarsýning í anddyri leikhússins. Þar sýna mynd- listarmennirnir Helgi Vilberg, Oli G. Jóhannsson, örn Ingi, Guðmundur Ár- mann, Einar E. Helgason, Olafur H. Torfason, Ragnar Lár, Anna Torfa- dóttir, Aðalsteinn Vestmann, Guðmundur Oddur og Sigurður Aöal- steinsson. -GS/Akureyri. (Upplýsingar um bakgrunn verksins fengnar úr væntanlegri leikskrá Leikfélags Akur- tyrar). Sunnudaginn 30. janúar kl. 15 verða Óperutónleikar í Gamla Bíói í tilefni af 10 ára afmæli söngskólans í Reykjavík Aríur, dúettar og kórar úr Brúðkaup Fígarós — Don Giovanni — La. Gioconda — Leðurblökunni — II Trovatore — Grímudans- leiknum — La Traviata — Mefistofele — Þrymskviðu. Flytjendur: Nemendur Söngskólans í Reykjavík. Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Islands. Kór Söngskólans í Reykjavík. Stjórnandi: Mark Tradue. Söngskglinn í Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.