Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1983, Qupperneq 19
DV. LAUGARDAGUR 29. JANUAR1983,
19
ráð skipa fimm menn: vegamálastjóri
sem er formaður, forstjóri Landhelgis-
gæslunnar, lögreglustjórinn í Reykja-
vík, póst- og símamálastjóri og land-
læknir. Svo situr skrifstofustjóri dóms-
málaráðuneytisins fundi meö tillögu-
rétti og ráðgjöf, og ég er sá sjöundi, þó
ég eigi ekki sæti í ráðinu.
I landinu eru síðan sjötiu almanna-
varnanefndir og í þeim eiga sæti um
fjögur hundruð manns, sem sjá um
héraösstarfiö. Þetta er það lið sem er
ábyrgt.”
Hvernig á að bregðast
við kjarnorkuslysi?
— En svo við víkjum að öðru; hefur
verið gerð einhver könnun eða áætlun
um það, hvemig bregðast eigi við
kjamorkuslysi eða ámóta áföllum?
„ Já, það hefur verið gerð bæði könn-
un á því hvernig líklegast er að kjarn-
orkuárás myndi verða á ísland, ef um
stríð yrði að ræða og einnig em til áætl-
anir um þaö hvernig bregðast eigi við
ef geislavirkt úrfelli berst frá fjarlæg-
um stöðum vegna átaka eða slysa. Það
eru til skrár yfir húsnæði sem má nota
í neyð sem byrgi og veitir fullnægjandi
vernd gegn úrfelli. Því miður er þessi
skrá orðin gömul og þarf að leiðrétta
hana með tilliti til nýbygginga er hafa
verið reistar á síöastliðnum árum í öll-
um umdæmum landsins. Það er rétt að
geta þess að þetta húsnæöi er ekki með
neinumbúnaði ídag.
Mér dettur í hug í sambandi við
Cosmos-gervihnöttinn, sem mikið var í
fréttum, aö þá var ein þeirra ráðstaf-
ana sem við gerðum að upplýsa allar
nefndimar um þessa hugsanlegu
hættu. Sem betur fór voru líkindin lítil,
en ráðstafanir sem þessar eru aðeins
eðlilegt ferli hjá Almannavömum.
Ef grunur leikur á einhverri hættu,
þá megum við ekki láta undir höfuð
leggjast að gefa henni gaum og gera
lágmarksráðstafanir. Til dæmis em
hér í húsnæði Almannavarna ríkisins
159—160 geislamælar sem nýlega vom
teknir úr skemmu og eru tilbúnir til
dreifingar um landiö. Búið er að undir-
búa það aö geta kallaö inn liö og látið
það fá mæla, sem yrði svo flogið með
útumlandiö.”
— Varðandi gervitunglið Cosmos
1402; vora ekki möguleikarnir hverf-
andi litlir á því að þaö kæmi niður ein-
hvers staðar hér nálægt?
„Jú, líkumar vom einn á móti sjö
hundmð til einn á móti þúsund, það
fengum við reiknað út. Hins vegar er
rétt að geta þess að kvöldið sem hann
kom niður jukust líkurnar mjög mikið.
Hann fór yfir landið tuttugu mínútum
áður en hann féll og ef hann hefði náð
aö fara annan hring i kríngum jöröina,.
þá hefði hann komið aftur yfir landiö,
þó aðeins vestar. En hann féll áður en
hann næði því, reyndar glettilega ná-
lægt þeim stað sem spáð hafði verið af
Rússum. Miðað við það að hann þýtur í
kringum jörðina á 87,6 mínútum þenn-
an síöasta hring, þá hafa líkurnar
snaraukist á þeim tíma. Sennilega
hafa þær verið eitthvað nálægt einum á
mótihundrað.”
Hiutverk
Rauða krossins
— Svo ég víki nú aftur að Islandi, þá
kemur mér Rauöi krossinn í hug.
Gegnir hann ekki mikilvægu hlutverki
í skipulagningu Almannavarna ?
„Jú, það er rétt. Það er rétt að geta
þess að Rauði krossinn var í upphafi
það fyrirtæki sem ýtti við því hjá Sam-
einuðu þjóðunum að við fengum styrk
til aö efla okkar varnarkerfi gegn nátt-
úmhamförum. Hann hefur verið mjög
mikill stuðningsaðili við Almanna-
varnir og strax í upphafi, þegar þessu
heildarskipulagi var komið á, var gerð
ákveðin verkaskipting og Rauði kross-
inn tók að sér það mikilvæga hlutverk
að sjá um aö taka á móti, fæða, hýsa og
klæða þá sem missa heimili sín eða
þurfa aöyfirgefa þau vegna brottflutn-
inga.
Um allt land hefur Rauði krossinn
komið upp, í tengslum við Almanna-
vamir, svokölluðum fjöldahjálpar-
stöðvum í skólum og félagsheimilum
og liði til þess að taka við þessu fólki og
veita því aðhlynningu, ef þurft hefur að
flytja það á brott. Ég hef dáðst að þvi
hvað Rauöi krossinn hefur gert mikið
átak á undanfömum ámm að undirbúa
þennan hluta starfsins. Ég veit að
komið hefur veriö upp einum fimmtíu
eða sextíu fjöldahjálparstöðvum í
landinu, af þessum neyðarnefndum,
sem eru tilbúnar hvenær sem er sólar-
hringsins að taka á móti fólki.
Þetta er aðalhlutverk Rauöa kross-
ins. Reyndar höfum við falið honum
líka að hafa forystu um alla samræm-
ingu í því sem varöar skyndihjálpar-
þjálfun, útgáfunámsefnis ogþess hátt-
ar.”
Fjarskiptanet
um hluta landsins
— Hvernig standa f jarskiptamál Al-
mannavarna?
„Það hefur ekki verið að fullu gengið
f rá f jarskiptaneti, en Alþingi veitti sér-
stakt fé til fjarskiptamála Almanna-
varna því þau vora ekki nógu góð hér
fyrr á árum. Nú er komið net sem
spannar allt Suðurland, inn til Reykja-
víkur og upp á Akranes og Norðurland
er byrjað að tengjast, það er búið að
tengja allt Eyjafjaröarsvæðið og Þing-
eyjarsýslumar saman. Þetta er á svo-
kölluðu metrabylgjukerfi, með endur-
varpsstöðvum. Þaö em komnar í hús
stöövar til að setja upp í öllum lög-
sagnarumdæmum landsins, aðeins er
eftir að tengja þær allar inn.
Færanleg endurvarpsstöð er nú til,
sem hægt er aö setja inn hvar sem er
og opna þannig sambönd, og þr jár end-
urvarpsstöövar eru á leiðinni til lands-
ins, til að koma Vestfjöröum og Aust-
fjörðum inn í myndina. Núna em starf-
andi þrjár endurvarpsstöðvar á okkar
vegum, tvær á Suðurlandi og ein á
Norðurlandi. Svo er þessi lausa, sem
ég nefndi áðan.
Hvað varðar f jarskiptin almennt hér
í aðalstöðvunum, þá er stjórnstöðin út-
búin öllum þeim f jarskiptakerfum sem
notuð eru til f jarskipta við lengri vega-
lengdir. Við erum ekki að hugsa um
staöbundin fjarskipti heldur ætlum viö
almannavamanefndunum að leysa
það hverri fyrir sig, innan síns svæðis.
Við erum til dæmis með HF Single
Side Band stöð sem er 400 vött og nær
um allt landið, flugradíó, skiparadíó,
einar tólf beinar símalínur, til allra
helstu staða og stöðva á landinu. Þann-
ig getum við tengt okkur beint í skyndi
við hvaða náttúrahamfarastað sem er
og svo mætti lengi telja. Þetta er í
rauninni mjög mikið öryggiskerfi,
símakaplar okkar eru til dæmis tveir
og símanúmerin sem hægt er að
hringja í stjórnstöð Almannavama, er
dreift milli símstöðva, til að komast
fram hjá álagspunktum.
Fjarskiptin og sambandskerfið má
því segja aö séu nokkuð þokkaleg í
stjómstöðinni sjálfri. Það era reyndar
nokkrir veikir hlekkir úti á landi ennþá
semþarfaðbæta.
Einmitt í vetur, þegar náttúmham-
farimar gengu yfir Vík í Mýrdal og
tjónið varð sem mest þar, þá var f jar-
skiptakerfi Almannavama eina sam-
band fólksins við umheiminn, og einnig
innan sveitarinnar.
Margir hafa spurt okkur, hvemig
rafmagnsöryggi sé í stjórnstöðinni.
Það er þrefalt. Ef daglega spennan fer
af þá er ljósavél sem kemur inn innan
fjórtán sekúndna. Ef hún bregst, þá er
önnur varavél fyrir hendi. Skyldi hún
nú bregðast líka þá er allt kerfið héma
á rafgeymum og getur gengið þannig í
hálfan sólarhring. Starfsemin ætti því
ekki að þurfa að stöðvast. ’ ’
, JÉg vil bæta því við, svo við komum
aftur að því sem sagt var um hlutverk
Almannavarna,” sagði Guðjón að end-
ingu, „að fyrirbyggjandi ráöstafanir
em einnig í okkar verkahring. Við leið-
beinum hémðunum um það, hvernig
þau geta búið sig undir hamfarir og
hvað þau geta gert til að fyrirbyggja
að hamfarimar valdi tjóni. Mikill þátt-
ur í starfinu hér em samskipti við jarð-
f ræðistofnanir, að byggja varnargarða
og koma upp ýmiss konar öryggisvið-
búnaði. Þar að auki er hlutverk okkar
að reyna að fylgjast með hættu frá
tíma til tíma og koma upplýsingum
áleiðis ef unnt er. Þá þarf aö byrja á
því að meta ástandið og leiöbeina
mönnum með það, til hvaða ráðstaf-
ana þarf að grípa, hve langt á að fara á
hverjustigi.” -pá